Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 58

Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Alþjóðleg bókmenntahátíð verður haldin í Reykjavík í fjórtánda sinn í næstu viku, hefst miðvikudaginn 24. apríl og stendur til 27. apríl. Hátíðin verður haldin í Iðnó, Nor- ræna húsinu og Veröld – húsi Vig- dísar, en næstkomandi þriðjudag, degi fyrir setningu hátíðarinnar hér fyrir sunnan, verður sérstök bókmenntadagskrá með íslenskum og erlendum höfundum í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri. Aðgang- ur að hátíðinni norðan heiða og sunnan er ókeypis, en einnig er hægt að fylgjast með dagskrá há- tíðarinnar í streymi á vefsetri hennar. Svipað umfang Stella Soffía Jóhannesdóttir stýrir hátíðinni líkt og undanfarin ár og segir að umfang hennar sé svipað og áður, en hún hafi þó heldur verið að stækka síðustu ár- in. „Það er sambærilegur höfunda- fjöldi og dagskrárviðburðir, en það sem ber nýtt við núna eru alþjóð- legu bókmenntaverðlaunin sem kennd eru við Halldór Laxness.“ Hún segir að aðstandendur há- tíðarinnar hleri hjá útgefendum hvað sé að koma út af þýddum bókum þegar valdir eru höfundar á hátíðina, enda finnist þeim alltaf skemmtilegt ef það tekst að fá hingað höfund sem er að koma út á íslensku eða nýlega kominn út. „Það er þó allur gangur á því hve margir af þeim höfundum sem eru að koma á hátíðina eru að koma út eða nýkomnir út og það koma líka erlendir höfundar hing- að sem ekki hafa verið þýddir. Það er nefnilega líka mikilvægt til að kynna lesendum eitthvað þeir þekkja ekki fyrirfram, einhvað sem er nýtt fyrir þeim.“ Ekki sækja bara erlendir höf- undar hátíðina heim, því þrettán íslenskir höfundar taka þátt í dag- skrá hennar eins og nánar er tí- undað hér fyrir neðan. Stella segir að mikilvægi hátíðarinnar fyrir ís- lenskar bókmenntir sé umtalsvert, til að mynda fyrir innlegg hennar í almenna bókaumræðu, enda sé nauðsynlegt að tala meira um bækur. „Persónulega finnst mér við aldrei tala nóg um bækur; við erum feimin við að tala um bækur sem við höfum ekki lesið en erum hins vegar óhrædd að tala um Netflix-þætti sem við höfum ekki horft á. Það sama ætti að gilda um bækur og meðal annars vegna þess er hátíð eins og þessi mjög mikil- væg. Íslensku höfundarnir fá líka tækifæri til að lesa upp úr sínum verkum á óvenjulegum tíma að þessu sinni, að vori, og svo er líka mikilvægt fyrir þá að hitta og um- gangast erlenda kollega sína og ekki síst alla þá erlendu útgef- endur og blaðamenn sem eru að koma til að kynna sér íslenska bók- menntasenu.“ Eins og Stella nefnir verða á há- tíðinni afhent í fyrsta sinn alþjóð- leg bókmenntaverðlaun sem kennd eru Halldór Laxness. Að verðlaun- unum standa forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráð- herra, Íslandsstofa, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Lax- ness, og Gljúfrasteinn, auk Bók- menntahátíðar í Reykjavík. „Til- gangur verðlaunanna er að halda á lofti verkum Halldórs Laxness bæði hér á landi og erlendis, og að varpa ljósi á íslenskar bókmenntir og menningu í leiðinn. Svo eru verðlaunin náttúrlega til að heiðra höfundinn sjálfan sem hlýtur verð- launin.“ Sautján erlendir, þrettán innlendir Sautján erlendir höfundar verða gestir hátíðarinnar að þessu sinni: Maja Lunde, Iain Reid, Samanta Schweblin, Roy Jacobsen, Lily King, Tom Malmquist, Yoko Ta- wada, David Foenkinos, Golnaz Hashemzadeh Bonde, Hakan Gunday, Simone Van der Vlugt, John Freeman, Carolina Setter- wall, Merete Pryds Helle, An- uradha Roy, Hannelore Cayre og Roskva Koritzinsky. Íslensku höfundarnir eru þrett- án, eins og getið er: Einar Kára- son, Friðgeir Einarsson, Fríða Ís- berg, Jónas Reynir Gunnarsson, Halldór Laxness Halldórsson, Hall- grímur Helgason, Kamilla Einars- dóttir, Mazen Maarouf, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Steinunn Sigurðar- dóttir, Steinunn G. Helgadóttir og Þóra Hjörleifsdóttir. Erlendu höfundarnir eru úr ýmsum áttum, þrír frá Noregi, þrír frá Svíþjóð, tveir frá Banda- ríkjunum og eins tveir frá Frakk- landi og síðan frá Danmörku, Hol- landi, Argentínu, Kanada, Tyrklandi, Indlandi og Japan. Bækur flestra þeirra hafa verið þýddar á íslensku: á síðasta ári komu út bækurnar Sæluvíma eftir Lily King, Það sem að baki býr eftir Merete Pryds Helle, Ég er að spá í að slútta þessu eftir Iain Reid, Etýður í snjó Yoko Tawada og Hvert andartak enn á lífi eftir Tom Malmquist. Á þessu ári hafa komið út Vonum það besta eftir Carolina Setterwall, Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen, Meira eftir Hakan Günday, Þar sem ekkert ógnar þér eftir Simone van der Vlugt, Blá eftir Maja Lunde, Þakkarskuld eftir Golna Has- hemzadeh Bonde og Múttan eftir Hannelore Cayre. Málþing og meira Á dagskrá Bókmenntahátíðar eru ýmsir viðburðir, höfundar munu lesa upp úr verkum sínum og ræða um þau, alþjóðlegt mál- þing verður um Halldór Laxness, sérstök barnadagskrá á íslensku og einnig á arabísku, svo dæmi séu tekin. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða afhent á málþinginu um hann, en fyrir- lestra á því flytja Gerður Kristný, John Freeman, Mímir Kristjáns- son, Auður Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson, Karin Haugen og Tore Renberg. Sunnudagurinn verður helgaður þýðendum og þá verður viður- kenningin Orðstír afhent í þriðja sinn, en þar er heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bók- mennta á erlendar tungur. Einnig fer verður fjallað um pólskar bók- menntir í Menningarhúsinu Gerðu- bergi í samstarfi við Borgar- bókasafnið og dagskrá með verðlaunahöfunum verður í Veröld – húsi Vigdísar. Tölum ekki nóg um bækur  Bókmenntahá- tíð í Reykjavík hefst í næstu viku  Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness veitt í fyrsta sinn Ljósmynd/Gassi Kamilla Einarsdóttir Steinunn G Helgadóttir Fríða Ísberg Yoko Tawada Merete Pryds Helle Lily King Hannelore Cayre Roskva Koritzinsky Menningarviðburður Stella Soffía Jóhannes- dóttir segir Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík mikilvæga fyrir íslenskar bók- menntir. Maja Lunde Golnaz H. Bonde Þóra Hjörleifsdóttir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Carolina Setterwall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.