Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 22
það er Jóna sem fær að ráða hvað hún vill gera. Hvað langar hana að gera? Þetta er algjörlega fyrir hennar uppbyggingu. Og er hún brött? Ingi: Hún er algjörlega grjóthörð. Bara frá fyrsta degi að reyna að hreyfa sig og gera allt sem hún getur. Það koma auðvitað erfiðir dagar en heilt yfir er hún mjög hörð. Líkt og heyrist á tali þeirra hafa þau legið yfir rannsóknum og úrræðum sem í boði eru fyrir þá sem eru mænuskaddaðir. Þau eru samt raunsæ. Segja mikilvægt að bera engin tvö mál saman. Vissu­ lega séu kraftaverkasögur og þau halda í vonina. Ása: Fólk hefur fengið mænu­ skaða af sömu gerð og Jóna og það hefur farið að ganga. En það er óal­ gengt. Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Við erum ekkert að búast við því. Við erum að fókusera á hendurnar, segir hún. Spaugilegt hlaupateymi Líkt og áður kom fram ætlar hóp­ urinn að hlaupa til styrktar Jónu. Hversu mikla hlaupareynslu hefur hópurinn? Allir hlæja. Kolla: Þetta er vægast sagt mjög fyndinn hlaupahópur. Við höfum nánast enga reynslu af hlaupum – en ein hefur reyndar hlaupið 21 km í gamla, gamla daga. Hólmfríður: Nokkrar. Við Ása og Marta höfum hlaupið 21 kílómetra, en síðan hefur margt breyst. Sóley: Þetta er dáldið spaugilegt. Kolla: Ég er að hugsa um að val­ hoppa. Hólmfríður: Ég trimma. Trimma er gott orð. Kolla: Ég fór og æfði mig í gær og var orðin mjög peppuð, lét strákana mína hlaupa á undan, vera hérana mína. Ása: Við erum ekki að hugsa um að komast þetta á einhverjum tíma. Við erum að gera þetta fyrir Jónu. Svo höfum við öll verið upp­ tekin við að hugsa um Jónu og það verður gott að hittast öll og gera þetta saman. Hólmfríður: Það er mikilvægt að hrista saman hópinn því við vitum að það styrkir hana og hún finnur fyrir því. Ingi: Hún er rosalega ánægð með þetta. Ása: Líka taka myndir, senda Ása er systir Jónu. Sóley, Kolfinna og Hólmfríður eru æskuvinkonur hennar. Fyrir miðju er maður Jónu, Steingrímur Ingi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI henni, vera live á Facebook og leyfa henni að fylgjast með. Ingi: Hún hefur alltaf verið hlaup­ ari í sér. Ása: Hún er það. Allir velkomnir í hlaupahópinn Þið viljið bara sem mest liðsinni, þetta einskorðast ekki við ykkar nánasta vinahóp? Sóley: Nei, og fólk sem ætlar ekki að hlaupa á bara að leggja inn pening. Allir hlæja. Kolla: Það mega allir hlaupa fyrir Jónu. Hólmfríður: Sem flestir. Þú þarft ekki að vera vinur eða vinkona, bara að vilja styrkja hana. Ása: Ef þú vilt hlaupa fyrir Jónu þá skráirðu þig í Styrktarfélagið Yl. Það er söfnunin hennar. Hlaupa­ hópurinn heitir Vinir Jónu. Það er ljóst að ærið verkefni er fyrir höndum í lífi þessarar litlu fjölskyldu. Fram undan eru íbúða­ flutningar og fleira, enda ekki hjóla­ stólaaðgengi á heimili þeirra. Ingi: En ég er varla byrjaður á slíkum pælingum. Við erum bara að komast af gjörgæslunni. Einn dagur í einu. Hólmfríður: Það er svo mikill kraftur í þeim. Það hefur verið svo flott að fylgjast með þeim, hvernig þau hafa brugðist við þessu öllu. Það er engin forskrift til að því. Ingi: En það kemur held ég líka með þessari orku, frá öllum sem hafa verið að senda og hringja. Maður þarf bara að horfast í augu við þetta. Þetta er orðið svona. Við breytum því ekki. Þá er alveg eins gott að „power through“. Sóley: Gera það besta úr hlut­ unum. Kolla: Algjörlega. Það besta úr erfiðri stöðu. Ása: Maður leyfir sér alveg að vera leiður og gráta og vera brjál­ aður og finnast þetta ömurlegt. Ingi: Algjörlega. Þetta er ömur­ legt, algjörlega óumdeilanlegt. Ása: En á sama tíma gagnast það ekki neinum. Og það er til dæmis miklu betra að lenda í svona atburði núna en fyrir einhverjum árum. Framfarirnar eru orðnar svo rosalegar. Til dæmis varðandi það að keyra og hjóla. Það er rosalega margt sem hún mun geta gert og klárað og lifað sínu lífi. Ingi: Svo verð ég að fá að koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem hafa annast Jónu, fólks­ ins á vettvangi, starfsfólki Land­ helgisgæslunnar og Landspítalans í Fossvogi. Það er frábært fólk sem vinnur þarna og leggur sig allt fram um að sinna henni og okkur fjöl­ skyldunni líka. Þetta fólk hefur eitt­ hvað meira en við hin. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á styrktar- reikninginn Ylur. 528-14-401998 - kennitala: 701111-1410. ÞAÐ ER SVO MIKILL KRAFTUR Í ÞEIM. ÞAÐ HEFUR VERIÐ SVO FLOTT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM, HVERNIG ÞAU HAFA BRUGÐIST VIÐ ÞESSU ÖLLU. ÞAÐ ER ENGIN FOR- SKRIFT TIL AÐ ÞVÍ. Jóna hefur í nokkur ár haldið barnamenn- ingarhátíðina Kátt á Klambra. Með aðstoð vina og fjölskyldu verður hún haldin í ár, þann 28. júlí næst- komandi. 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -B 0 A 0 2 3 5 4 -A F 6 4 2 3 5 4 -A E 2 8 2 3 5 4 -A C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.