Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 69
Það er alltaf
mikið líf og fjör
á Grandagarði
þegar Hátíð
hafsins stendur
yfir en hún er
um helgina.
Hátíð hafsins fer fram um helgina og verður margt um dýrðir á Grandanum.
Hátíðin samanstendur af tveimur
hátíðardögum, Hafnardeginum
sem haldinn er í dag og sjómanna-
deginum á morgun.
Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu,
um gömlu höfnina, út á Granda-
garð og að HB Granda. Hátíðar-
svæðið verður opið kl. 12-17 í dag og
morgun við Grandagarð. Útisvið á
Grandagarði verður með skipu-
lögðum viðburðum kl. 13-17, bæði
laugardag og sunnudag. Hátíðar-
svæðið við HB Granda verður opið
á morgun kl. 13-17 en skipulagðir
viðburðir á sviði verða kl. 14-16.
Skemmtidagskrá í dag er fjöl-
breytt, meðal annars kemur
sjóræningi, Ronja ræningjadóttir
tekur lagið en Örn Árnason er
kynnir hátíðarinnar í dag. Það eru
margir skemmtilegir matsölustaðir
á Grandanum og fólk getur notið
góðra veitinga á þeim.
Hátíð hafsins um helgina
Grindavík breytist í litríkan bæ.
Sjómanna- og fjölskylduhátíð-in Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein
skemmtilegasta og fjölbreytt-
asta bæjarhátíð landsins. Hátíðin
verður um helgina og lýkur á
sjómannadeginum á morgun með
hátíðarhöldum í tilefni dagsins.
Dagskrá hátíðarinnar er fjöl-
breytt og fjölmargt í boði fyrir
alla aldurs hópa. Sjóarinn síkáti er
fjölskyldu hátíð þar sem ungir sem
aldnir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi frá morgni til kvölds. Íbúar
hafa verið iðnir við að skreyta
götur og hús í litum hverfa. Farin
er Litaskrúð ganga sem markar
upphaf hátíðarhaldanna niður að
hátíðarsvæðinu við Hafnargötu.
Íbúar og gestir taka þátt í fjölda-
söng. Í dag verður boðið upp á
fjölbreytta barnadagskrá.
Hægt er að fara í skemmti-
siglingu, fjöldi leiktækja eru í boði
fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá
sem vilja. Tónleikar og viðburðir
eru á veit ingastöðum bæjarins og
á hátíðar sviðinu verður fjölbreytt
dagskrá fyrir börn á öllum aldri
sem þeir Gunni og Felix sjá um að
kynna.
Á morgun einkennist dagurinn
af hátíðarhöldum sjómanna-
dagsins, til heiðurs sjómönnum og
fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa
verður í Grindavíkurkirkju þaðan
sem gengið verður í Sjómanna-
garðinn þar sem krans verður
lagður að minnisvarðanum Von.
Þaðan liggur leiðin að hátíðar-
svæðinu og eftir athöfn þar hefst
fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki,
andlitsmálning, fiskabúr með
nytjafiskum og furðufiskum.
Sjóarinn síkáti
í Grindavík
Það verður margt um að vera á
Akureyri um helgina.
Sjómannadeginum er fagnað á Akureyri og í Hrísey á form-legan hátt. Settur er krans við
minnismerki sjómanna, guðs-
þjónustur helgaðar sjómönnum og
siglt um Eyjafjörðinn. Í dag verður
sjómannadagsskemmtun fyrir alla
fjölskylduna á útivistarsvæðinu að
Hömrum. Hoppukastalar, grillaðar
pylsur, dagskrá á sviði, rafmagns-
bílar fyrir krakkana, smábátar
á tjörnunum, hjólabílar, þrauta-
keppni og margt fleira.
Á morgun verður sjómannadags-
messa í Glerárkirkju kl. 11 og að
henni lokinni verður lagður blóm-
sveigur að minnisvarða um týnda
og drukknaða sjómenn.
Kl. 13 sigla Húni II og fleiri bátar
frá Torfunefsbryggju að Sand-
gerðisbót þar sem bátar safnast
saman. Hópsigling um Pollinn.
Allir velkomnir í siglingu.
Félagar í Siglingaklúbbnum
Nökkva sigla seglum þöndum.
Enginn aðgangseyrir og allir vel-
komnir.
Hátíð á Akureyri
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð
í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir,
skipstjórnarmenn
og sjómenn.
Á síðustu 30 árum hefur Hampiðjan
framleitt og selt yfir þúsund Gloríur
til útgerða í 28 löndum.
sem bylti
flottrollsveiðum
– veiðarfæri eru okkar fag
GLORÍAN
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 1 . J Ú N Í 2 0 1 9
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
4
-9
5
4
4
2
3
2
4
-9
4
0
8
2
3
2
4
-9
2
C
C
2
3
2
4
-9
1
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K