Morgunblaðið - 17.04.2019, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Hluti af stefnu Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands, er að laða að
okkur heimsklassa stjórnendur og
jafna kynjahlutfall stjórnenda. Ekki
veitir af í karllægum heimi hljóm-
sveitarstjóra,“ segir Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands og verkefnisins Sinfonia
Nord. Sinfóníuhjómsveit Norður-
lands heldur
tvenna tónleika
um páskana und-
ir stjórn Önnu
Maríu-Helsing
„Við náum að
tikka í tvö box
með heimsókn
hinnar finnsku
Helsing sem
stendur nú á há-
tindi ferils síns.
Það er ekkert
sjálfgefið fyrir unga hljómsveit á
nyrsta klaka við heimskautsbaug að
fá heimsþekktan kvenn-stjórnanda
til verka,“ segir Þorvaldur Bjarni
en Helsing hefur stjórnað Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í nokkur skipti.
Þorvaldur segir að önnur kona hafi
stjórnað tónleikum hjá þeim á þessu
starfsári. Hallfríður Ólafsdóttir sem
stjórnaði tónleikum þar sem flutt
voru þrjú verk eftir konur.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
verður með tvenna tónleika um
páskana, aðra á Hofi á Akureyri á
skírdag og hina á föstudaginn langa
í Langholtskirkju í Reykjavík.
„Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
ræðst ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur. Á tvennum stór-
tónleikum flytur hún sálumessu
Mozarts auk eins magnaðasta
píanókonsert Mozarts, Píanókons-
erts nr. 20 í d-moll,“ segir Þorvald-
ur og bætir við að þar sem tónleik-
arnir séu í dymbilviku séu verkin á
tónleikunum dramatísk en bæði
verkin sem flutt verða séu meðal
þekktustu verka Mozart.
Mozart á undan sinni samtíð
„Margir halda að Píanókonsert í
d-moll sé eftir Ludwig van Beet-
hoven en ekki Mozart, enda lék
Beethoven þennan píanókonsert oft
og Mozart var langt á undan sinni
samtíð,“ segir Þorvaldur Bjarni
sem telur það hvergi meira viðeig-
andi en að flytja Sálumessu Moz-
arts í kirkju kl. 18 á föstudaginn
langa
„Við erum með úrval góðra flytj-
enda í verkunum. Stórstjörnurnar
Garðar Thór Cortes, Hanna Dóra
Sturludóttur, Ágúst Ólafsson og hin
norðlenska Helena Guðlaug Bjarna-
dóttir sjá um sönginn. Allir eru
þessir einstaklingar meðal eftirsótt-
ustu einsöngvara á Íslandi og þó
víða væri leitað. Einleikari á píanó
verður vonarstjarna Norðlendinga í
sígildri tónlist Alexander Edelstein,
sem er að klára nám hjá Listahá-
skóla Íslands eftir burtfararpróf frá
Tónlistarskóla Akureyrar. Það er
mikilvægt fyrir vaxandi tónlistar-
menn eins og Alexander að fá tæki-
færi til þess á lokasprettinum í námi
hér heima að spila á alvöru sinfón-
íutónleikum,“ segir Þorvaldur
Bjarni og bætir við að Kammerkór
Norðurlands og Söngsveitin Fíl-
harmónía myndi 70 manna kór á
tónleikunum. Kammerkór Norður-
lands og Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands hafi átt gott samstarf að
sögn Þorvaldar Bjarna og meðal
annars hafi sinfónían og kórinn far-
ið saman til Færeyja og frumflutt
þrjú verk í menningarhúsi Fær-
eyinga.
„Um þessa ferð get ég ekki annað
sagt en, geri aðrir betur. Í Reykja-
vík hefur Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands átt í góðu samstarfi við
Hljómeyki og Söngsveitina Fíl-
harmoníu auk þess sem tónlistar-
menn úr Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit
Íslands spila reglulega í kvik-
myndatónlistarverkefninu Sinfo-
Nord sem teygir anga sína í allar
áttir,“ segir Þorvaldur sem er
ánægður með starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands.
„Ég er hugsi yfir stærð framlags
ríkisins til Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands. Við fáum 3% af því
framlagi sem Sinfóníuhljómsveit
Íslands fær en störfum þar sem
10% þjóðarinnar búa. Þessi 10% eru
afar dugleg að mæta á viðburði okk-
ar fyrir norðan. Ef við fengjum
hærra framlag gætum við haldið
reglulega sinfóníska tónleika a.m.k.
einu sinni á mánuði yfir vetrartím-
ann og reglulegar æfingar.
Það myndi tryggja að hljóm-
sveitin væri alltaf í toppstandi fyrir
hin fjölmörgu verkefni sem koma í
gegnum kvikmyndatónlistarverk-
efnið SinfoniaNord. 10% af því
framlagi sem Sinfóníuhljómsveit
Íslands fær myndu því breyta
miklu, miklu meira en menn geta
ímyndað sér í dag,“ segir Þorvaldur
sem bendir á að hægt sé að kaupa
miða á tónleikana bæði norðan og
sunnan heiða á mak.is og tix.is
Fjölhæf Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur víða við. Hún leggur land undir fót og heldur tónleika um páskana
bæði sunnan og norðan heiða þar sem flutt verða Sálumessa Mozarts og Píanókonsert nr. 20 í d-moll, eftir Mozart.
Tvö dramatísk verk
Hanna Dóra
Sturludóttir
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson
Ágúst
Ólafsson
Ljósmynd/ Auðunn Níelsson
Vonarstjarna Alexander Edelstein, Norðlendingur sem stundar nám við
Listaháskóla Íslansd og gleðja mun fólk með píanóleik um páskanna.
Ljósmynd/Karper Dalkarl
Einbeitt Anna María-Helsing,
stjórnandi páskatónleikanna.
Helena Guðlaug
Bjarnadóttir
Garðar Thór
Corters
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur bæði í Hofi og
Langholtskirkju um páskana Með úrval góðra flytjenda
Listakonan Ragnheiður Bjarnarson kom sér í gær fyrir
í gluggum The Window Gallery í 10. hverfi Parísar til
að fremja gjörninga. „Þessi eins manns gjörningahátíð
mun standa til 20. apríl og verður í streymi á netinu.
Verkin eru sýnd sem hluti af Polar, norrænni listahátíð
sem á ári hverju flytur inn myndlistafólk, dansara,
skáld, kvikmynda- og tónlistafólk til Parísarborgar,“
segir í tilkynningu. Ragnheiður er útskrifaður dansari
frá LHÍ og kláraði meistaranám í list í almannarými við
háskólann í Gautaborg. Hún er annar tveggja eigenda
menningarrýmisins Midpunkt. The Window Gallery er
rekið af danshöfundinum Catherine Bay.
Streymt frá gjörningi Ragnheiðar í París
Ragnheiður
Bjarnarson