Fréttablaðið - 01.06.2019, Page 2

Fréttablaðið - 01.06.2019, Page 2
Veður Norðaustlæg átt 5-13 m/s, en heldur hvassara með suðaustur- ströndinni. Skýjað með köflum sunnan til á landinu og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Léttskýjað að mestu vestanlands, en skýjað og úrkomulítið norðaustan- og austanlands. SJÁ SÍÐU 48 Kræfir kassabílakappar Það var mikið um dýrðir þegar þessir kátu krakkar tóku þátt í kassabílarallíi nokkurra frístundaheimila í Reykjavík í gær. Áhorfendur skemmtu sér ekki síður vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÝÐHEILSA „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sam­ bandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtök in gagnr ý na umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ung­ menni geta unnið sér þar inn þátt­ tökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerð­ inni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileink­ uð Egils Gulli og samkvæmt For­ eldrasamtökunum var um áfeng­ isauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengisteg­ undum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja um­ gjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis­ og forvarnarmark­ mið íþróttahreyfingarinnar. Einn­ ig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir aug­ lýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátt­ taka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karla­ flokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaf lokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í bak­ sýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigur­ vegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþrótta­ móti þar sem börn eru þátttak­ endur eða að taka mynd af ung­ mennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í bak­ sýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skil­ yrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekk­ ert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. birnadrofn@frettabladid.is Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Forseti Golfsambands Íslands ver þá ákvörðun að halda mót styrkt af Öl- gerðinni undir merkjum Egils Gull. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum gagnrýndu GSÍ harðlega. Farið að lögum og reglum, segir forsetinn. Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða. Haukur Örn Birgis- son, forseti Golf- sambands Íslands 595 1000 Ítalía Lignano & Bibione 13. júní í 11 nætur Flug frá kr. 49.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Frá kr. 139.995 VOGAR Nágrannar fyrirhugaðs frisbívallar í Vogum á Vatnsleysu­ strönd óttast ónæði af honum. Málið var tekið fyrir í skipulags­ nefnd Voga sem samþykkti gerð vallarins. „ Nef nd i n sý n i r á hyg g ju m nágranna skilning en telur þó ólík­ legt að ágangur vegna vallarins valdi nágrönnum ónæði,“ bókaði nefndin. Mikilvægt sé að hvetja til notkunar almenningsrýma og hreyfingar. Þessu fylgi lítið rask og framkvæmdin afturkræf. – gar Óttast ónæði af frisbívelli Fleiri kassabílamyndir er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Frétta- blaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Keppt í folfi. NORDICPHOTOS/GETTY VINNUMARKAÐUR Icelandair sagði í gær upp 45 f lugmönnum. Í tilkynn­ ingu frá félaginu kom fram að um væri að ræða 21 nýliða. Þeir hefðu hafið störf sem f lugmenn á Boeing 737 MAX­vélum félagsins í sumar. Flugfélagið tilkynnti uppsagnirnar á fundi með hópi f lugmanna í þjálfun. Þá var einnig ráðningar­ samningum slitið við 24 f lugmenn sem hófu þjálfun á MAX­vélarnar síðasta haust. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að félagið gerir ekki ráð fyrir MAX­ vélunum í f lugáætlun sinni fyrr en um miðjan september næstkom­ andi, eins og fram kom í tilkynn­ ingu frá félaginu þann 24.  maí síðastliðinn. „Það er þungbært að þur fa að grípa til þessarar sársauka­ fullu aðgerðar en við teljum það nauðsynlegt í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem komnar eru upp vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX vélanna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjór i Icelandair Group, í tilkynningu. „Kyrrsetningin hefur talsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins og við verðum að leita allra leiða til að hagræða og draga úr kostn­ aði. Við vonumst þó til að geta gefið þessum f lugmönnum kost á starfi hjá fyrirtækinu á ný þegar undirbúningur fyrir næsta sumar fer af stað en það kemur betur í ljós þegar málin skýrast varðandi MAX­vélarnar.“ Icelandair mun bjóða aðstoð við atvinnuleit í samstarfi við ráðn­ ingastofu. – smj Flugmenn látnir fjúka Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -3 2 8 4 2 3 2 4 -3 1 4 8 2 3 2 4 -3 0 0 C 2 3 2 4 -2 E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.