Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Taktu fyrstu
vél til Kaup-
manna-
hafnar, farðu
á hækjunum
á Lægevagten,
berðu þig
aumlega og
segðu: hjælp.
OPIÐ ALLAR HELGAR
FRÁ KL. 11.00-17.00
KOMDU Í
KOLAPORTIÐ
D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S
30
ÁRA
1989 2019
It was me And a gunAnd a man On my backAnd I sang „Holly Holy“ as he
buttoned down his pants
„Me and a gun“ er lag af fyrstu plötu tónlistarkonunn
ar Tori Amos sem kom út árið 1992. Lagið fjallar um það
þegar Amos var nauðgað. Hún hafði nýlokið tónleikum
á bar þegar einn fastagesta staðarins ógnaði henni með
hníf og kom fram vilja sínum.
Í síðustu viku voru tvær konur dæmdar í Héraðsdómi
Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem
þær létu falla um tvo menn í hinu svokallað Hlíðamáli.
Hlíðamálið komst í hámæli árið 2015 eftir að fréttir
voru fluttar af því að tveir menn væru grunaðir um
hrottalegt kynferðisbrot í íbúð í Hlíðahverfi Reykja
víkur. Óhugur greip um sig. Tjáðu margir sig um málið
á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum áður en að það var
til lykta leitt en það var fellt niður í júní 2016 því það
þótti ekki líklegt til sakfellingar að sögn vararíkis
saksóknara.
En það voru ekki málalyktir. Fjöldi fréttamanna
og einstaklinga sem tjáðu sig um málið var dæmdur
fyrir ærumeiðandi ummæli um mennina tvo. Þar
að auki kærði lögmaður mannanna stúlkurnar fyrir
rangar sakar giftir sem höfðu gefið þeim að sök að hafa
nauðgað sér en því máli var vísað frá.
Var Tori Amos nauðgað?
Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri, heyrist þá hljóð?
Tori Amos leitaði ekki til lögreglu eftir að henni var
nauðgað. Aldrei var gefin út ákæra og enginn var sak
felldur. Má Tori Amos segja frá því að henni hafi verið
nauðgað? Má hún semja lag um það? Má hún segja hver
nauðgaði henni? Má ég skrifa í Fréttablaðið að Tori
Amos hafi verið nauðgað? Og ef enginn var dæmdur, var
Tori Amos nauðgað?
Ég var fórnarlamb auðkennisþjófnaðar fyrir skömmu
þar sem ég bý í London. Óprúttnum aðilum tókst að
plata þjónustufulltrúa í bankanum mínum til að senda
mér nýtt debetkort. Þeir vöktuðu póstkassann minn
og stálu kortinu úr kassanum þegar það barst. Síðan
fóru þeir í hraðbanka og tæmdu reikninginn minn. Ég
hafði samband við bankann sem endurgreiddi mér
hina stolnu upphæð. Því næst hringdi ég á lögguna.
Símsvari lögreglu Lundúnaborgar tjáði mér hins vegar
að það væri svo mikið að gera að hún hefði ekki tök á
að rannsaka minniháttar mál. Mér væri þó velkomið
að fylla út eyðublað á netinu ef ég vildi. Mér fannst
enginn tilgangur með því að fylla út eyðublað. Ég kærði
ekkert til lögreglu. Enginn var dæmdur. Enginn efaðist
þó um að þrjú hundruð pundum hefði verið stolið af
reikningnum mínum.
Saklaus uns sekt er sönnuð er grundvallarregla sem
aldrei má víkja frá. Við verðum að horfast í augu við
það að einstaklingur getur verið sakaður um nauðgun
en reynst saklaus. En að sama skapi verðum við að
horfast í augu við það að konur – og karlar – verða fyrir
kynferðisofbeldi sem enginn er dæmdur fyrir. Kynferð
isafbrotamál eru í flestum tilfellum látin niður falla þar
sem líkur á sakfellingu þykja litlar. Fórnarlömb þora oft
ekki að stíga fram – eða þeim finnst ekki taka því.
Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur tók hópur
fólks saman höndum og stofnaði málfrelsissjóð á söfn
unarsíðunni Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að „draga
úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og
tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega
og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kyn
bundið ofbeldi“.
Hvar hefst réttur manns til æru og hvar lýkur rétti
konu til að tjá sig um atburði eigin lífs? Þetta er flókið.
Þetta er ekki svart og hvítt. En það gengur ekki að
dómstólar séu notaðir sem ógn til að kefla þolendur
ofbeldis, múlbinda þá sem berjast gegn því og kæfa í
fæðingu þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað um
kynferðislegt ofbeldi undanfarin misseri. Ég ætla að
gefa í málfrelsissjóðinn. Ég vona að þú gerir það líka.
Ef tré fellur í skógi
Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann
hafa nokkuð til síns máls.
Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vin
konu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum,
með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann
í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmanna
hafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig
aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún.
Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan
viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum,
innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef
þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á
örugga leiðsögn um framhaldið.
Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild,
læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö
læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo
fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna
ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst.
Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðher
bergisskápnum og vinur minn er hættur að átta
sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri,
enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir
honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni.
Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið
í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem
nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti
hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna
lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki
standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki
náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum
og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka.
Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori,
þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum.
Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við
hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna
um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða
heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema
ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín.
Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera
með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir
segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi
stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti amer
íska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr
því þróttinn. Er það svo?
Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið
því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um
einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og
tíðkast vestanhafs?
Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus
öllu lengur.
Raketta án
priks
2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-9
3
0
0
2
3
5
4
-9
1
C
4
2
3
5
4
-9
0
8
8
2
3
5
4
-8
F
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K