Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 64
Kvintett sellóleikarans Þórdísar
Gerðar Jónsdóttur flytur tónlist
eftir Kurt Weill í bland við tón-
smíðar Þórdísar, sem jafnframt út-
setur og stjórnar, á tónleikum Múl-
ans í Hörpu í kvöld kl. 21.
Kvintettinn skipa auk Þórdísar
Haukur Gröndal á klarínett, Ingi
Bjarni Skúlason á píanó, Matthías
MD Hemstock á slagverk og Þor-
grímur Jónsson á kontrabassa.
Weill ómar á Múlanum
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, ætlar að
hætta hjá Borussia Dortmund í
Þýskalandi að þessu tímabili loknu
og segir allt útlit fyrir að hún flytji
heim í sumar eftir sjö ár í atvinnu-
mennsku erlendis. „Ég þarf að
minnsta kosti að detta niður á eitt-
hvað æðislega gott til að vera
áfram úti,“ segir Hildigunnur. »53
Hildigunnur stefnir
heim á leið í sumar
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Alfreð Gíslason er að ljúka sínu ell-
efta og síðasta tímabili sem þjálfari
þýska handknattleiksliðsins Kiel og
það varð á dögunum bikarmeistari í
sjötta sinn undir hans stjórn. Enn
gætu tveir titlar bæst við í vor en
Alfreð segir öruggt að
hann fari í langt frí frá
handbolta þegar
tímabilinu lýkur. „Ég
ætla ekki að brenna
mig á sama soðinu
tvisvar,“ segir Al-
freð og vitnar
til þess þegar
hann ætlaði
síðast að taka
sér frí um
miðjan síð-
asta áratug.
»51
Alfreð ætlar í langt frí
frá handbolta í sumar
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosamargrett@gmail.com
Mariusz Kopieccy er fyrsti hunda-
ræktandinn til að rækta íslenska
fjárhunda í Póllandi en hann eign-
aðist sinn fyrsta hund af þeirri teg-
und árið 2010.
Mariusz, sem búsettur er í borg-
inni Konin, segist fyrst hafa heillast
af íslenska fjárhundinum 2009 eftir
að hafa lesið bækling með upplýs-
ingum um hundategundir. Hann
segir að persónuleiki og einkenni
tegundarinnar hafi hentað honum
og fjölskyldunni fullkomlega. Fjöl-
skylduna dreymdi strax um að eign-
ast íslenskan fjárhund en það var
hægara sagt en gert, því enginn í
Austur-Evrópu ræktaði tegundina.
Á þessum tíma segist Mariusz að-
eins hafa vitað af tveimur íslenskum
fjárhundum, annar var í Póllandi og
hinn í Eistlandi og hann ákvað að
hefja ræktun á hundunum í Pól-
landi. Eftir að hafa leitað árangurs-
laust í rúmt ár komst Mariusz loks í
samband við hundaræktanda í Hol-
landi sem ræktaði íslenska fjár-
hundinn. Hann seldi þeim fyrsta
rakkann, Gratis Gretti, og nú á fjöl-
skyldan sex fullorðna hunda sem
koma ýmist frá Hollandi eða Sví-
þjóð. Að sögn Mariusz hafa nú tvær
vinafjölskyldur Kopieccy-fjölskyld-
unnar smitast af áhuganum og
rækta nú einnig íslenska fjárhunda.
Mariusz segir að allir hundarnir
heiti íslenskum nöfnum og á hann
vini á Íslandi sem hjálpa honum
með nafnavalið. „Öll nöfnin þurfa að
fá samþykki frá innfæddum,“ segir
hann. Dæmi um nöfn sem fjöl-
skyldan hefur gefið hundunum sín-
um eru Afar Hvitur, Afram, Bjarmi,
Dama, Elska Polska, Engill og
Gjóna Jónudóttir. Mariusz segir að
persónuleiki íslenska fjárhundsins
sé einstakur, hann minni á margan
hátt á manneskju og hundurinn sé í
eðli sínu glaðlyndur. Hann segir ís-
lenska fjárhundinn vera fullkominn
fjölskylduhund en gott samband er
á milli allra þriggja barna Mariusz
og hundanna. Hann telur mikilvægt
að börn fái að alast upp með hund-
um og að þannig læri þau m.a. að
bera ábyrgð á öðrum.
Dreymir um Íslandsför
Mariusz hefur mikinn áhuga á Ís-
landi. Hann les sér til skemmtunar
um sögu landsins og hefur miklar
mætur á Íslendingasögunum. Grett-
is saga er í miklu uppáhaldi, enda
var fyrsti hundurinn nefndur í höf-
uðið á Gretti Ásmundarsyni.
„Okkur dreymir um að heim-
sækja Ísland einhverntíma. Þangað
til það gerist erum við með hluta af
Íslandi hjá okkur. Íslenska fjár-
hundinn,“ segir Mariusz.
Ljósmynd/Karolina Kardasz
Hundaræktandi Mariusz Kopieccy í bakgarðinum á heimili sínu í Póllandi með íslensku fjárhundunum sínum.
Ræktar íslenska fjár-
hundinn í Póllandi
Mariusz Kopieccy er fyrsti ræktandinn í Austur-Evrópu
Las um íslenska fjárhundinn í bæklingi og heillaðist
Með Punktum og peningum
getur þú nýtt Vildarpunkta
Icelandair upp í hvaða flug sem
er. Líttu inn á vefinn okkar og
lækkaðu verðið á ferðinni þinni.
airicelandconnect.is
Settu punktinn
yfir ferðalagið