Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 52
Skólastjóri - Vogaskóli Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Vogaskóla. Vogaskóli er heildstæður grunnskóli með um 320 nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með ein- hverfu. Skólinn er staðsettur í nálægð við Laugardalinn og er einn af eldri skólum borgarinnar, stofnaður árið 1958. Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og ábyrgð. Unnið er eftir hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar og mikil áhersla er á vellíðan og velferð nemenda og starfsfólks. Á vorönn 2019 fékk skólinn minningarverðlaun Arthurs Morthens fyrir starf í anda stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í skólanum er unnið að markmiðum heilsueflandi grunnskóla og áhersla á græn skref. Skólinn hefur vel menntað, áhugasamt og öflugt starfsfólk. Gott samstarf er við foreldrafélagið, frístundaheimilið Vogasel, félagsmiðstöðina Buskann og grenndarsamfélagið. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Helstu verkefni og ábyrgð • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðal- námskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutil- högun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Hæfniskröfur • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða stjórnunarreynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is STUTT STARFSLÝSING Vinna við viðgerðir á bifreiðum Greina bilanir Þjónusta bifreiðar BIFVÉLAVIRKI óskast á nýtt FORD atvinnubílaverkstæði HÆFNISKRÖFUR Sveinspróf í bifvélavirkjun Gilt bílpróf Stundvísi Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Góð þjónustulund Vinnutími mán-fim 8.00-17.15 og föstudaga 8.00-16.15. Sæktu um á brimborg.is fyrir 8. júní næstkomandi. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Brimborg óskar eftir að ráða öfluga bifvélavirkja á nýtt atvinnubílaverkstæði Ford að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Komdu í góðan og samheldinn hóp fagmanna í framúrskarandi vinnuumhverfi. Brimborg er í hópi stærstu og mest vaxandi bílaumboða landsins þar sem fást nýir og notaðir bílar frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot auk Volvo vörubíla, vinnuvéla, hóp- ferðabíla og bátavéla. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla og tæki og kappkostar að veita þar framúrskarandi þjónustu. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem hægt er að leigja bíla til styttri eða lengri tíma. Bifvélavirki_Ford Transit_4x20 atvinnuaugl 20190527.indd 1 31/05/2019 14:10 Job.is Þú finnur draumastarfið á Job.is GLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Kennsla Þú finnur draumastarfið á Iðnaðarmenn Þú finnur draumastarfið á Heilbrigðisþjónusta Veitingastaðir 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -9 A 3 4 2 3 2 4 -9 8 F 8 2 3 2 4 -9 7 B C 2 3 2 4 -9 6 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.