Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 70
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 29. JÚNÍ 2019 Sýningar Hvað? NOMAD Hvenær? 14.00-17.00 Hvar? Ramskram, Njálsgötu 49 Kristján Maack opnar ljósmynda­ sýningu. Hvað? Búkalú – Margrét Erla Maack og fylgdarlið Hvenær? 21.00 Hvar? Edinborg, Ísafirði Sýningin blandar saman burl­ esque, sirkusi, gríni og almennu rugli. Miðaverð: 3.900 krónur. Hvað? RVK Fringe Festival – opnunarhóf Hvenær? 20.00-23.00 Hvar? Hlemmur Square, Lauga- vegi 105 Hvað? Ljósvaki/Æther Hvenær? 17.00 Hvar? Dahlshús, Strandgötu 30a, Eskifirði Íslenska silfurbergið og mikil­ vægi þess í vísindasögu heimsins er kveikja sýningarinnar sem er unnin af myndlistarmönnunum Selmu Hreggviðsdóttur og Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Tónlist Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja, Skóla- vörðuholti Mattias Wager, organisti Dóm­ kirkjunnar í Stokkhólmi flytur verk eftir Edward Elgar, Dimitri Shostakovich, Jean Guillou og Johann Sebastian Bach. Miðaverð 2.500 krónur. Hvað: Sumarjazz á Jómfrúnni – Kvartett Stínu Ágústs Hvenær: 15.00-17.00 Hvar: Veitinghúsið Jómfrúin við Lækjargötu Kvartettinn: Stína Ágústsdóttir söngur, Kjartan Valdemarsson píanó, Leifur Gunnarsson kontra­ bassi, Magnús Trygvason Eliassen: trommur. Aðgangur er ókeypis. Hvað? Snert hörpu mína – Söng- hátíð Hvenær? 17.00 Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, f lytur 20 örlög eftir fjölmörg tón­ skáld og verk eftir Pál á Húsafelli með þátttöku hans á eigin hljóð­ færi í tilefni sextugsafmælis lista­ mannsins. Myndlist Hvað: Sigga Björg – sýningar- opnun Hvænær: 14.00 Hvar: Ottó, Höfn í Hornfirði Sigga Björg kannar þau óljósu mörk sem liggja milli mannlegs og dýrslegs eðlis. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 30. JÚNÍ 2019 Fjölskyldudagskrá Hvað? Fjölskyldusmiðjan „Verk að vinna!“ Hvenær? 13.00-16.00 Hvar? Árbæjarsafn Börnum og fjölskyldum þeirra býðst að kynnast starfsháttum fyrri tíma. Messað verður í safns­ kirkjunni kl. 14. Safnið er opið frá kl. 10 til 17. Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa. Myndlist Hvað? Alræði fegurðar – Let Beauty Rule! Hvenær? 16.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstöðum Sýning á verkum breska hönnuð­ arins Williams Morris (1834­1896). Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra opnar sýninguna og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, ávarpar gesti. Tónleikar Hvað? Himinborna dís Hvenær? 14.00 Hvar? Strandarkirkja, Selvogi Upphaf hinnar árlegu tónlistarhá­ tíðar Englar og menn. Flytjendur: Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísa­ bet Waage hörpuleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Á efnisskrá verða sönglög Atla Heimis Sveins­ sonar, einnig lög Sigvalda Kalda­ lóns, Franz Schubert og fleiri. Hvað? Ragnheiður Ólafsdóttir og hljómsveit Hvenær? 16.00 Hvar? Hallgrímskirkja, Saurbæ í Hvalfirði Á efnisskrá er kveðskapur, sálmar og norræn þjóðlög ásamt lögum eftir Ragnheiði við ljóð ýmissa skálda. Hermann Stefánsson og Snorri Skúlason leika. Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar staðnum. Hvað? Stofutónleikar Hvenær? 16.00 Hvar? Gljúfrasteinn, Mosfellsdal GDRN syngur eigin lög. Miðar kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. Hvað? Fjölskyldutónleikar á Söng- hátíð Hvenær? 16.30 Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði Dúó Stemma þar sem Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout fagna sumrinu með íslenskum þjóðvísum, þulum, ljóðum og hljóðum. Ókeypis inn. Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 17.00-18.00 Hvar? Hallgrímskirkja, Skóla- vörðuholti Mattias Wager, organisti Dóm­ kirkjunnar í Stokkhólmi. Á efnis­ skrá eru verk eftir Elgar, Guillou, Bach og Grieg. Miðaverð 3.000 kr. Útivist Hvað? Söguganga með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi Hvenær? 13.30 Hvar? Viðey Dans Hvað? Tangó praktika Praktiku- félagsins Hvenær? 13.30-15.30 Hvar? Sólon, Bankastræti 7a Tangó æfður á efri hæðinni, aðgangur er ókeypis. Umsjón hefur Snorri Sigfús Birgisson. Stefán Pálsson leiðir sögugöngu í Viðey af sinni alkunnu snilld. Heildarsaf n ljóða Valdimars Tómas­sonar er komið út. Titillinn er Ljóð 2007­2018 og þar er að finna bækurnar Enn sefur vatnið (2007), Sonnettu­ geigur (2013), Dvalið við dauðalindir (2017) og Vetrarland (2018). Guð­ mundur Andri Thorsson skrifar inn­ gang um skáldið og skáldskap þess. Valdimar tileinkar Þorsteini heitnum frá Hamri bókina. „Þar kemur margt til, bæði löng vinátta og það að hann var mér oft ráðhollur í yfirlestri texta. Ég hef líka alltaf haft miklar mætur á hans skáld­ skap,“ segir Valdimar. Spurður hvenær hann hafi byrjað að yrkja segir hann: „Í kennslustund í barnaskóla vorum við bekkjar­ félagarnir látnir setja eitthvað saman. Ég setti saman rétt kveðna ferskeytlu án þess að þekkja brag­ reglur. Ég ólst upp í Mýrdalnum en kom suður á unglingsárum og komst í nánd við bækur og fornbókasölur og fór að lesa kveðskap í miklum magni. Þá orti ég fyrst og fremst háttbundið í mínar kompur. Svo var það á nítjánda ári sem ég setti saman mitt fyrsta fullburða ljóð.“ Hryðjuverkamenn ljóðsins Spurður um áhrifavalda segir hann: „Þeir eru eflaust margir en ég verð að nefna Snorra Hjartarson, Þorstein frá Hamri og Hannes Pétursson. Ég myndi halda að keimurinn væri nokkuð í þá áttina. Fyrstu skáldin mín voru Davíð Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr. Fram að átján ára aldri las ég ekkert nema hátt­ bundinn kveðskap. Svo komst ég yfir fyrstu bók Jóns Óskars, Skrifað í vindinn, og þar eru ljóðin bæði háttbundin og óhefðbundin og síðan eignaðist ég bók hans, Nóttin á herðum okkar, og fór að gægjast inn í kima hryðjuverkamanna ljóðsins, eins og sveitamennirnir kölluðu þá, og sá að þar var margur góður biti. Þá fór ég koll af kolli að elta þessi kver og draga að mér. Þessi saklausi sveitadrengur spilltist frá ferskeyttum hætti og Jónasi yfir í að ganga módernisma og byltinga­ ljóðskáldum á hönd.“ Návist dauðans Valdimar, sem er fæddur árið 1971, er ekki heilsuhraustur. „Ég var tví­ skorinn við hjartagalla og glími við flogaveiki,“ segir hann. Það er þung­ lyndislegur blær yfir mörgum ljóða hans og þar kemur dauðinn oft við sögu. Hann segir þunglyndisblæ­ inn ekki til kominn vegna veikinda sinna en návist dauðans sé sér hugleikin. „Dauðinn er áberandi umfjöllunarefni hjá mér, kannski vegna teprulegrar nálgunar sam­ tíðarinnar að honum. Fólk flýr hann og forðast eins og ellina. Þessir hlutir eru faldir á bak við veggi og voru ekki umtalsefni þegar ég var að alast upp. Líf og dauði eru alltaf að vega salt. Þannig að ég mæti dauðanum og tekst á við hann sem yrkisefni. Það er vissulega þunglyndislegur blær yfir ljóðum mínum. Ætli það stafi ekki af því að í uppvextinum mætti ég ekki gleðilegri heimsmynd því ég ólst upp í átökum kjarnorku­ velda. Í ljóðunum er ég að skila þeirri mynd sem var raunveruleiki minnar kynslóðar fremur en að ég sé þunglyndur alla daga.“ Skjóðan stundum þung Valdimar er ástríðufullur ljóðaunn­ andi og safnar ljóðabókum, frumút­ gáfum og árituðum bókum. „Ég veit ekki hversu margar ég á, ég veit bara að ég á mikið,“ segir hann. Á ferðum sínum um bæinn ber hann hliðar­ tösku og þar er alltaf að finna ljóða­ bækur. „Skjóðan er stundum þung og þar er ég alltaf með góðar bækur og les á ferðum mínum. Ljóðalestur hefur verið ástríða mín og olli því að ég hafði á sínum tíma mikla við­ veru hjá bóksölum. Mér finnst líka gaman að eiga hvert og eitt verk höf­ unda fremur en heildarsafn verka þeirra. Þannig finnst mér ég betur gera mér grein fyrir þróun og sam­ hengi höfundarferilsins heldur en þegar ég er með stórt heildarsafn.“ Valdimar er örugglega ekki hætt­ ur að yrkja, en hann segist yrkja í skorpum. „Stundum kemur ekkert árum saman og svo koma loturnar en það tekur tíma að vinna verkið, pússa og breyta, og það er oft lengsta ferlið.“ Líf og dauði eru alltaf að vega salt Þannig að ég mæti dauðanum og tekst á við hann sem yrkisefni, segir Valdimar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarsafn ljóða Valdimars Tómas- sonar er komið út. Höfundurinn segist í ljóðunum vera að skila þeirri mynd sem var raunveruleiki hans kynslóðar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞESSI SAKLAUSI SVEITADRENGUR SPILLTIST FRÁ FERSKEYTTUM HÆTTI OG JÓNASI YFIR Í AÐ GANGA MÓDERNISMA OG BYLTINGALJÓÐSKÁLDUM Á HÖND. 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -9 7 F 0 2 3 5 4 -9 6 B 4 2 3 5 4 -9 5 7 8 2 3 5 4 -9 4 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.