Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 27

Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 27
Boðnir verða til sölu 100.000.000 nýir hlutir í Marel, eða sem samsvarar um 15% af útgefnu hlutafé í félaginu. Þar af verða allt að 9.090.909 nýir hlutir gefnir út í tengslum við hefðbundinn valrétt til að mæta umframeftirspurn. Hlutafjárútboðið skiptist í: • Almennt hlutafjárútboð á Íslandi • Almennt hlutafjárútboð í Hollandi • Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði og eru allir hlutirnir í einum flokki. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er IS0000000388. Áskriftartímabil í hlutafjárútboðinu hófst 29. maí 2019 kl. 7:00 (GMT). Almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi lýkur 5. júní 2019 kl. 11:00 (GMT) og alþjóðlegu útboði til fagfjárfesta lýkur klukkan 15:30 (GMT) þann 6. júní 2019. Niðurstöður hlutafjárútboðsins verða birtar opinberlega í lok útboðstímabilsins sem er áætlað að verði þann 6. júní 2019. Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á leiðbeinandi verðbili frá 3,40 evrum allt að 3,90 evrum á hlut, en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið af Marel í lok útboðstímabilsins sem er áætlað að verði 6. júní 2019. Úthlutun til fjárfesta sem tekið hafa þátt í hlutafjárútboðinu verður ákveðin af Marel og mun eiga sér stað eftir að útboðstímabilinu lýkur. Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út í evrum hjá Euroclear í Hollandi. Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam til viðbótar við skráningu allra hluta í Marel á Aðalmarkað Nasdaq Ísland. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti (háð töku hlutanna til viðskipta í Euronext í Amsterdam) hefjist 7. júní og fyrsti dagur óskilyrtra viðskipta sé 12. júní 2019, sem er einnig sá dagur sem gert er ráð fyrir að hlutirnir verði teknir til viðskipta hjá Euronext í Amsterdam. Sjóðir á vegum Blackrock og Credit Suisse Asset Management (Switzerland) Ltd. hafa skuldbundið sig til áskriftar innan verðbilsins fyrir samanlagt allt að 102 milljónir evra sem hornsteinsfjárfestar. Heildarfjárhæð skuldbindinganna nemur um 26,2-28,6% af heildarfjölda hluta í útboðinu og 3,4-3,7% af útistandandi hlutafé eftir útboðið. Skuldbinding til áskriftar frá hornsteinsfjárfestum er háð endanlegu útboðsgengi að hámarki 3,90 evrur á hlut og hefðbundnum skilyrðum. Almennt hlutafjárútboð á Íslandi • Útboðstímabilið er frá kl. 7:00 (GMT) þann 29. maí 2019 til kl. 15:30 (GMT) þann 5. júní 2019. • Lágmarksáskrift í útboðinu er að kaupverði 1.000 evrur. • Allar áskriftir eru gerðar í evrum á útboðsgengi en allar greiðslur skulu fara fram í íslenskum krónum miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands þann 6. júní 2019. • Allir hlutir sem seldir verða í hlutafjárútboðinu verða gefnir út í evrum hjá Euroclear í Hollandi. • Skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu eru að hafa íslenska kennitölu og vera fjárráða. • Fjárfestar hafa heimild til að breyta eða hætta við áskriftir sínar á áskriftartímabilinu, en áskrift er bindandi í lok áskriftartímabils almenna hlutafjárútboðsins. • Tekið er við áskriftum á áskriftarvef útboðsins á útboðstímabilinu, www.arionbanki.is/utbod-marel og www.landsbankinn.is/utbod/marel Í útboðinu er forgangsúthlutun til almennra fjárfesta. Úthlutun til almennra fjárfesta verður forgangsraðað þannig að hverjum fjárfesti verður úthlutað 1.350 (eða færri) hlutum sem fjárfestir hefur skráð sig fyrir. Ef heildarfjöldi hluta sem almennir fjárfestar skrá sig fyrir fer umfram 10% af samanlögðum heildarfjölda hluta sem boðnir eru til sölu í útboðinu, að því gefnu að valréttur til að mæta umframeftirspurn verði ekki nýttur að neinu leyti, kann forgangsúthlutunin til almennra fjárfesta að lækka pro rata þannig að almennum fjárfesti verði úthlutað fyrstu 1.350 (eða færri) hlutum sem hann hefur skráð sig fyrir. Almennum fjárfestum getur því verið úthlutað færri hlutum en 1.350 hlutum (eða færri) sem þeir skrá sig fyrir. Nákvæmur fjöldi hluta sem úthlutað verður til almennra fjárfesta mun ráðast eftir að útboðstímabilinu lýkur sem er áætlað 6. júní 2019. marel.com Upplýsingar og aðstoð við áskriftir í almennu hlutafjárútboði á Íslandi Verðbréfaþjónusta Arion banka: s. 444 7000, marel-utbod@arionbanki.is kl. 9:00-16:00 alla virka daga Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans: s. 410 4040, radgjofvl@landsbankinn.is kl. 9:15-16:00 alla virka daga Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019. Lýsingin er eingöngu birt á ensku en samantekt lýsingarinnar hefur verið þýdd á íslensku. Í 12 mánuði frá birtingu lýsingarinnar má nálgast hana á vef Marel, www.marel.com/listing/prospectus, auk þess sem fjárfestar geta nálgast útprentuð eintök sér að kostnaðarlausu hjá Marel, Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. Hlutafjárútboð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -6 3 E 4 2 3 2 4 -6 2 A 8 2 3 2 4 -6 1 6 C 2 3 2 4 -6 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.