Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 18

Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 18
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Bayern München Gömlu hundarnir Frank Ribery og Arjen Robben eru farnir og þýska stórveldið hefur verið á höttunum eftir Leroy Sane. Þá er talað um að Jerome Boa- teng muni fara sem og fleiri leikmenn sem eru komnir yfir þrítugt. Ferskari fætur eiga að sjá um að vinna dollunna heima fyrir og reyna gera atlögu að Meistaradeildarbikarnum. PSG Parísarliðið með Mbappe og Neymar hefur verið sorglega dapurt í Meistaradeildinni og það er bikar sem eig- endur liðsins vilja ná. Neymar er orðaður við endurkomu til Barcelona og jafn- vel Real Madrid og Mbappe talaði ansi frjálslega eftir að hann var kosinn sá besti í Frakk- landi. Ousmane Dembele og Nicolas Pepe hafa verið orð- aðir við liðið. Stóra peningasumarið Real Madrid Trúlega þarf heila blaðsíðu til að skrifa um hvað sé í vændum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane mun mæta með allt annað lið á næsta tímabili en trúlega er hann kominn með Eden Hazard frá Chelsea og hann mun ekki hætta þar. Ótrúlega margir leikmenn hafa verið orðaðir við liðið og nánast allir eru orð- aðir frá því. Nema Sergio Ramos og Raphael Varane. Þeir verða áfram. Aðrir eru nánast til sölu. Gareth Bale. FÓTBOLTI Líklegt er að Newcastle verði eitt af leiktækjum þeirra ofurríku innan skamms. Sheikh Khaled bin Zayed er sagður við það að kaupa félagið og miðað við frænda sinn hjá Manchester City er búist við að Newcastle muni blanda sér í baráttuna um 100 milljón punda leikmenn. New- castle er þó aðeins eitt af þeim liðum sem mun veifa veskinu í sumar. Real Madrid mun endur- nýja sína sveit, Bayern München sömuleiðis og þörf er á endurnýj- un á Old Trafford. Þá er Juventus í stjóraleit og nýr stjóri vill væntan- lega fá sína sveina, Manchester Fjölmörg stórlið í Evrópu munu vera með veskið á lofti í sumar. Töluverðar breytingar eru í farvatn- inu hjá merkilega mörgum liðum og þá á eftir að telja upp þau sem vilja leika við stóru strákana. Manchester United Ole Gunnar Solskjær er sagður ætla að hreinsa örlítið til. Nú þegar hefur hann sýnt að hann er óhræddur við breytingar og fyrirliðinn Antonio Valencia er farinn sem og Ander Herrera. Liðið er uppfullt af meðalmönnum sem Norðmaðurinn ætlar að losa sig við. Romelo Lukaku hefur verið orðaður við Inter og sagan endalausa um Paul Pogba til Real Madrid neitar að hverfa. Þá er búist við að leikmenn eins og Alexis Sanchez, Juan Mata, Andreas Pereira, Ashley Young og Nemanja Matic hverfi á braut. Hverjir koma í staðinn? Liðið hefur verið orðað við Gareth Bale og Toni Kroos, Aaron Wan-Bissaka, Declan Rice, Kalidou Koulibaly, Matt- hijs de Ligt, Jadon Sancho, Nicolas Pepe og Paulo Dybala svo nokkrir séu nefndir. Ole Gunnar Solskjær. Kylian Mbappé. Newcastle Orðaðir við flesta sem félögin vilja losna við. Það verða hreins- anir í Barcelona og á Old Trafford og nýr eigandi er sagður ætla að dæla ofboðslegum peningum í félagið til að koma þeim í efri hlutann. Tottenham Þeir geta ekki farið þriðja félagaskipta- gluggann í röð og kaupa hvorki einn né neinn. Munu trú- lega styrkja framlín- una og eru orðaðir við danska drenginn Andreas Skov Olsen meðal annars frá Nordsjælland. Mauricio Pochettino. Barcelona Það gustar um Börsunga en deildarmeistaratitillinn þykir heldur rýr uppskera. Frenkie de Jong kemur frá Ajax í sumar og félagið er einnig áhugasamt um Matthijs de Ligt – eins og öll önnur stórlið Evrópu. Þá er Antoine Griezmann líklega á leiðinni. Philippe Coutinho, Ivan Rakitic, Samuel Umtiti, Malcom og Andre Gomes eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir burt frá Barcelona. Antoine Griez- mann. Önnur lið líkleg til stórræðna Liverpool mun alltaf kaupa, það mun Manchester City líka gera. Everton situr á gullnámu og vill komast í leik við stóru strákana. Arsenal mun gera atlögu að Meistaradeildarsæti og þarf að fjárfesta til að svo geti gerst. Á Ítalíu mun AC Milan reyna sitt allra besta eftir að hafa misst af meistaradeildar- sæti eins og Roma. Það eru þó minni peningar til skiptanna á Ítalíu. Ensku liðin verða stór- tæk. City mun alltaf kaupa einhvern, það mun Liverpool gera líka og Barcelona ætlar að hreinsa smá af launareikningnum með því að fá að hreinsa örlítið til. PSG verður væntanlega stórtækt, Tottenham mun ekki fara þriðja gluggann í röð án þess að kaupa nokkurn mann og reyna á að reisa AC Milan aftur til fyrri tíma. Eina sem er vitað er að Chelsea verður rólegt enda í félaga- skiptabanni. Það er því ekki skrýtið að búist sé við að umboðsmenn verði í yfir- vinnu í allt sumar. Fyrir árið 2018 fengu umboðsmenn frá liðunum í ensku úrvalsdeildinni 211 milljón- ir punda sem gerir um 30 milljarða króna. Heildargreiðslur frá öllum deildum Englands til umboðs- manna námu 257 milljónum punda það árið. Evrópsku stórveldin í knattspyrnunni eyddu formúum síðasta sumar og útlit er fyrir að það sama verði upp á teningnum á komandi sumri. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -3 C 6 4 2 3 2 4 -3 B 2 8 2 3 2 4 -3 9 E C 2 3 2 4 -3 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.