Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 54

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 icewear.is Dömu og herra regnkápur Dögg og Daði kr. 11.990.- Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Róm, ítalska borgin eilífa, er sívin- sæll áfangastaður ferðamanna. Þar lyktar allt af sögu og hvert sem litið er má sjá ummerki um mannlíf lið- inna alda og í raun árþúsunda. Þar ber urmull rústa vitni um valdatíma Rómverja og aðrar um uppgang kristninnar og kaþólskunnar með hundruðum merkilegra kirkna og Vatíkaninu; þá eru minjar um blóma- skeið endurreisnarinnar, um barokk- tímabilið og aðrar sem segja sögur af risi og falli fasismans á síðustu öld. Gestir í borginni njóta dásemda ítalskrar matargerðarlistar og millj- ónir manna sækja heim merkustu söfnin ár hvert, misáhugasamir, en þar eru þó fjölmargir gripir og verk sem full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða vandlega, enda oft um að ræða einstakar gersemar í menningarsögu mannkynsins alls. Fyrir áhugafólk um listir þá eru meistaraverk Michelangelos í Sixt- usarkapellunni þekktustu verkin sem hægt er að sjá í Rómaborg. Af öllum undrum Rómar togaði þó ekk- ert jafn sterkt í undirritaðan í fyrstu ferðinni til borgarinnar og sú stað- reynd að þar má sjá í hinum ýmsu kirkjum, söfnum og stofnunum 23 málverk eftir Caravaggio, einn mesta og mikilvægasta listamann lokaskeiðs endurreisnarinnar og upphafs barokksins, og í raun ger- vallrar listasögunnar. Og það er með ólíkindum hvað þessi verk eru mörg, ef litið er til þess að í dag eru aðeins til rúmlega sextíu viðurkennd lista- verk meistarans frá tveggja áratuga ferli. Í Róm má því sjá rúman þriðj- ung þeirra, sum þar sem þeim var komið fyrir af málaranum sjálfum í byrjun sautjándu aldar, og kapp- samir listunnendur geta náð að sjá þau öll á einum degi, þótt ráðlegra sé að taka tvo eða þrjá daga í leiðang- urinn. En það er leiðangur sem óhætt er að mæla með, því þótt Caravaggio hafi verið vafasamur karakter, eins og ítarlega hefur verið fjallað um í ýmsum verkum, eru bestu myndverk hans svo undur- samleg og áhrifarík að þau geta haft mannbætandi áhrif og breytt sýn fólks á listina, lífið og söguna. Sá besti í borginni Myndlistarmaðurinn Michel- angelo Merisi (1571-1610) kenndi sig við fæðingarbæ sinn, Caravaggio á Norður-Ítalíu. Hann hlaut þjálfun á sviði myndlistarinnar í Mílanó en flúði árið 1592 til Rómar eftir deilur og átök, og það var ekki í síðasta sinn sem hann lenti í útistöðum. Róm var annars rétti staðurinn fyrir metnaðarfullan listamann, miðstöð kristninnar og von á vel borguðum opinberum verkefnum við skreyt- ingu kirkna og hefðarsetra. Og Cara- vaggio vakti strax athygli og fékk stuðning auðugra safnara sem hrif- ust af einstökum frásagnarstílnum sem listamaðurinn ungi þróaði, ag- aður og einbeittur. Verk Cara- vaggios vöktu ekki síður athygli ann- arra listamanna enda kom hann með merka nýjung inn í myndgerðina, svokallað chiaroscuro þar sem dramatísk lýsing fellur á fyrirsætur og myndefni úr einni átt, að ofan, og dregur á kontrastmikinn og drama- tískan hátt aðalatriðin út úr annars dimmum myndfletinum. Og nýjung- arnar voru fleiri, sem vöktu athygli og ögruðu, meðal annars hvernig Caravaggio notaði óbreytt alþýðu- fólk sem fyrirsætur helgra manna – jafnvel sat vændiskona fyrir sem María mey, og hann sýndi skítuga fætur fólksins og sorgarrendur undir nöglum. Þetta raunsæi var nýtt og merkilegt og beitt á einstakan hátt í veraldlegum sem trúarlegum mynd- um. Enn eitt sem var einstakt við verklagið er að hann gerði aldrei teikningar eða skissur heldur vann ætíð beint á strigann. Caravaggio var ódæll og ögrandi og komst nokkrum sinnum í kast við lögin fyrir átök og árásir á fólk; í nokkur skipti sat hann inni og þurftu velgjörðarmenn hans að koma til bjargar. Illt umtalið og hrár raun- veruleikinn í verkunum urðu líklega þess valdandi að Caravaggio fékk ekki verkefni hjá páfanum eða í rík- ustu kirkjunum, þótt kollegar velkt- ust ekki í vafa um, þegar kom fram undir 1600, að hann væri snjallasti málarinn í Róm. Hann fékk þó verk- efni við að skapa nokkur verk í minn- ingarkapellur í kirkjum og þar eru flest þeirra enn og vekja undrun og hrifningu, þótt öðrum trúarverkum, eins og af Maríu mey látinni, hafi verið hafnað sem altaristöflum – þess stórkostlega verks njóta gestir í Louvre í París. Caravaggio var á flótta síðustu fimm ár ævinnar, eftir að hafa drepið mann í bardaga árið 1605, en lést 38 ára á leið aftur til Rómar að taka við fyrirgefningu úr hendi páfans. En hægt er að njóta 23 merkra verka hans á ýmsum stöðum í miðborg Rómar; undursamlegt er að ganga fram á þau í kirkjum, sjá sum í lista- söfnum eða á fyrrverandi heimilum auðmanna sem keyptu verkin – eða Með Caravaggio í Rómaborg  Í kirkjum og söfnum í Róm má sjá meira en þriðjung allra málverka sem til eru eftir snillinginn Caravaggio Morgunblaðið/Einar Falur Meistaraverk Þrjú stór málverk eftir Caravaggio eru í hinni litlu Contarelli-kapellu í San Luigi dei Francesi- kirkjunni og fjalla öll um Matteus. Til vinstri er eitt stórbrotnasta verk málarans, Boðun heilags Matteusar (1600), og við hlið þess Uppljómun heilags Matteusar (1602). Þriðja verkið, Píslarvætti heilags Matteusar (1600), sést ekki. Madonnan Í Sant’Agostino er Ma- donna frá Loreto (1604); María mey er þar sýnd sem alþýðukona. Greftrunin Í glæstu safni Vatíkansins er Greftrunin (1603), eitt af hinum áhrifamiklu málverkum Caravaggios sem fjalla um atburði í sögu Krists.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.