Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 16
FÓTBOLTI Framherjinn Árni Vil­ hjálmsson átti góðu gengi að fagna með úkraínska liðinu Chorno­ morets Odesa á meðan hann lék þar undanfarna mánuði. Árni lék þar sem lánsmaður frá pólska félag­ inu Bruk­Bet Termalica Nieciecza þar sem hann er samningsbundinn næstu tvö árin. Bruk­Bet Termalica Nieciecza leikur í pólsku B­deildinni en frammistaða Árna með Chorno­ morets Odesa vakti athygli bæði hjá öðrum félögum í Úkraínu sem og á meginlandi Evrópu. Árni býst því frekar við því en ekki að hann yfirgefi herbúðir Bruk­Bet Termal­ ica Nieciecza. „Fótboltinn sem spilaður er í Úkraínu hentar mér mjög vel og að mörgu leyti betur en hérna í B­deildinni í Póllandi og það sem ég kynntist allavega í Noregi og Sví­ þjóð. Úkraínska deildin er sterk og er meðal annars talin níunda besta deild Evrópu af UEFA þannig að það segir sitt. Liðin spila frekar taktískt en eru tæknilega góð og vilja spila boltan­ um með jörðinni. Mér líkar sá leik­ stíll og eiginleikar mínir sem knatt­ spyrnumanns eru þannig að ég spila betur í þannig umhverfi,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið um tíma sinn í Úkraínu en þar skoraði hann sjö mörk í 12 leikjum. Þjálfarar kunna vel við Íslendinga Töluverður fjöldi íslenskra leik­ manna hefur farið til Póllands og annarra landa í Austur­Evrópu síð­ ustu ár og Árni segist finna fyrir því að talað sé vel um íslenska leikmenn á þessum slóðum. „Ég held að ástæðan fyrir því að pólsk lið og lið frá öðrum löndum í Austur­Evrópu hafa verið að sækj­ ast í það að fá til sín íslenska leik­ menn sé bæði að við erum góðir í fótbolta og þá fer það orðspor af okkur að við vælum ekki yfir erf­ iðum æfingum eða því hvar við erum látnir spila á vellinum. Þeir þjálfarar sem ég hef haft hérna og hafa verið með íslenska leikmenn í sínum liðum tala um það að það sé mjög gott að vinna með okkur. Þjálfarinn sem ég var með í Odesa sagði til dæmis að hann hefði áður unnið með Egg­ erti Gunnþóri Jónssyni og það hefði verið mjög þægilegt,“ segir hann um mögulega ástæðu þess að austur­evrópsk lið séu áhugasöm um að vera með íslenska leikmenn á sínum snærum. Odesa algjör paradís á jörð „Mér leið mjög vel í Úkraínu og Odesa er algerlega frábær borg. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeykur við að fara þangað þar sem það er stríð í gangi þarna. Eftir að hafa kynnt mér málið og rætt við liðsfélaga minn hjá Bruk­ Bet Termalica Nieciecza sem er frá Úkraínu ákvað ég að kýla á þetta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Odesa er algjör paradís og hún er víst kölluð Ibiza norðursins. Kær­ astan mín var eiginlega frekar ósátt við að við værum að fara þannig að það er töluverð pressa á mér að finna mér lið í huggulegri borg,“ segir hann léttur. „Eftir að ég kom til baka til Pól­ lands til þess að taka þátt í undir­ búningstímabilinu settist ég niður með forráðamönnum Bruk­Bet Term alica Nieciecza og þeir hafa látið mig vita að það sé áhugi á mér bæði frá Úkraínu og Mið­Evrópu og nú er bara planið að finna tilboð sem hentar félaginu og mér vel.” Hefur metnað til þess að taka næsta skref „Mig langar að spila í sterkari deild en B­deildinni í Póllandi. Bæði fyrir mig sjálfan til þess að þróa minn feril og til þess að vera sýnilegri og eiga meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir markaskor­ arinn úr Kópavogi um framhaldið. Árni hefur meðal annars verið orðaður við Dynamo Kiev sem hefur verið ansi sigursælt í Úkra­ ínu síðustu tvo áratugi en liðið hefur níu sinnum orðið Úkraínu­ meistari frá aldamótum og til við­ bótar orðið sjö sinnum bikarmeist­ ari. Þá eru úkraínsku liðin Desna, Karpaty, Lvov, Vorska og Oleks­ andr iya  sögð áhugasöm, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúm­ eníu og nokkrum félögum í pólsku úrvalsdeildinni. „Næstu vikur fara þá bara í það að koma mér í gott stand í hörku undir­ búningstímabili hér í Póllandi og funda um næstu skref. Æfingarnar hérna eru svolítið af gamla skólan­ um í þeim skilningi að það er mikið hlaupið og frekar mikil áhersla á lík­ amlegan styrk. Ég hef alveg kynnst því að ganga í gegnum skógarhlaup í tíu stiga frosti þannig að ég er ýmsu vanur,“ segir Árni um komandi vikur. hjorvaro@frettabladid.is Býst við að færa mig um set Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson spilaði vel í Úkraínu seinni hluta síðasta tímabils. Hann var í láni frá pólsku B-deildarliði. Sóknarmanninn langar að spila í sterkari deild og vera nær landsliðssæti. Árni Vilhjálmsson fann sig vel þegar hann lék með Chornomorets Odesa í Úkraínu. Hann leitar nú að nýrri áskorun. CROSSFIT CrossFit­kappinn Hinrik Ingi Óskarsson hefur verið bann­ aður frá öllum keppnum á vegum CrossFit Games eftir að hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum í byrjun maí síðastliðnum þegar hann keppti í Reykjavík CrossFit Championship. Blóðsýni Hinriks Inga sem tekið var á mótinu sýndi anabólíska stera sem eru á lista yfir þau efni sem eru á bannlista. Hann var dæmdur í fjögurra ára bann frá þátttöku á vegum Crossfit­leikanna. Hinrik vann sér inn þátttökurétt á heimsleikunum, sem fram fara í Bandaríkjunum í ágúst síðar á þessu ári, í Reykjavík CrossFit Champ­ ionship en nú er ljóst að hann mun ekki keppa á því móti. Bannið gildir til maímánaðar árið 2023. – hó Hinrik dæmdur í langt bann FÓTBOLTI Fílabeinsstrendinguirnn Wilfried Zaha er á leið til Arsenal ef marka má fréttir enskra fjölmiðla. Zaha hefur undanfarið opinberað að hann vilji komast í lið sem leikur í Meistaradeild Evrópu en hann yrði reyndar að gera sér Evrópu­ deildina að góðu gangi hann til liðs við Arsenal í sumar. Crystal Palace mun því líklega missa tvo af lykilleikmönnum sínum frá síðustu leiktíð en Aaron Wan­Bis­ saka, hægri bakvörður liðsins, er við það að ganga til liðs við Mancehster United. Talið er að Crystal Palace fái um það bil 50 milljónir punda fyrir Biss­ aka og félagið hefur sett 80 milljóna punda verðmiða á Zaha sem skoraði 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Zaha yrði fyrstu kaup Unai Emery, knattspyrnustjóra Arsenal, í sumar en pressa er á honum að færa stuðn­ ingsmönnum Meistaradeildarbolta á nýjan leik á þar næstu leiktíð. – hó  Zaha orðaður við Arsenal ÞRÍÞRAUT Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppenda í sprettþraut í World Triathlon Series um helgina. Keppt verður í Montreal í Kanada en þetta er sterkasta þríþrautar­ mótaröð heims. Hún hefur einu sinni áður keppt á þeirri mótaröð en þá varð hún að hætta keppni eftir að hafa fengið höfuðhögg á móti sem fram fór í Leeds. Síðasta mót Guðlaugar Eddu var Evrópumótið í Ólympíuþraut sem þreytt var í lok maí en þar hafnaði hún í fjórtánda sæti. Guðlaug Edda stefnir á að verða fyrsta íslenska  konan til þess að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleik­ unum sem haldnir verða í Tókýó næsta sumar. – hó Guðlaug verður í eldlínunni  HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Dan­ mörku, Ungverjalandi og Rússlandi þegar dregið var í riðla á Evrópu­ mótinu, sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð, í Vínarborg síð­ degis í gær. Ísland sem var í þriðja styrkleika­ f lokki  fékki Dani  úr fyrsta styrk­ leikaflokknum, Ungverja úr öðrum og Rússa úr þeim fjórða. Liðin munu leika í E­riðli keppninnar sem spil­ aður verður í Malmö í Gautaborg. Leikið verður dagana 9.­26. janúar. Guðmundur Þórður Guðmunds­ son, þjálfari íslenska liðsins, er þarna að mæta Dönum, sínum fyrrverandi lærisveinum. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar og ljóst að það verður við ramman reip að draga í þeim leik. Efstu tvö liðin í hverjum riðli fara í milliriðil en leikið verður í tveimur sex liða milliriðlum. Holland sem leikur undir stjórn Erlings Richardssonar, og er á leið­ inni í lokakeppni Evrópumóts  í fyrsta skipti í sögunni, er í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum, Spáni, Þýskalandi og Lettlandi. Læri svein ar Kristjáns Andrés son­ ar í sænska liðinu, sem lutu í lægra haldi fyrir  Dönum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins fyrr á þessu ári, eru í F­riðli og mæta Slóven íu, Sviss og Póllandi. Þetta verður í fyrsta skipti í sög unni sem  24 þjóðir taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins. Riðlakeppn in mun auk þess að fara fram í Malmö verða leikin í Graz og Vín ar borg í Aust ur ríki, Þránd heimi í Nor egi og Gauta borg í Svíþjóð. – hó Guðmundur mætir sínum fyrrverandi félögum Wilfried Zaha gæti verið á leið til Arsenal. NORDICPHOTOS/GETTY Íslenska liðið verður í strembnum riðli á Evrópumótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ísland verður í riðli með ríkjandi heimsmeisturum, Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi þegar liðið leikur á Evrópumótinu í janúar á næsta ári. 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -B 5 9 0 2 3 5 4 -B 4 5 4 2 3 5 4 -B 3 1 8 2 3 5 4 -B 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.