Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 1

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 1
5. árg. Reykjavík, 1948 3.—4. tbJ. íslenzk stjórnmál. i. Allt síðasta þing var sambærilegt við líf vesturfar- anna fyrr á árum, þegar þeir biðu vikum saman eftir skipi og ráfuðu, þreyttir á biðinni, um burtfararstað- inn. Næstum aldrei var tekið á þingmáli með fjöri eða áhuga. I þinginu er, að ég hygg, ekki minna mannval heldur en fyr á árum, en skortur viðfangsefna dregur alla samkomuna niður. Þegar Sigurður hálfkommi frá Vigur og Steingrímur Steinþórsson fluttu ölfrv. var Steingr. svo mælskur, að Mbl. flutti ræðu hans, og var honum það nýnæmi. Sú úlfakreppa, sem kommúnist- ar komu atvinnulífi þjóðarinnar í 1942 og síðar, er svo mikil þraut, að borgaraflokkarnir hafa, nú sem stend- ur, ekki orku til að sinna fleiri áhugamálum heldur en augnabliksþörfinni. Þegar forkólfarnir eru, með lang- vinnu samningamakki, búnir að koma sér saman um, hve mikið megi launa einni stétt og taka af annarri í það sinn, er fjörið tæmt. Þetta leiddi til, að nokkrir af helztu samningamönnum þingsins lögðu til, að bannað yrði að hafa um hönd á alþingi nokkuð af þeim mál- flutningi, sem minna á hugsjónir eða umhyggju fyrir framtíð lands og þjóðar. Þetta viðhorf þarf ekki að vera sönnun fyrir hæfileikaleysi þeirra þingmanna, sem ýta frá sér hugsjónamálum. Þeir eru, nú sem stendur, skorðaðir milli skjalda og mega sig varla hreyfa frá hinni hversdagslegu önn dagsins. Ný áhugamál skapa nýja samninga og nýja þreytu.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.