Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 98

Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 98
annars færir á mis við inni í eigin ramma,“ segir Björn Jörundur. Síðast stóð hann á leiksviði í Gull­ eyjunni sem sýnd var í Borgarleik­ húsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. „Það gætu verið fimm á síðan, það er bara enginn að telja,“ segir hann léttur. „Ég hlakka til að vinna með Ragn­ hildi, hún er húmoristi og kjölfestu­ listamaður í samfélaginu. Ég eins og aðrir er alinn upp við tónlist Queen en hef ekki skráð mig í neinn aðdá­ endaklúbb enn þá, best að gera það strax eftir helgi,“ bætir hann við. Ragga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau vinni saman. „Við Bjössi þekkjumst vel en höfum ekki unnið saman fyrr. Hann er einn skemmti­ legasti maður á Íslandi svo mikið er víst. Það hatar enginn að hlæja með honum. Ég hef ekki misst af þessari tón­ list frekar en annað fólk í heiminum en hef satt að segja ekki legið yfir henni. Nú er komið að því hjá mér, sem sagt stuð fram undan! Ég verð þessi með Queen­lögin í karókíinu.“ Þá segir hún að söngvarar þurfi að vera í góðu formi til að syngja lögin sem Queen gerði fræg. „Ég held áfram að hlaupa, teygja og æfa tennis, það er gaman. Ég kannski finn einhverja viðbót við það í til­ efni þessa verkefnis. Bogfimi? Væri það eitthvað?“ Prufur fyrir kór og dansara fara fram þann 5. júní og fyrir önnur hlutverk 6. júní. Allar frekari upp­ lýsingar um áheyrnarprufurnar verður að finna á Facebook­síðu söngleiksins: „We will rock you – Ísland“. benediktboas@frettabladid.is ÉG HEF EKKI MISST AF ÞESSARI TÓNLIST FREKAR EN ANNAÐ FÓLK Í HEIMINUM EN HEF SATT AÐ SEGJA EKKI LEGIÐ YFIR HENNI. NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ HJÁ MÉR. Ragnhildur GísladóttirTónlistin er kraftmikil og f lott og það verður spennandi að f lytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói. Söngleikurinn er eins og f lestir vita gerður úr lögum hljómsveit­ arinnar Queen sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu miss­ eri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Listrænir stjórnendur verða þau Vignir Rafn Valþórsson sem mun leikstýra, Karl Olgeirsson er titlaður tónlistarstjóri og Chan­ telle Carey er danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er í höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson. Ragga fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur. „Mér var boðið að vera með og tímasetningin hentaði heppilega inn í dagskrána hjá mér. Einnig er hollt fyrir mann að taka svona tarnir til að vinna með fólki sem þú We Will Rock You á svið í Háskólabíói Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst. Söng- leikurinn var saminn af Ben Elton í sam- starfi við hljómsveitina Queen. Þau Björn Jörundur og Ragga Gísla þenja raddböndin í anda Freddy Mercury, forsprakka Queen. Björn Jörundur og Ragnhildur Gísladóttir snúa bökum saman í fyrsta sinn þótt þau hafi þekkst lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Chantelle Carey danshöfundur, Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri eru listrænir stjórnendur sýningarinnar. Queen Hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1971 og var skipuð þeim Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Freddie Mercury. Tveimur árum síðar skrifuðu liðsmenn sveitarinnar undir samning við útgáfufélagið EMI. Það sama ár kom platan Queen út ásamt því að hljómsveitin fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin gaf út sína þriðju plötu árið 1975, A Night At The Opera, en á henni var að finna lagið Bohemian Rhapsody. Lagið, sem er 5 mínútur og 55 sekúndur, þótti ekki líklegt til að fá mikla spilun í útvarpi en varð að einu vin- sælasta lagi allra tíma og sat í fyrsta sæti breska vinsælda- listans í níu vikur. Ári síðar gaf hljómsveitin út plötuna A Day At The Races og hélt í kjöl- farið opna tónleika í Hyde Park í London sem talið er að allt að 200.000 manns hafi mætt til að sjá. A Day At The Races naut mikilla vinsælda og seldust til að mynda um 500.000 eintök í forsölu. Árið 1977 gaf Queen út plötuna News Of The World þar sem var að finna lögin We Are The Champions og We Will Rock You. Hljómsveitin var síðan fyrsta stóra rokkhljómsveitin til að halda í tónleikaferðalag um Suður-Ameríku og spilaði meðal annars fyrir rúmlega 130.000 manns í Sao Paulo og voru þeir lengi taldir stærstu tónleikar sögunnar. Frammistaða hljóm- sveitarinnar á Live Aid tónleik- unum í London árið 1985 var af mörgum talinn hápunktur tón- leikanna og markaði tímamót á ferli Queen. Árið 2002 var söngleikurinn We Will Rock You frumsýndur á West End í London og sýndur þar til ársins 2014. Þar að auki hefur söngleikurinn verið sýndur í Japan, Ástralíu, Banda- ríkjunum, Rússlandi, á Spáni og víðar. Árið 2005 héldu Brian og Roger í fyrstu tónleikaferð Queen síðan 1986 og komu þeir lengi vel fram með söngvar- anum Paul Rodgers. Síðan 2012 hefur söngvarinn Adam Lam- bert komið fram með hljóm- sveitinni. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -6 8 D 4 2 3 2 4 -6 7 9 8 2 3 2 4 -6 6 5 C 2 3 2 4 -6 5 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.