Fréttablaðið - 01.06.2019, Page 76

Fréttablaðið - 01.06.2019, Page 76
4 RÁÐGJAFAR STARFA Í FORELDRAHÚSI OG TVEIR ÞEIRRA ERU Í HLUTASTARFI. Runninn er upp tími sumarfría. Unglingar þurfa nú að finna sér eitthvað annað við tímann að gera en að sitja á skólabekk. Sumarið er tími ævintýra, tilrauna og áhyggjuleysis. Þetta er tíminn þegar margir unglingar prófa fyrst að drekka og jafnvel fíkniefni. Sumarið er rólegur tími hjá For- eldrahúsi, samtök sem hafa sinnt for- vörnum og aðstoðað foreldra ungl- inga í neyslu síðastliðna þrjá áratugi. „Þau koma í ágúst, þá byrjar ballið. Það verður allt brjálað að gera hjá okkur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Elísabet Lorange listmeðferðar- fræðingur. Berglind Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Foreldrahúss, segir það algengt mynstur að foreldrar komist ekki að vímuefnaneyslu unglinga fyrr en skólinn byrjar aftur. „Þegar skólinn byrjar þá sýna krakkarnir minni áhuga, það er erf- Það eru allir svo slakir á sumrin Hvaða barn sem er getur lent í klóm fíkniefna. Yfirleitt byrjar neyslan að sumri til og kemur ekki upp á yfirborðið fyrr en um haustið. Ráðgjafar hjá Foreldrahúsi segja best að grípa inn í sem fyrst og vilja að foreldrar þekki viðvörunarbjöllurnar. Merki um að ungl- ingur gæti verið að byrja í neyslu l Mætir sjaldan heim í kvöld- mat, sjaldnar en þrisvar í viku. l Ný nöfn á vinum sem for- eldrar kannast ekki við. l Minni þátttaka í heimilislífinu. l Vilja vera ein heima í stað þess að fara í ferðalög. l Flosna upp úr íþróttum og tómstundum. l Lélegri umhirða. l Spenna í samskiptum foreldra og barna. itt að vekja þau. Það eru komnir nýir félagar. Þau vilja hætta í íþróttum eða áhugamálum og þau skrópa í skólanum. Síðan finnst efni. Þetta er takturinn.“ Um haustið getur þá komið í ljós að barnið hefur verið í neyslu allt sumarið. „Foreldrar taka fyrst eftir breyttri hegðun, en tengja það ekki við neyslu. Svo átta þau sig oft á þessu eftir að það finnst efni, eða ef það gerist eitthvað,“ segir Berglind. Oft getur það verið að lögreglan hefur afskipti af unglingnum, einn- ig eru dæmi um að neysla hafi komið í ljós eftir að unglingur hefur farið í geðrof. „Sumarið er yfirleitt tíminn sem þau byrja,“ segir Elísabet. „Við viljum geta gripið inn í um leið, helst áður, á veturna erum við oft að fá inn mál sem hafa grasserað í marga mánuði.“ Ástæðurnar fyrir því eru marg- víslegar. „Það eru allir svo slakir á sumrin. Það er lengri útivistartími og foreldrar í vinnu vita kannski ekki alltaf hvað unglingarnir eru að gera á daginn,“ segir Berglind. „Svo má ekki gleyma útihátíðunum. Secret Solstice, 17. júní, Menningar- nótt að ógleymdri verslunarmanna- helginni.“ Hætta að koma heim í mat Að beiðni Fréttablaðsins tóku þær Berglind og Elísabet saman nokkur atriði sem benda til þess að barn gæti verið að feta hættulegar brautir. Þessi atriði byggja á áratugalangri reynslu, þau eru ekki algild þar sem leiðin út í neyslu er ávallt persónubundin. Eitt fyrsta merkið er þegar barn hættir að koma heim á matmáls- tíma. „Það á að vera regla á heimilinu að allir borði saman á kvöldin. Það er mikilvægur hluti af eftirlitinu,“ segir Berglind. „Það eru hins vegar dæmi um að unglingar byrji snemma á morgnana að reykja gras og eru þá orðin sæmileg þegar þau mæta í kvöldmatinn.“ Það koma til sögunnar ný nöfn sem eru þá hluti af nýjum vinahópi. „Unglingurinn sækir frekar út á við og reynir að koma sér undan því að vera með fjölskyldunni. Foreldrar treysta unglingnum sínum, og þá er þeim leyft að sleppa, til dæmis að fara með í ferðalög,“ segir Berglind. „Oft sækjast unglingar eftir því að vera í eftirlitsleysi heima, það er þá glugginn í að gera eitthvað. Foreldrar skynja oft að það er eitthvað í gangi en átta sig ekki á hversu alvarlegt það er. Stundum eru einkennin kölluð unglingaveiki, en „unglingaveikin“ er frekar aukin viðkvæmni. Þetta er mun ýktara þegar neysla er í spilinu.“ Fikti og neyslu fylgir oft áhugaleysi ásamt hirðuleysi. „Foreldrar líta oft á þetta sem eðlilegan hluta af ungl- ingsárunum. En þá er gott að ræða hvers vegna, til dæmis hvort eitthvað hafi komið upp á í íþróttafélaginu. Einnig að spyrja hvar barnið hafi verið yfir daginn.“ Segir Berglind það algengt að unglingar hópist saman í neyslu. „Yfirleitt hópast þau saman yfir daginn, kannski í heimahúsi eða á stöðum eins og Stjörnutorgi í Kringlunni. Fara svo í strætó eitthvað annað til að verða sér úti um efni eða landa. Við köllum þetta „lausagang unglinga“. Samvera og samræður með unglingnum skipta miklu máli. Áfengisneysla og reyk ingar meðal unglinga hafa dregist veru- lega saman síðustu ár. Samkvæmt tölum Rannsóknar og greiningar frá því í fyrra hafa 8 prósent barna í 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu prófað að reykja marijúana og tvö prósent amfetamín. Talsverð aukn- ing hefur orðið á notkun tóbaks í vör að ógleymdum rafrettum. Um er að ræða börn allt niður í 12 ára. „Stundum byrja þau snemma. Geta ekki beðið eftir því að verða fullorð- in. Stundum prófa þau ekkert fyrr en þau eru komin upp í menntaskóla,“ segir Berglind. Neyslan er ekki einskorðuð við stétt, hverfi eða persónuleika barna. „Langt í frá. Þetta eru börn frá venju- legum heimilum. Reyndar eru fæstir sem leita til okkar í einhverjum félagslegum vanda. Þetta eru oftast vel upp alin börn með vel menntaða foreldra,“ segir Berglind. „Það sem börnin eiga f lest sameiginlegt er tengslarof í einhverri mynd.“ Algengt mynstur er að foreldrum hefur láðst að halda vel utan um barnið þegar það er á aldrinum 10 til 12 ára. „Þau eru svo sjálfbjarga. Þau eru yndisleg, góð og hlýðin. Þá eiga foreldrar það til að slaka á,“ segir Berglind. Þegar kemur á unglings- aldurinn þá er hættan sú að barnið tekur lítið mark á kröfum um að taka þátt í heimilislífi eða segja hvað það var að gera. „Þá kemur þetta í bakið á foreldrum. Við heyrum svo oft frá foreldrum barna í vanda að þau hafi alltaf verið svo góð. Þá þýðir það gjarnan lítil afskipti. Slakinn var bara of mikill.“ Elísabet segir að tengslaleysi skap- ist oft vegna þess að það var of mikið að gera. „Forgangsröðunin er oft kol- vitlaus. Vinnan, jafnvel golfið, fram yfir barnið. Fólk fattar þetta samt oftast þegar það segir þetta upphátt.“ Merkin alltaf til staðar Það er allur gangur á því hvernig for- eldrar uppgötva að börnin þeirra séu í neyslu. „Merkin eru alltaf til staðar, en foreldrarnir átta sig iðulega ekki á þeim fyrr en eftir á,“ segir Bergl- ind. „Oftast er mikið búið að ganga á, f lest eitthvað sem foreldrið veit ekkert af, áður en þetta kemur upp á yfirborðið. Flestir foreldrar sem koma til okkar eru í áfalli, þeir sem eru búnir að finna efni og eru að átta sig á hvað er búið að vera í gangi.“ Þær fá ýmisleg svör þegar þær spyrja unglinga hvað drífur þá áfram í neyslu. „Það sem við sjáum sameiginlegt er tengslarof í einhverri mynd,“ segir Berglind. „Þau hafa tapað tengslum við foreldra, vini, hafa flutt milli hverfa eða skóla. Það hefur eitthvað komið upp, eitthvað rof sem fær þau til að leita annað. Og hvert leita þau? Þau leita til ann- arra í sömu sporum. Þetta er oft óyrt tenging, þau bara finna það.“ Ferlið, líkt og hegðun unglinga, hefur lítið breyst á síðustu ára- tugum. Nú er hins vegar spilar netið inn í. Auðveldar það bæði að mynda tengingar við aðra, en einnig hefur það gert unglingum auðveldara fyrir að nálgast fíkniefni. „Ein stelpa sagði mér að hún fyndi fyrir svo mikilli vellíðan í neyslu. Hún fann fyrir minni kvíða og fannst hún geta betur tekist á við lífið. Þetta er bleika skýið,“ segir Elísabet. „Síðan þegar þetta hefur snúist upp í andhverfu sína er svo erfitt að segja skilið við þetta. Líkaminn er orðinn háður efnunum og þau vilja ekki sleppa nýju vinunum.“ Þó að útlitið sé svart er alltaf hægt að koma einstakling úr vanda. Starfsmenn Foreldrahúss, líkt og annarra samtaka, hafa komið ótal börnum úr vanda. Elísabet segir að reynslan sýni að best sé að mynda tengsl til að fylla upp í það tengslarof sem varð og leyfa barninu sjálfu að átta sig á hvað sé best í stöðunni. „Ef þeim er bannað að hitta nýju vinina er hætta á að barnið láti sig hverfa. Það er betra að bjóða þeim einfaldlega í mat,“ segir Elísabet. „Svo er alltaf best að ræða málið í þaula. Það á bæði við um neyslu en líka hegðunarvandamál. Það má alveg fara í heimspekilegar rök- ræður um hvað þau segja og gera á Insta gram.“ Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is Samtökin eru nú til húsa í Bláu húsunum í Faxafeni en munu missa húsnæðið á næstunni. Stefna þau nú á fjáröflun bráðlega til að geta keypt sér nýtt húsnæði. Hjálparsími hússins hefur verið opinn frá 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -5 0 2 4 2 3 2 4 -4 E E 8 2 3 2 4 -4 D A C 2 3 2 4 -4 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.