Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 6
STJÓRNMÁL Flestir bera mest traust
til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og
menningarmálaráðherra, sam-
kvæmt nýrri könnun sem Zenter
rannsóknir framkvæmdu fyrir
Fréttablaðið og frettabladid.is. Fast
á hæla henni kemur Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra og njóta þær
langmests trausts allra ráðherra.
Stuðningur við Lilju og Katrínu
kemur úr ólíkum áttum. Katrín
nýtur mests trausts meðal stuðn-
ingsmanna ríkisstjórnarinnar en
meðal andstæðinga hennar nýtur
Lilja langmests trausts allra ráð-
herra. Stuðningur við Lilju er mestur
meðal tekjulágra og þeirra sem hafa
minnsta menntun. Þessu er öfugt
farið meðal stuðningsmanna Katr-
ínar en traust til hennar styrkist eftir
því sem tekjur hækka og menntun
eykst.
Katrín nýtur mests trausts allra
ráðherra meðal íbúa höfuðborgar-
svæðisins. Tæpur þriðjungur þeirra
treystir henni best. Þar nefndu
rúm 24 prósent Lilju. Meðal lands-
byggðarfólks er nafn Lilju hins vegar
langoftast nefnt. Þar treysta 39 pró-
sent henni best allra ráðherra. Tæp
18%prósent landsbyggðarfólks
treysta Katrínu hins vegar best.
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins treysta formanni sínum
best allra ráðherra í 45,6 prósentum
tilvika en Þórdísi Kolbrúnu í 17,6
prósentum tilvika. Guðlaugur Þór
Þórðarson og Kristján Þór Júlíus-
son njóta hins vegar báðir minna
trausts meðal stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokksins en stöllurnar Lilja og
Katrín. Tveir af hverjum tíu stuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins
bera mest traust til annarrar hvorrar
þeirra. En tæp 6 prósent nefndu Guð-
laug og rúm 5 prósent Kristján Þór.
Þeir sem treysta Bjarna best koma
aðeins úr þremur f lokkum; Sjálf-
stæðisflokknum, Miðflokknum og
Viðreisn þar sem rúm tvö prósent
segjast treysta honum best. Hann
kemst ekki á blað meðal stuðnings-
manna annarra flokka.
Auk mikils trausts til Lilju og
Katrínar sem njóta stuðnings þvert
á f lokka bera margir stuðnings-
menn Samfylkingar, Pírata og Við-
reisnar mest traust til Guðmundur
Inga Guðbrandssonar umhverfis-
ráðherra og hann skýst upp fyrir
þær stöllur meðal stuðningsmanna
Samfylkingarinnar þar sem tæpur
þriðjungur stuðningsmanna treystir
honum best allra ráðherra.
Lilja er vinsælust meðal þeirra
sem styðja ekki ríkisstjórnina og auk
mikillar hylli í Framsókn og Mið-
flokki treysta 89 prósent stuðnings-
manna Flokks fólksins henni best.
Katrín er síst líkleg til að njóta
trausts í Miðf lokknum og Flokki
fólksins en þær stöllur njóta jafn-
mikils stuðnings meðal Pírata en
rúm 60 prósent þeirra treysta ann-
arri hvorri þeirra best allra ráðherra.
St uðning smenn Viðreisna r
treysta einnig Katrínu og Lilju best
en meðal þeirra er Þórdísi Kolbrúnu
einnig best treyst í 20 prósentum
tilvika. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðis-
Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu
Lilja Alfreðsdóttir nýtur
mests trausts allra ráð-
herra samkvæmt nýrri
könnun. Hún nýtur
margfalt meira trausts
meðal Framsóknar-
manna en formaður
flokksins. Sá ráðherra
sem helst er vantreyst er
Bjarni Benediktsson.
Helmingur kvenna ber
minnst traust hans.
✿ Hvaða ráðherra berðu mest traust til?
20,5
18,1
7,6 6,8 6,8
3,0 2,2 2,0 1,5 1,2
Lilja
Alfreðsdóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Bjarni
Benediktsson
Guðmundur
Ingi Guð-
brandsson
Þórdís
Kolbrún R.
Gylfadóttir
Svandís
Svavarsdóttir
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Ásmundur
Einar Daðason
Kristján Þór
Júlíusson
Formaður Framsóknar
í miklum vandræðum
Staða formanns Framsóknar-
flokksins er erfið miðað við
niðurstöður könnunarinnar.
Aðeins 15,2 prósent stuðn-
ingsmanna flokksins segjast
treysta eigin formanni, Sigurði
Inga Jóhannssyni, best allra
ráðherra. Lilja nýtur hins vegar
yfirburðastuðnings í flokknum
en 62,4 prósent stuðnings-
manna flokksins treysta henni
best. Þriðji ráðherra Fram-
sóknarflokksins, Ásmundur
Einar Daðason, nýtur lítillar
hylli samkvæmt könnuninni.
Tæp 7 prósent stuðningsmanna
Framsóknarflokksins bera mest
traust til hans.
Athygli vekur að Lilja nýtur
ekki aðeins algerra yfirburða
umfram aðra ráðherra meðal
stuðningsmanna í sínum flokki
heldur einnig meðal stuðnings-
manna Miðflokksins. Tæplega
helmingur þeirra treystir Lilju
best allra ráðherra. Næstur á
eftir henni kemur Bjarni Bene-
diktsson en rúm 11 prósent
Miðflokksmanna treysta honum
best. Þessi stuðningur við Lilju
hlýtur að vekja nokkra athygli
með hliðsjón af hörðum um-
mælum ráðherrans í garð þing-
manna flokksins í Kastljóssþætti
RÚV 5. desember síðastliðinn.
✿ Hvaða ráðherra berðu minnst traust til?
34,5
13,1
8,7 7,8
5,6 5,5
2,4 1,6 1,4 0,9
Bjarni
Benediktsson
Svandís
Svavarsdóttir
K
ristján Þór
Júlíusson
Ásm
undur
Einar D
aðason
G
uðlaugur Þór
Þórðarson
K
atrín
Jakobsdóttir
G
uðm
undur Ingi
G
uðbrandsson
Sigurður
Ingi Jóhannsson
Lilja
Alfreðsdóttir
Þórdís Kolbrún R.
G
ylfadóttir
Vantraust mest í garð Bjarna Benediktssonar
Einnig var spurt um þann ráðherra sem nýtur minnst trausts meðal
þátttakenda. Þar er Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráð-
herra, langoftast nefndur. Helmingur allra kvenna sem tóku þátt
sögðust bera minnst traust til hans. Vantraustið er mest meðal þeirra
tekjulægstu og þeirra sem hafa minnsta menntun en minnkar jafnt og
þétt með hærri tekjum og aukinni menntun.
Niðurstöður könnunarinnar um vantraust til ráðherra meðal þeirra
sem styðja ríkisstjórnina eru einnig athyglisverðar en 60 prósent
stuðningsmanna Vinstri grænna bera minnst traust til Bjarna Bene-
diktssonar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vantreysta hins vegar
helst heilbrigðisráðherra en 50 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins segjast bera minnst traust til Svandísar Svavarsdóttur.
Framsóknarmenn vantreysta hins vegar Kristjáni Þór Júlíussyni mest
allra ráðherra en væri ekki fyrir vantraust þeirra, kæmist landbúnaðar-
ráðherra vart á blað í könnuninni hvort sem litið er til trausts eða
vantrausts.
Góð samvinna er sögð milli Katrínar Jakobsdóttur og Lilju Alfreðsdóttur. Langflestir treysta þeim best allra ráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink
15%
Framsóknarmanna bera
mest traust til Sigurðar Inga.
62%
Framsóknarmanna bera
mest traust til Lilju.
Helmingur þeirra
kvenna sem tóku afstöðu
sögðust bera minnst traust
til Bjarna Benediktssonar.
Helmingur þeirra sem
styðja Sjálfstæðisflokkinn
sögðust bera minnst traust
til Svandísar Svavarsdóttur.
Veit ekki 23,1
Vil ekki svara 7,1
Veit ekki 14,5
Vil ekki svara 4
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur@frettabladid.is
f lokksins komast ekki á blað hjá
stuðningsmönnum Viðreisnar að
undanskildum tveimur prósentum
sem treysta Bjarna best.
Könnunin var gerð dagana 25.-27.
júní 2019. Hún var send á 2.000
manna könnunarhóp Zenter rann-
sókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið
var 51 prósent og voru svörin vigtuð
eftir kyni, aldri og búsetu.
2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-B
F
7
0
2
3
5
4
-B
E
3
4
2
3
5
4
-B
C
F
8
2
3
5
4
-B
B
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K