Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 100

Fréttablaðið - 01.06.2019, Side 100
Lífið í vikunni 26.05.19- 01.06.19 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Afgreiðslutími Rvk Mánud. til föstud. kl. 11.00–18.30 Laugard. kl. 11.00–17.00 Sunnud. kl. 13.00–17.00 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN AF ÖLLUM VÖRUM* Í ÖLLUM VERSLUNUM DORMA Í HEILA VIKU TAX FREE OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORM A SM ÁRATORGI EKKI MISSA AF ÞESSU REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og gildir öllum vörum nema vörum frá Simba. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af sér pöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af sölu- verði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma. Frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að verða tónlistarkona og lagahöfundur. Það var ávallt mikil tónlist í fjöl­skyldunni, bæði amma, mamma og pabbi voru alltaf með einhvers konar tónlist í gangi þann­ ig að lífið einkenndist af tónlist, góðri tónlist,“ segir Karlotta Skag­ field Jónasdóttir en lag hennar Play­ ground hefur vakið verðskuldaða athygli á Spotify. Þetta er fyrsta lagið hennar sem kemur út en hún segist hafa verið að syngja og semja svo lengi sem hún man eftir sér. „Eftir að faðir minn, Jónas Viðar Sveinsson, varð bráðkvaddur 2013 þá kom einhvers konar bakslag og ég kom varla upp tóni né gat samið neitt að ráði og hélt mig alveg frá sviðsljósinu. Ég kláraði engu að síður nám í klassískum söng í Söngskóla Reykjavíkur og kom mér aftur á strik hérna úti í London,“ segir hún en hún er búsett þar og nemur tónsmíðar í British and Irish Modern Music Institute, sem hún kallar BIMM. „Eftir að ég f lutti hingað og hóf nám í BIMM þá finn ég hvað ég er að yfirstíga bakslagið. Er orðin tilbúin að láta röddina mína heyrast. Það verður einhvers konar kúvending. Eitt kvöldið þegar ég var alveg að sofna þá kom fyrsta laglínan til mín, milli svefns og vöku. Ég þurfti þá að gjöra svo vel að láta svefninn bíða og grípa penna, gítar, hljómborð og ég veit ekki hvað. Lagið flæddi gjörsamlega yfir mig.“ Svíinn Anton Rung, herbergis­ félagi hennar, aðstoðaði við lagið. „Við þekktumst ekkert áður en við fluttum inn í íbúð sem við deilum með öðrum. En með tímanum þá höfum við náð að vinna mjög vel saman að verkefnum. Hann er á „production“­brautinni í sama skóla og býr aðallega til raftónlist. En hann varð mjög hrifin af tónlistinni minni og vildi endilega hjálpa mér að vinna hana betur og upp frá því höfum við verðið að starfa saman.“ Karlotta er fædd í Toscana­hérað­ inu á Ítalíu. Móðir hennar, Sólveig Baldursdóttir, var að vinna þar með marmara og faðirinn að læra mynd­ list. Tónlistin er henni í blóð borin en amma hennar er Edda Skagfield söngkona og langafinn er Sigurður Skagfield óperusöngvari. „Lagið er í rauninni mínar hug­ leiðingar um fortíðina. Það að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað gerist í lífinu og allt í einu getur öllu verið kippt undan manni. Þá hugsa ég oft til baka þegar ég var yngri og bara það að ég hafði ekki hugmynd um hvernig hlutirnir myndu atvik­ ast. Kannski er þetta mín leið til þess að hlúa að sjálfri mér.“ benediktboas@frettabladid.is Leiðin til að hlúa að sjálfri sér Lagið Playground með Karlottu Skagfield hefur vakið athygli á Spotify en lagið er það fyrsta sem hún gefur út. Hún hefur alltaf verið syngjandi og kemur af miklu tónlistarfólki. Lagið kom milli svefns og vöku og fjallar um hugleiðingar um fortíðina. ÉG ÞURFTI ÞÁ AÐ GJÖRA SVO VEL AÐ LÁTA SVEFNINN BÍÐA OG GRÍPA Í PENNA, GÍTAR, HLJÓMBORÐ OG ÉG VEIT EKKI HVAÐ. LAGIÐ FLÆDDI GJÖRSAMLEGA YFIR MIG. BIRGIR TEKUR ÞÁTT Í HUB 8 Birgir Breiðdal, listamaður, hönn- uður og fótboltaþjálfari, er á leið- inni til Seúl í Suður-Kóreu að taka þátt samsýningunni HUB 8. Þar mun hann mála verk á klæðnað módels á sýningarpalli. Hann mun verja tíma með fjölskyldunni í Asíu í kringum sýninguna. DÆGURLAGAFÉLAGIÐ SKEMMTI Í HVERAGERÐI Dægurlagafélagið samanstendur af þeim Einari Bárðarsyni, Hreimi Erni Heimissyni, Heimi Eyvindar- syni og Ingólfi Þórarinssyni. Þeir tengjast allir sveitaballasenunni og Suðurlandi. Þeir spila sín þekkt- ustu lög og segja áhorfendum söguna á bak við tilurð þeirra. PASTEL BLÓMASTÚDÍÓ Vinkonurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir eiga blómastúdíóið Pastel. Þær blanda saman þurrkuðum og ferskum blómum í fallega vendi. Þær segja viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Heimili þeirra eru undirlögð blómum. BJARTMAR GUÐLAUGSSON MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARLAGIÐ Tónlistarmaður- inn Bjartmar Guðlaugsson semur og flytur þjóð- hátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Hann segir lagið algjört rasskinna-eróbikk. Þjóð- hátíð verður haldin dagana 1.-3. ágúst. Karlotta er í námi í British and Irish Modern Music Institute við tónsmíðar. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R60 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -5 5 1 4 2 3 2 4 -5 3 D 8 2 3 2 4 -5 2 9 C 2 3 2 4 -5 1 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.