Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2019, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 01.06.2019, Qupperneq 78
124 leikir hafa verið spil- aðir í Meistaradeildinni. 364 mörk hafa verið skoruð. 2,94 mörk að meðaltali. 65 mörk komu á 76.-90. mínútu. 22 mörk hafa Liverpool skorað. 22 sinnum hefur Sadio Mane brotið af sér – oftast af öllum. 5 lið hafa unnið allar Evrópukeppnir. Tottenham getur orðið það sjötta. 4 sinnum hafa bæði lið tapað í Meistaradeildinni. 6 sinnum hafa lið frá sama landi mæst í úr- slitaleiknum. 7 lið frá Eng- landi hafa komist í úrslitaleik inn. Tottenham er það áttunda. 170 sinn- um hafa liðin mæst í öllum keppnum. Liver- pool hefur unnið 79 gegn 48 sigrum Tottenham. 43 sinnum hefur leikur endað með jafntefli. 1982 mættust liðin í úrslitaleik í deildar- bikarnum á Wembley. Liverpool vann þann leik 3:1. 19 sinnum tapaði Tottenham í ár. 12 stoðsendingar gaf Trent Alex- ander-Arnold í ensku deildinni í vetur. Það mesta sem varnamaður hefur gefið á einu tíma- bili. 6 fyrrverandi leik-menn Southamp- ton gætu spilað leikinn. Paulo Gazzaniga, Victor Wanyama, Dejan Lovren, Virgil van Dijk, Sadio Mané og Adam Lallana. Salah fær ljón að launum frá Mane Sadio Mane hefur ákveðið að gefa Mo Salah ljón skori hann í úrslita- leiknum. Senegalinn Sadio Mane og Egyptinn Mo Salah hafa verið tveir af betri mönnum Liverpool í allan vetur. Senegalinn hefur sagt að ef Salah skori mark verði hann að fara með sig til píramídanna. En ef Mane skori fái Salah nýtt gæludýr. „Ef ég skora mun ég gefa honum ljón,“ sagði Mane í viðtali við OurAfricanFootball. com. Framlína Liverpool, Salah og Mane ásamt Bobby Firmino hefur skorað 12 sinnum í Meistara- deildinni í vetur. Jafn mörg mörk og Lionel Messi. Mane hefur skorað 13 mörk í síðustu 16 leikjum Liverpool. Pressan er öll á Liverpool Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram í dag en hann er af mörgum talinn stærsti knattspyrnuleikur hvers árs. Liver- pool getur bætt sínum sjötta titli í safnið á meðan Tottenham leitar eftir sínum fyrsta. LEIKVANGURINN Ef einhver hefði sagt við mig í upphafi tíma­bilsins: Tottenham á eftir að tapa 19 leikj­um í ár en samt vinna Meistaradeildina hefði ég hent viðkomandi út,“ sagði Graeme Souness, knattspyrnu­ sérfræðingur BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool. Margir geta tekið undir þau orð. Það bjuggust fáir við að Totten­ ham myndi enda í úrslitaleiknum en liðið er komið þangað og á raunhæfa möguleika á að lyfta bikarnum með stóru eyrun. Bikarnum sem alla dreymir um, sjálfum Meistaradeildar­ bikarnum. Souness telur þó að Liver­ pool­menn séu sigurstranglegri, en í fótbolta sé alltaf möguleiki. Það geri íþróttina að þeirri bestu í heimi. „Liverpool hefur betri hóp og betri leikmenn. Í átta af hverjum 10 leikjum vinnur liðið sem hefur betri mannskap. Auð­ vitað á Totten ham möguleika en ég tel að þetta sé 60/40 fyrir Liver­ pool,“ bætti Sounees við. Mauricio Pochettino, knatt­ spyrnustjóri Tottenham, sagðist í viðtölum í vikunni vera að æfa andlega þáttinn sérstaklega þar sem tilfinningar geta skorið úr um sigurvegara að hans mati. Tottenham hefur aldrei spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Liverpool, bæði félagið og leik­ mennirnir, þekkja það svið. „Þetta snýst mikið um tilfinningar. Fót­ bolti er samhengi af tilfinningum. Leikurinn verður ekki um mig gegn Klopp eða taktíkina heldur um tilfinningar sem leikmenn upplifa. Það lið sem ræður betur við sínar tilfinningar mun verða skrefi nær titlinum.“ Annar knattspyrnuspekingur, Jamie Carragher, settist niður með Anfield Wrap í vikunni en hann segir að þessi langa bið eftir úrslitaleiknum henti Tottenham betur. „Enginn hefur getað útskýrt það fyrir mér af hverju úrslita­ leikurinn er þremur vikum eftir að deildinni lauk. Ég held að það henti Tottenham betur því þeir hafa verið að bíða eftir Harry Kane,“ sagði varnarjaxlinn fyrr­ verandi. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Imagine Dragons byrjar partíið Hljómsveitin Imagine Dra- gons mun keyra upp stuðið fyrir leik í boði Pepsi. Lögin Believer, Radio active og Thunder hafa skilað þeim Grammy-verð- launum og er sjón- varpsframleiðslan nokkuð sem hefur aldrei verið gert áður samkvæmt fréttum UEFA. Að minnsta kosti ekki í Evrópu segir á vef UEFA. Kalla eftir fleiri miðum Tottenham og Liverpool fengu 16.613 miða hvort félag eða rúmlega helming af miðunum sem í boði eru á úrslitaleikinn. Þeir vilja meira og hafa sent neyðaróp til stuðnings- aðila. Stuðningsmönnum liðanna finnst súrt að fá ekki fleiri miða og hafa stuðningsmannafélög beðið stuðningsaðila að láta eftir miðana sína fyrir alvöru stuðningsmenn. „Við biðjum Nissan, Playstation, Gazprom, PepsiCo, Banco Santander, Mastercard, Heineken og Expedia Group að skila inn miðum svo fleiri alvöru stuðnings- menn geti séð þennan leik,“ segir í sameiginlegri yfir- lýsingu. „Margir hafa fylgt liðunum sínum frá upphafi tímabilsins en missa nú af stærsta leik ársins,“ segir enn fremur. Fimm stuðningsmenn Liverpool og þrír frá Tottenham hafa verið gripnir við að endurselja miðana sína og gætu fengið lífstíðarbann frá völlum síns liðs sem refsingu. Miðarnir á úrslitaleikinn fara á allt að 4.500 pund, um 790 þúsund krónur. Skomina með völdin á vellinum Dómari leiksins verður Sló- veninn Damir Skomina sem Íslendingar kannast ágætlega við en hann dæmdi viðureign Íslands og Englands á EM 2016 sællar minningar. Hol- lendingurinn Danny Makkelie verður á skjánum og passar upp á VAR- dóm- gæsluna. Mo Salah Fæddur: 15. júní 1992 Hæð: 175 cm Númer: 11 Mörk: 4 n Salah hefur skorað tvisvar áður gegn Tottenham í Evrópukeppni. Einu sinni með Basel og einu sinni með Fiorentina. Harry Kane Fæddur: 28. júlí 1993 Hæð: 188 cm Númer: 10 Mörk: 5 n Þetta verður 50. Evrópuleikur Kanes. Hann hefur ekki spilað síðan hann var straujaður gegn Man. City. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -6 3 E 4 2 3 2 4 -6 2 A 8 2 3 2 4 -6 1 6 C 2 3 2 4 -6 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.