Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 20

Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 20
F Ó T B O LT I L e i k m a n n a h ó p u r íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu fyrir næstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2020 var opinberaður í gær. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson fóru yfir mikilvægi leikjanna, eiginleika verðandi andstæðinga Íslands og leikmannahóp íslenska liðsins á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ. Þar var Hamrén tíðrætt um að hann gæti ekki lofað sex stigum en sagði að það væri klárlega stefnan og hann vildi að íslenska þjóðin sameinaðist um að skapa góða stemmingu sem myndi hjálpa við að sigla stigunum í land. Það voru enn um það bil 2.000 miðar á fyrri leikinn í þessum legg sem er gegn Albaníu og fram fer laugardaginn eftir slétta viku eða 8. júní og 1.500 miðar á seinni leikinn sem er gegn Tyrklandi. Þá eru sirka 200 ársmið- ar ósóttir á hvorn leik. Markmiðið að næla í sex stig Freyr segir Albani vera með þétt og vel skipulagt lið að ítalskri fyrirmynd en síðustu þrír þjálfarar liðsins hafa verið ítalskir. Christian Panucci var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap gegn Tyrklandi í síðustu umferð undankeppninnar en við kef linu tók samlandi hans Edoardo Reja sem er gamalreyndur þjálfari sem hefur þó enga reynslu af þjálfun landsliðs. Þetta sé lið sem hafi líkt og það íslenska náð góðum úrslitum síðustu árin þó gefið hafi á bátinn í viðureignum við sterka andstæðinga síðustu misserin. Tyrkland væri hins vegar að ganga í gegnum kynslóðaskipti og þetta lið sem íslenska liðið gjörþekkir, eftir að hafa leikið við það oft undanfarin ár, sé nokkuð breytt frá undankeppni HM 2018 þar sem Ísland vann sannfærandi sigur í fyrri leiknum á Laugar- dalsvellinum og steig stórt skref í átt að sæti í lokakeppninni með glæsilegum sigri í Eskisehir. Þessi kynslóðaskipti eru leidd áfram af Senol Günes sem stýrði liðinu áður frá 2000 til 2004 og nældi þá í bronsverðlaun bæði á heims- meistaramótinu árið 2002 og Álfu- keppninni árið eftir. Skorið niður um tvo leikmenn í vikunni Að þessu sinni voru valdir 25 leikmenn í hópinn en landsliðs- þjálfararnir voru í samskiptum við lækna hvað varðar stöðu mála hjá nokkrum leikmönnum í hádeginu í dag eða skömmu áður en hópurinn var tilkynntur með það í huga að fá grænt ljós á að þeir væru leikfærir. Var þar líklega um að ræða Kol- beinn Sigþórsson sem lítið hefur leikið með AIK í Svíþjóð en Hamrén segir hann leikfæran og Jón Daða Böðvarsson sem lék ekkert með Reading síðustu mánuði en hefur hafið æfingar og gæti verið í hópn- um í þessum mikilvægu leikjum. Þessir tveir leikmenn taka sæti Alfreðs Finnbogasonar sem verður fjarverandi í þessum verkefnum vegna meiðsla. Það var einnig athyglisvert að heyra að Hamrén var ekki eins stað- fastur og var mun loðnari í svörum þegar kom að því hver mun standa á milli stanganna í þessum leikjum. Hannes Þór Halldórsson var fyrsti kostur og Hamrén nánast staðfesti að hann yrði í markinu í undanfara fyrstu leikjanna í undankeppn- inni gegn Andorra og Frakklandi. Orð Hamrén á blaðamannafund- inum gætu hins vegar blásið von í brjóst Rúnars Alex Rúnarssonar og Ögmundar Kristinssonar um að fá traust þjálfarana og kallið í þessa leiki. hjorvaro@frettabladid.is Nokkrir leikmenn mæta í verkefnið með misalvarleg eymsli í farteskinu Fram undan eru lykilleikir í leiðangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í átt að öruggu sæti í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður víðs vegar um Evrópu sumarið 2020. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska liðsins, völdu 25 leikmenn í hópinn en það er spurning hvort sumir leikmannanna verði leikfærir þegar á hólminn verður komið. Erik Hamrén hélt hressilega tölu á blaðamannafundi sem haldinn var vegna leikja Íslands í undankeppni EM 2020 um miðjan júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Ísland fékk slæman skell þegar liðið mætti Spáni í gær í fyrri viðureign sinni í rimmu liðanna um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember síðar á þessu ári. Leikurinn í gær fór fram í Malaga á Spáni og úrslitin ráðast svo þegar liðin mætast í seinni leiknum í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn kemur. By rjunin var brösugleg hjá íslenska liðinu en leikmönnum gekk illa að skapa sér opin færi í uppstillt- um sóknarleik. Þegar glufa fannst á varnarleik Spánverja var gamla brýnið Silvia Navarro svo í bana- stuði í spænska markinu. Navarro varði um það bil sex skot á upphafs- mínútum leiksins og í kjölfarið á vörslum hennar brunuðu leikmenn Spánar í bakið á þeim íslensku og refsuðu þeim með mörkum. Þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 6-1 Spáni í vil og það blés ekki byrlega hjá lærimeyjum Axels Stefánssonar. Hann tók þá leikhlé og í slagtogi við Óskar Bjarna Óskarsson aðstoðar- mann sinn freistaði hann þess að stappa stálinu í leikmenn sína. Staðan versnaði hins vegar þrátt fyrir leiðbeiningar Axles og Óskars Bjarna og þeir brugðu á það ráð að taka annað leikhlé þegar tæpar 20 mínútur voru búnar. Þá var staðan 13-5 Spáni í vil og 5-1 vörn íslenska liðsins ansi götótt og þar af leiðandi lítil markvarsla hjá Hafdísi Renötu- dóttur. Elín Jóna Þorsteinsdóttir leysti hana af hólmi og kláraði fyrri hálfleikinn í marki Íslands. Spænsku leikmennirnir héldu áfram að leika á als oddi og mun- urinn í hálf leik var 14 mörk, 21-7 og útlitið vægast sagt  ansi svart í kvöldsólinni í Malaga. Þegar upp var staðið fór spænska liðið með níu marka sigur af hólmi. Íslenska liðið sýndi betri leik í seinni hálfleik og meiri kraftur var í sóknaraðgerðum liðsins, leikmenn komu sér í betri færi og skotin vandvirkari og hnit- miðaðri. Það er synd að leikmenn liðsins hafi ekki leikið af sama eld- móði allan leikinn. Þeir sýndu hvað í þeim býr á köflum í seinni hálfleik. Það er verkefni Axels og Óskars Bjarna að lyfta andanum hjá leik- mönnum íslenska liðsins, finna svör við spænska varnarleiknum og stoppa í götin í varnarleiknum. Þá þurfa leikmenn Íslands að berja í sig trú á verkefninu en það skorti tilfinnanlega sjálfsöryggi í aðgerðir þeirra í sóknarleiknum í gær. Eftir hæga en stöðuga fram- þróun síðustu ára eru það töluverð vonbrigði að  sjá hversu  mörgum sk ref u m a f t ar íslensk a liðið var því spænska í þessum leik. Nú er það íslensku leikmannanna að sýna það í verki í fimmtudaginn að þessi leikur hafi verið slys en ekki merki um gæðamuninn á liðunum. - hó Erfitt verkefni að snúa taflinu við Axel Stefánsson getur verið ánægður með íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FIMLEIKAR Heimsbikarmót Alþjóða- fimleikasambandsins hófst í Sló- veníu  á fimmtudaginn  var  með undanúrslitum á gólfi, bogahesti og hringjum. Alls voru 34 keppendur skráðir til keppni á gólfi og þar mátti sjá mörg fræg nöfn verðlaunahafa stórmóta undanfarin ár. Valgarð Reinhardsson stökk sig inn í úrslitin sem fram fara í dag og skildi hann meðal annars Evrópu- meistara á gólfi eftir. Valgarð er þar með annar fimleikamaðurinn til að komast í úrslit á heimsbikarmóti en einungis Rúnar Alexandersson hefur gert það. Valgarð er fyrsti fim- leikamaðurinn til að komast í úrslit á gólfi. Martin Bjarni Guðmundsson keppti einnig á gólfinu, en hann er að koma upp úr unglingaflokki og tekur sín fyrstu skref í fullorðins- flokki. Arnþór Daði Jónasson keppti á sínu öðru heimsbikarmóti á boga- hesti og sótti sér dýrmæta reynslu. Seinni undanúrslitadagur fór svo fram í gær, þar sem keppt var í stökki, tvíslá og svifrá.  Valgarð var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum í tvíslá en hann er í fyrsta varamannasætinu þar. Martin Bjarni Guðmundsson varð í 14. sæti á svifrá með glæsilegar æfingar. - hó Sögulegur árangur hjá Valgarði  Undankeppni HM 2019 Spánn 35-26 Ísland (21-7) Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefáns- dóttir 6, Karen Knútsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Eva Björk Davíðs- dóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2. Varin skot: Elín Jóna Þorsteins- dóttir 10 skot og Hafdís Renötu- dóttir 2 skot. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -5 0 2 4 2 3 2 4 -4 E E 8 2 3 2 4 -4 D A C 2 3 2 4 -4 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.