Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 53
Ísak segir að samstarfið milli Isavia, sveitar- félaganna og ríkisins gangi vel og að allir stefni í sömu átt. Í dag er flugstöðin stærsti atvinnu- veitandinn á Suður- nesjum og Ísak segir það mikilvægt að byggja upp starfsemi sem geti þrifist óháð áföllum í flugi. Ísak Ernir Kristinsson, stjórnar-formaður Kadeco, segir að tímamótin sem félagið standi á markist fyrst og fremst af því að Kadeco hafi komið öllum eigum varnarliðsins, frá því það hvarf á brott, í borgaraleg not. Kadeco fékk þau fyrirmæli að hafa í huga áhrif á samfélagið þarna í kring. Forðast að rýra verðgildi „Við þurftum til dæmis að passa okkur á að rýra ekki verðgildi annarra eigna á Suðurnesjum með því að setja allt eignasafn varnarliðsins á almennan markað á einu bretti. Nú erum við á þessu ári búin að selja síðustu eignina og höfum þar með komið öllum 320.000 fermetrum af húsnæði á Ásbrú í borgaraleg not. Við eigum engar eignir eftir og þessum kafla í sögu félagsins er því lokið með undraverðum árangri eða um 14 milljörðum króna í ávinning af Kadeco sameinar aðila tengda Keflavíkurflugvelli Ísak segir það mikilvægt að huga að samfélagslegum áhrifum uppbyggingarinnar. Það þjónar hags- munum sveitar- félaganna, Isavia, ríkissjóðs og almennings að byggja upp fjöl- breytt atvinnulíf við Keflavíkur- flugvöll. verkefninu fyrir ríkissjóð. Þá eru ótalin þau samfélagslegu áhrif sem félagið og þróunarverkefni þess hafa skilað fyrir samfélagið á Suðurnesjum.“ Ásbrú er fyrsti vísirinn að flug- borg sem verður byggð þarna í kringum flugvöllinn. „Við erum mjög stolt af árangrinum á Ásbrú. Þar búa á fjórða þúsund manns, um 300 fyrirtæki eru staðsett þar og þar með rúmlega tvö þúsund störf. Nú erum við að draga línu í sandinn og hefja vinnu að nýjum fasa í þróunarstarfinu.“ Kadeco sameinar hagsmunaaðila Á því landsvæði verður byggður upp viðskiptagarður í samstarfi við Isavia og sveitarfélögin í kring, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. „Sveitarfélögin fara með skipu- lagsvaldið, Isavia leggur inn mikla þekkingu og reynslu á þróun flugtengdrar starfsemi og ríkið býður afnot af landinu til þróunar. Hlutverk Kadeco er að vera farar- tæki þessara hagsmunaaðila og félagið kemur fram fyrir hönd allra þessara aðila í verkefninu.“ Kadeco kemur því ekki með neinum hætti að rekstri fyrirtækja eða íbúðaeign á svæðinu. „Við erum landþróunarfélag. Okkar verkefni snýr að því að meta tæki- færi og styrkleika svæðisins, laða áhugasama aðila að og bjóða upp á land á markaðskjörum til að undirbúa jarðveginn fyrir eitthvað magnað.“ Þó svæðið sé ein verðmætasta landareign í eigu ríkissjóðs þá verða ákveðnar forsendur að liggja að baki þeirri fullyrðingu. „Þarna er f lugvöllur sem þarf að hafa nægt landrými til að vaxa og dafna.“ Verðmætin felast í því að hagsmunaaðilar hafi svigrúm til að þróa landsvæðið áfram. „Land er eiginlega einskis virði ef það er ekkert skipulag á svæðinu.“ Þess vegna er að sögn Ísaks mikilvægt að sveitarfélögin komi að verkefninu og að landið sé áfram í eigu ríkisins. Kadeco innheimtir leigu á Ásbrú og mun koma til með að gera það fyrir allt landsvæðið. Nú ganga allir í takt Ísak fullyrðir að landið verði leigt á markaðskjörum og að það sé ein forsenda fyrir hagsæld sveitar- félaganna. „Við ætlum öll að leggja okkar af mörkum til að hámarka virði og hagsæld fyrir alla aðila, fjölga atvinnutækifærum og gera það besta úr þessi einstaka verk- efni fyrir okkur öll.“ Ísak segir að samstarfið milli Isavia, sveitarfélaganna og ríkisins hafi gengið vel. „Það eru allir löngu búnir að sjá hvaða tækifæri eru þarna í boði. Það tók sinn tíma fyrir alla að sjá það, sem er í raun- inni ágætt. Hugmyndin þurfti að fá að gerjast en nú ganga allir í takt. Við höfum öll sömu sýn á verk- efnið, við viljum að þarna byggist upp öflug og fjölbreytt starfsemi í tengslum við flugið. Þarna munum við fjölga stoðum undir atvinnu- lífið á Suðurnesjum sem hefur verið einsleitt í gegnum tíðina.“ Á fyrri árum, þegar Bandaríkja- her var með varnarlið á flugvell- inum, voru fá atvinnutækifæri í boði önnur en hjá hernum. Eftir að herinn hvarf á brott varð 15% atvinnuleysi í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Í dag er flugstöðin stærsti atvinnuveitandinn á Suður- nesjum og Ísak segir það mikilvægt að byggja upp starfsemi sem geti þrifist óháð áföllum í flugi. Þannig að draga þarf inn á svæðið fjöl- breytta starfsemi sem tengist ekki öll flugi. „Við viljum þó byggja upp styrka atvinnustoð viðskiptalegrar starfsemi sem nýtir flugið en ekki þarf öll starfsemin endilega að vera háð fluginu.“ XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 11 L AU G A R DAG U R 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 KEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -E 6 F 0 2 3 5 4 -E 5 B 4 2 3 5 4 -E 4 7 8 2 3 5 4 -E 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.