Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 40
SLÖKKVILIÐSMENN ÓSKAST Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir tveimur slökkviliðs- mönnum til þess að vinna í útkallsliði á dagvinnutíma. Um framtíðarstörf er að ræða og munu þeir sem ráðnir eru fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur. Starfsmenn slökkviliðsins þurfa að vera tilbúnir til þess að taka að sér ýmis störf tengd starfsemi slökkviliðsins auk þess að starfa á útkallssviði. Aðalstarfsstöð þeirra sem ráðnir verða er á Selfossi en starfssvæði slökkviliðsins er öll Árnessýsla. Umsóknir berist: Rafrænt á ba@babubabu.is Í blaðaformi í afgreiðslu Brunavarna Árnessýslu, Árvegi 1 á Selfossi, á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. Sjá nánar á heimasíðu Brunavarna Árnessýslu babubabu.is og Fésbókarsíðu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki Laus störf Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir laus störf yfirhjúkrunarfræðings svæðis og yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslu á Sauðárkróki. Um er að ræða 100% stöður sem veittar eru frá 1. október 2019. Upptökusvæði HSN Sauðárkróki er Skagafjörður, utan Fljóta. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Sótt er um rafrænt á www.starfatorg.is eða www.hsn.is (laus störf). Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimiluð á vinnutíma innan HSN. Gildi HSN eru - fagmennska, samvinna, virðing. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2019 Yfirhjúkrunarfræðingur svæðis Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Helstu verkefni og ábyrgð • Er yfirmaður hjúkrunar á starfsstöð HSN á Sauðárkróki og annarrar stoðstarfsemi samkvæmt skipuriti • Hefur yfirumsjón með gæðamálum, ráðningum og þjálfun starfsmanna og sinnir skyldum verkefnum • Stuðlar að þekkingarþróun í hjúkrun með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður • Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur • Tryggir að rekstur og starfsmannamál séu í samræmi við fjárhagsáætlun • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, þróun þjónustu og stjórnun verkefna á starfsstöðinni og þvert á stofnun • Er með svæðisumsjón • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu Hæfnikröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun • Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda, viðskiptafræði eða stjórnunar æskileg • Reynsla af stjórnun er æskileg • Góð tölvukunnátta æskileg • Framúrskarandi samskiptahæfni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri Nánari upplýsingar veita Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar - gudnyf@hsn.is – s. 432 4030 Bryndís Lilja Hallsdóttir, mannauðsstjóri - bryndis.lilja.hallsdottir@hsn.is – s. 432 4050 Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Næsti yfirmaður er yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Sauðárkróki. Helstu verkefni og ábyrgð • Ber faglega, rekstrarlega og stjórnunarlega ábyrgð • Skipulagning og stjórnun hjúkrunarþjónustu og þátttaka í klínísku starfi • Ber ábyrgð á starfsmannahaldi heilsugæslunnar í samvinnu við yfirmann • Er ábyrgur fyrir gæðaþróun á sínu sviði og í samræmi við stefnu stofnunarinnar • Tekur þátt í gerð áætlana fyrir heilsugæsluna • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, skipulagningu og þróun þjónustu og verkefnum þvert á stofnunina. Hæfnikröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg • Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda eða stjórnunar æskileg • Góð tölvukunnátta æskileg • Jákvæðni, sveigjanleiki og góð samskiptahæfni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri Nánari upplýsingar veita Herdís Klausen, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis - herdis.klausen@hsn.is – s. 455 4011 Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar – gudny.fridriksdottir@hsn.is – s. 432 4030 Starfsfólk óskast! Óskum eftir starfsfólki í almenna iðnaðarvinnu. Góð laun og fríðindi í boði. Ekki yngri en 18 ára . Upplýsingar í síma 892 0378. Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin stendur á tímamótum vegna aukinna verkefna og eftirspurnar eftir þjónustu og leitar að öflugum sérfræðingum til starfa. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Sérfræðingur á ráðgjafar- og fræðslusvið • Sérfræðingur á meðferðar- og fóstursvið • Tvær stöður sálfræðinga á Stuðlum • Staða teymisstjóra í MST • Sálfræðingar / félagsráðgjafar í stöður tveggja MST-þerapista Upplýsingar um störfin og kröfur til umsækjenda má finna á Starfatorgi, www.starfatorg.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og við- komandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Sigurjóns- dóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, í síma 530-2600 eða gudruns@bvs.is. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma. Viltu minni tíma í umferðinni og meiri tíma með fjölskyldunni? Norðurland vestra nær frá Hrútafirði í vestri yfir í Skaga- fjörð í austri. Þar er að finna fjölskylduvæn samfélög í nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er fjölbreytt og menningarlífið gróskumikið. Hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Starfsfólk óskast í fjölbreytt störf á Norðurlandi vestra Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er að finna upplýsingar um áhugaverð störf í boði í landshlutanum: www.ssnv.is 2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -A 4 1 4 2 3 2 4 -A 2 D 8 2 3 2 4 -A 1 9 C 2 3 2 4 -A 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.