Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Lítið sem ekkert heyrist af áhuga eða vilja ríkisvaldsins fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar fyr- ir innanhússíþróttir. Handknatt- leikssambandið (HSÍ) og Körfu- knattleiksambandið (KKÍ) ályktuðu nýlega á ársþingum sínum um þá brýnu þörf að hafin yrði bygging nýrrar íþróttahallar sem fyrst. Blakmenn voru upp- teknir vegna annarra mála á sínu ársþingi á dögunum. A.m.k. sáu þeir ekki ástæðu til þess að leggjast á árarnar með KKÍ og HSÍ. Skorað er á nýjan og dug- mikinn formann BLÍ að leggja málinu lið. Framundan er íþróttaþing. Athyglisvert verður að sjá hvort málefni nýrrar íþróttahallar kom- ist á dagskrá með kröftugum hætti. Lítið hefur farið fyrir opin- berum stuðningi ÍSÍ í þessu máli, sem er miður. Vonandi er unnið af þeim mun meiri krafti á bak við tjöldin. HSÍ og KKÍ hafa haldið um- ræðunni gangandi ásamt Þórði Má Sigfússyni skipulagsfræðingi sem hefur verið ötull við að vekja athygli á hversu brýnt er að ný þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir rísi sem fyrst. Þórður Már heldur m.a. úti síðu á Twitter, Höllin er úrelt, þar sem málefnalega er velt upp ýmsum flötum málsins. Eins og oft hefur komið fram á þessum vettvangi þá er Laugar- dalshöll fyrir löngu úr sér geng- in. Hún stenst fáar kröfur sem al- þjóðasambönd handknattleiks- og körfuknattleiksfólks gera nú til dags. Höllin hefur verið á undanþágu um árabil. Sífellt erf- iðara er að fá undanþágurnar. Kannski væri mátulegt á okkur að þær fengjust ekki einn góðan veðurdag. Við gætum þá leikið heimaleiki okkar í Danmörku eins og frændur okkur Fær- eyingar verða að gera eftir að Handknattleikssamband Evrópu setti þeim stólinn fyrir dyrnar. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég hef sex sinnum farið í úrslitaleik bikarkeppninnar með Kiel og alltaf unnið. Það met verður ekki jafnað eða slegið alveg á næstunni,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara THW Kiel í Þýska- landi, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í byrjun vikunnar. Þá var Alfreð kominn til starfa á ný eftir að hafa tekið sér nokkurra daga frí í „austrinu“ eins og hann kallar það þegar hann kúplar sig frá daglegum skarkala á heimili sínu skammt frá Magdeburg. Hversdags býr Alfreð í Kiel þar sem hann hefur þjálfað handknattleikslið borgar- innar í áratug með framúrskarandi árangri. Gott að landa einum bikar Kiel varð bikarmeistari fyrir rúmri viku eftir sigur á Magdeburg, 28:24. Eftir það tók við vikuhlé frá keppni hjá liðinu vegna leikja í und- ankeppni Evrópumóts landsliða þar sem flestir leikmenn Kiel voru í eld- línunni með landsliðum sínum. „Það var mjög gott að landa einum bikar á árinu,“ sagði Alfreð sem kveður Kiel eftir keppnistímabilið. Ekki er öll nótt úti að fleiri verðlaun bætist í safnið áður en Alfreð stimplar sig í síðasta sinn út hjá THW Kiel. Fram- undan er lokaspretturinn í EHF- bikarnum en úrslitahelgi keppn- innar verður í Kiel um miðjan næsta mánuð auk þess sem enn er von í keppninni um þýska meistaratitil- inn. Kiel er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Flensburg sem hefur aðeins tapað einum leik á leik- tíðinni. Mögulegt að ná Flensburg „Við einbeitum okkur aðeins að okkar leikjum. Það er það eina sem við getum gert í stöðunni. Flensburg á eftir að mæta Rhein-Neckar Löw- en og okkur áður en yfir lýkur. Möguleikinn er fyrir hendi ef við klúðrum ekki okkar leikjum. Við eig- um til dæmis framundan erfiðan leik í Berlin á fimmtudaginn,“ sagði Al- freð og bætti við. „Við höfum til dæmis tapað tvisvar fyrir Magdeurg í deildinni í vetur. Ef ég fengi að velja þá myndi ég sannarlega vilja skipta við Magdeburg á bikarmeist- aratitlinum fyrir sigur í báðum leikj- unum í deildinni.“ Alfreð segist ekkert leiða hugann að því að það styttist í síðasta vinnu- daginn hjá Kiel. Að þessari leiktíð lokinni verði tíu ára vinnutörn hjá félaginu lokið. Hann segir einbeit- ingu sína vera fullkomlega á þeim leikjum sem liðið á eftir, bæði í deild- inni þar sem átta umferðir eru óleiknar, og að í EHF-keppninni þar sem stefnt er á sigur eins alltaf. „Ég leiði ekkert hugann að því að ég hætti brátt en skal alveg viðurkenna að það verður kærkomið að taka sér frí frá handboltanum eftir annasam- an tíma,“ segir Alfreð sem hefur ver- ið þjálfari í Þýskalandi í 22 ár, fyrst hjá Hameln, síðan hjá Magdeburg, þá hjá Gummersbach og loks síðasta áratuginn hjá Kiel. Ekkert landslið í sigtinu Fyrir skömmu sagði Alfreð í sam- tali við þýska fjölmiðla að hann væri opinn fyrir að taka að sér þjálfun landsliðs þegar vinnudeginum væri lokið hjá THW Kiel. Alfreð segir það vera rétt. Hann hafi hinsvegar ekk- ert landslið í sigtinu og ekki standi til að rasa um ráð fram í þeim efnum. „Ég ætla að taka mér hálfs árs frí til að byrja með áður en ég skoða framhaldið varðandi þjálfun. Ég forðast að pæla of mikið í framhald- inu því þá verður maður strax kom- inn á fulla ferð aftur sem ég ætla mér ekki. Að þessu sinni ætla ég að kúpla mig frá handboltanum, taka gott frí og sjá svo til. Þegar ég hætti hjá Magdeburg á sínum tíma, fyrir um hálfum öðrum áratug, ætlaði ég heldur betur að taka mér frí frá þjálf- un um skeið og hlaða rafhlöðurnar og njóta lífsins. Áður varði ég búinn að taka að mér þjálfun landsliðs Íslands og skömmu síðar var ég líka orðinn þjálfari Gummersbach. Það var al- gjört kjaftæði. Ég ætla ekki að brenna mig á sama soðinu tvisvar heldur standa við það að þessu að taka mér ærlegt frí að loknum síð- asta vinnudegi hjá Kiel í sumar,“ sagði Alfreð Gíslason, einn sigursæl- asti handknattleiksþjálfari sögunnar. Ætlar ekki að brenna sig á sama soðinu tvisvar  Alfreð Gíslason ætlar í langt frí þegar hann hættir störfum hjá Kiel í sumar Ljósmynd/THW Kiel Sigursæll Alfreð Gíslason hefur átt einstakri sigurgöngu að fagna með Kiel. Undir hans stjórn frá árinu 2008 hefur liðið tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu, sex sinnum orðið þýskur meistari og sex sinnum þýskur bikarmeistari. Alfreð hefur fimm sinnum verið þjálfari ársins í Þýskalandi. Íslenskir blakmenn unnu í gær og í fyrradag til brons- verðlauna með liðum í sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Unnur Árnadóttir og samherjar hennar í Elite Volley Aarhus unnu í gær Team Køge í oddaleik um bronsið með þremur hrinum gegn engri en leikið var á heima- velli Unnar og samherja í Árósum. Elite Volley Aarhus vann öruggan sigur í öllum hrinum leiksins. Unnur, sem hefur leikið með liðinu vetur, kom lítið við sögu í odda- leiknum. Ævarr Freyr Birgisson og félagar í Boldklubben Marienlyst unnu Middelfart VK í tveimur viðureignum um bronsverðlaunin í úrvalsdeild karla. Síðari leikurinn var í fyrrakvöld og vann Marienlyst þrjá hrinum en tapaði einni eins og í fyrri viðureign liðanna. Marienlyst léku með tvo frelsingja í leiknum í og sá Ævarr um vörnina á meðan hinn frelsinginn sá um móttökuna eftir því sem fram kemur í frétt blakfretta.is. iben@mbl.is Íslendingar fá bronsverðlaun Ævarr Freyr Birgisson Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingar- ensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. l Betri melting, meiri orka, betri líðan! l 100% vegan hylki. l Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.