Morgunblaðið - 17.04.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 17.04.2019, Qupperneq 64
Kvintett sellóleikarans Þórdísar Gerðar Jónsdóttur flytur tónlist eftir Kurt Weill í bland við tón- smíðar Þórdísar, sem jafnframt út- setur og stjórnar, á tónleikum Múl- ans í Hörpu í kvöld kl. 21. Kvintettinn skipa auk Þórdísar Haukur Gröndal á klarínett, Ingi Bjarni Skúlason á píanó, Matthías MD Hemstock á slagverk og Þor- grímur Jónsson á kontrabassa. Weill ómar á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, ætlar að hætta hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi að þessu tímabili loknu og segir allt útlit fyrir að hún flytji heim í sumar eftir sjö ár í atvinnu- mennsku erlendis. „Ég þarf að minnsta kosti að detta niður á eitt- hvað æðislega gott til að vera áfram úti,“ segir Hildigunnur. »53 Hildigunnur stefnir heim á leið í sumar ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Alfreð Gíslason er að ljúka sínu ell- efta og síðasta tímabili sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel og það varð á dögunum bikarmeistari í sjötta sinn undir hans stjórn. Enn gætu tveir titlar bæst við í vor en Alfreð segir öruggt að hann fari í langt frí frá handbolta þegar tímabilinu lýkur. „Ég ætla ekki að brenna mig á sama soðinu tvisvar,“ segir Al- freð og vitnar til þess þegar hann ætlaði síðast að taka sér frí um miðjan síð- asta áratug. »51 Alfreð ætlar í langt frí frá handbolta í sumar Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Mariusz Kopieccy er fyrsti hunda- ræktandinn til að rækta íslenska fjárhunda í Póllandi en hann eign- aðist sinn fyrsta hund af þeirri teg- und árið 2010. Mariusz, sem búsettur er í borg- inni Konin, segist fyrst hafa heillast af íslenska fjárhundinum 2009 eftir að hafa lesið bækling með upplýs- ingum um hundategundir. Hann segir að persónuleiki og einkenni tegundarinnar hafi hentað honum og fjölskyldunni fullkomlega. Fjöl- skylduna dreymdi strax um að eign- ast íslenskan fjárhund en það var hægara sagt en gert, því enginn í Austur-Evrópu ræktaði tegundina. Á þessum tíma segist Mariusz að- eins hafa vitað af tveimur íslenskum fjárhundum, annar var í Póllandi og hinn í Eistlandi og hann ákvað að hefja ræktun á hundunum í Pól- landi. Eftir að hafa leitað árangurs- laust í rúmt ár komst Mariusz loks í samband við hundaræktanda í Hol- landi sem ræktaði íslenska fjár- hundinn. Hann seldi þeim fyrsta rakkann, Gratis Gretti, og nú á fjöl- skyldan sex fullorðna hunda sem koma ýmist frá Hollandi eða Sví- þjóð. Að sögn Mariusz hafa nú tvær vinafjölskyldur Kopieccy-fjölskyld- unnar smitast af áhuganum og rækta nú einnig íslenska fjárhunda. Mariusz segir að allir hundarnir heiti íslenskum nöfnum og á hann vini á Íslandi sem hjálpa honum með nafnavalið. „Öll nöfnin þurfa að fá samþykki frá innfæddum,“ segir hann. Dæmi um nöfn sem fjöl- skyldan hefur gefið hundunum sín- um eru Afar Hvitur, Afram, Bjarmi, Dama, Elska Polska, Engill og Gjóna Jónudóttir. Mariusz segir að persónuleiki íslenska fjárhundsins sé einstakur, hann minni á margan hátt á manneskju og hundurinn sé í eðli sínu glaðlyndur. Hann segir ís- lenska fjárhundinn vera fullkominn fjölskylduhund en gott samband er á milli allra þriggja barna Mariusz og hundanna. Hann telur mikilvægt að börn fái að alast upp með hund- um og að þannig læri þau m.a. að bera ábyrgð á öðrum. Dreymir um Íslandsför Mariusz hefur mikinn áhuga á Ís- landi. Hann les sér til skemmtunar um sögu landsins og hefur miklar mætur á Íslendingasögunum. Grett- is saga er í miklu uppáhaldi, enda var fyrsti hundurinn nefndur í höf- uðið á Gretti Ásmundarsyni. „Okkur dreymir um að heim- sækja Ísland einhverntíma. Þangað til það gerist erum við með hluta af Íslandi hjá okkur. Íslenska fjár- hundinn,“ segir Mariusz. Ljósmynd/Karolina Kardasz Hundaræktandi Mariusz Kopieccy í bakgarðinum á heimili sínu í Póllandi með íslensku fjárhundunum sínum. Ræktar íslenska fjár- hundinn í Póllandi  Mariusz Kopieccy er fyrsti ræktandinn í Austur-Evrópu  Las um íslenska fjárhundinn í bæklingi og heillaðist Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.