Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 18
Sandskeið flugvöllur BL ÁF JA LL AV EG U R SUÐURLANDSVEGUR NORÐLINGAHOLT HR AU NS LÓ ÐSTRÍPSVEGUR 1 1 417 ✿ Ein af uppáhaldsleiðum Katrínar Mikilvægt að fara ekki of brattur af stað Fjallahjólreiðar hafa undanfarin misseri rutt sér til rúms hér á landi. Fréttablaðið tók tvo þaulreynda hjólreiðaáhugamenn tali og bað um ráðleggingar til byrjenda, bestu hjólreiðaleiðirnar og að taka stöðuna á þessari forvitnilegu íþrótt almennt. Katrín hefur stundað hjól- reiðar frá því að hún lagði bad- mintonspaðann á hilluna fyrir nokkrum árum. MYND/ÚR EINKA- SAFNI Helgi Berg Friðþjóðfsson hefur stundað fjallahjól- reiðar í tæpa þrjá áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hjólreiða- maður Hverjar eru bestu og skemmti- legustu hjólreiðaleiðirnar? Mér finnst mjög gaman að hjóla í Öskjuhlíðinni. Þar eru ýmsar miserfiðar hjólaleiðir til að spreyta sig á. Það er samt alltaf skemmtilegast að hjóla á fjöllum og í nágrenni Reykja- víkur finnst mér skemmtilegt að hjóla í Esjunni, á fellunum í kringum Mosfellsbæ og svo er Jaðarinn, frá Bláfjallavegi niður í Heiðmörk alltaf fínasta æfing. Ég er mjög spennt að prófa nýju leiðina sem á að vera fær öllum í Skálafelli en fjallahjólasvæðið þar verður opnað í næstu viku. Á Akureyri er svo um 25 km fjalla- hjólaleið í Hlíðarfjalli og Kjarna- skógi sem er algjörlega frábær. Hvað ráðleggur þú byrjendum? Mikilvægast fyrir byrjendur er að velja sér verkefni við hæfi. Það er ekkert gaman að lenda óvart í að geta ekki eða þora ekki að hjóla leiðirnar sem maður er staddur á og þurfa að ganga langar leiðir með hjólið. Svo skiptir viðeigandi búnaður líka máli, ég hjóla alltaf með hjálm, hnéhlífar og bakbrynju. Hvernig kom það til að þú fórst út í fjallahjólreiðar? Ég hafði verið lengi að keppa í badminton og þegar ég lagði spaðann á hilluna vantaði mig eitthvert gott áhugamál í stað- inn sem innifelur í sér einhverja hreyfingu. Þegar ég prófaði svo fjallahjól í fyrsta skipti varð ekki aftur snúið. Það er ekkert betra en að vera með hjólið mitt á fjöllum, hvort sem heldur er ein eða í góðum félagsskap. Þegar ég er svo að kljást við eitthvað flókið eða erfitt á hjólinu er ekkert annað sem kemst að. Þá næ ég algjöru núvitundar- ástandi sem er svo gott í amstri hversdagsins. Svo er líka algjör bónus að vera að eyða tíma úti í náttúrunni. Síðast, en alls ekki síst, er miklu meira töff að vera á fjallahjóli en á götuhjóli því það er ekkert spandex í fjalla- hjólreiðum. Helgi Berg Friðþjófsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum. Hefur þú verið lengi í fjallahjólreiðum? Hvað kom til? Ég fékk áhuga á fjallahjólreiðum sem keppnis- grein 1991 þegar ég sá UCI World Cup keppni á Eurosport. Svo byrjaði ég að keppa 1993 á hjóli sem ég keypti fyrir fermingarpeninginn. Er þetta ekki stórhættulegt sport? Allar íþróttir eru hættulegar þegar maður er farinn að fara að ystu mörkum þess sem hægt er. En með aukinni fræðslu og að við séum nokkur á landinu sem erum komin með fjalla- hjólaþjálfaramenntun kemur þetta hratt. Þeir mörgu sem búnir eru með byrjendanámskeið, hjálpa vinum sínum aðeins og leiðbeina smá, þá dreifist aukin vitneskja vonandi hratt um og gerir fleiri öruggari. Þó er best að fara sjálfur á byrjendanámskeið. Hefurðu merkt aukinn áhuga á sportinu undan- farin ár? Ef já, af hverju heldurðu að það stafi? Já, ég hef klárlega tekið eftir mjög miklum og auknum áhuga á hjólreiðum. Bæði í keppnis- greinum, götuhjólreiðum, XC, AM, CX og DH. Þetta gerðist eftir hrunið 2007 þegar fólk fór að hugsa inn á við og rækta líkamann og vildi stunda íþróttir sem setja ekki mikið álag á stoðkerfin. Svo er bara svo brjálæðislega gaman að hjóla. Hver er munurinn á græjunum sem notaðar eru í fjallahjólreiðum annars vegar og götuhjól- reiðum hins vegar? Fjallahjólreiðar og götuhjólreiðar eru í raun algjörlega ólíkar íþróttir hvað útbúnaðinn varðar. Allt önnur hjól. En léttir íþróttamenn sem stunda götuhjólreiðar henta líka vel líkam- lega í Marathon og ólympískar XC-keppnir. Hins vegar eru Enduro og Downhill keppendur massaðri og líkari handboltamönnum líkam- lega. Svo eru allavega tólf íþróttagreinar innan hjólreiða sem eru allar með algjörlega sér útbúin og hönnuð hjól frá grunni. Svo er best að minnast á að rafmagnsreiðhjólaflokkarnir og jafnvel séríþróttagreinar tengdar aukinni og hraðri þróun rafhjóla eru ný og spennandi viðbót við hina stóra flóru sem fyrir er og fólki býðst að nýta sér. En munurinn á æfingunni sem þú færð út úr fjallahjólreiðum annars vegar og götuhjól- reiðum hins vegar? Það að hjóla á fjallahjólinu er almennt meiri alhliða hreyfing fyrir allan líkamann. Á götuhjólinu er það meira core og fætur ásamt vandaðri þolþjálfun. Annars eru allar hjólaíþróttir með eitthvert heillandi og skemmtilegt séreinkenni. olof@frettabladid.is 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -C 9 5 0 2 3 5 4 -C 8 1 4 2 3 5 4 -C 6 D 8 2 3 5 4 -C 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.