Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 7

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 7
ÖFEIGUR 7 hvað fleiri dyggðum prýddi menn í liði kommúnista heldur en reyndust vera í Sódóma, á fyrri tíð. Leið svo vikan í máttlaust þjark um dyggðir eða ódyggðir borgara og byltingarmanna. Fékk Eysteinn í þetta sinn nokkurn smjörþef af gerðum sínum. Hann hefur alla stund síðan 1942, þar til Bjarni Benedikts- son lyfti honum til sín í ráðherrastól, þráð mest af öllu að mega vera fóstbróðir Brynjólfs og Áka. I því skyni hefur hann fórnað miklu af þeim lífsgæðum, sem ekki eru auðfengin, ef þau einu sinni glatast. Nú mátti hann beita allri orku til að sanna, að sú lína, sem ég lagði 1923 væri hin eina rétta, og berjast með hörkubrögðum við félaga sinn úr stefnusvikum og heitrofum síðustu ára. Fundarmenn utan af landi viðurkenndu, að Her- mann ætti skilið þunga hegningu fyrir brot sín, en höll- uðust þó að því, að lofa honum að heita formaður eitt ár enn, fremur en að víkja honum úr öllum vegtyllum og úr flokknum. Töldu þeir þetta hættulaust, þar sem hann hefði ekkert fylgi, hvorki innan þings eða utan, en hitt mundi þykja vanmáttarmerki, að láta miðstjórnina yfirlýsa hvílík missmíði væru á ráði hans. Eftir þetta var samþykkt loðmulluleg ályktun til stuðnings veru Eysteins og Bjarna með Mbl.-mönnum í ríkisstjórn, og Hermann endurkosinn formaður, en með ótrú allra, XI. Nú byrjaði Vigfús Guðmundsson að koma meira við sögu, heldur en verið hafði um stund. Meðan hann var veitingamaður í Borgarnesi var hann jafnfrægur fyrir umhyggju fyrir gestum sínum og harðfylgi sitt við flokksmyndun Framsóknarmanna í héraðinu. Var um langa stund hin harðasta barátta milli hans og Mbl.- manna og dró hvorugur af sér í sókn eða vörn. Kom Vigfús svo fyrir sínum málum, að fyrir hans tilverkn- að, fremur en nokkurs annars eins manns, hefur Mýrar- sýsla verið Framsóknarkjördæmi. En því betur sem Vigfús vann fyrir sitt áhugamál var erfiði hans meir vanþakkað af stórbændum í héraðinu, sem helzt sáust á ferli þegar björninn hafði verið felldur og tekið að verzla með skinnið. Vigfús var einkennilegt sambland af samkeppnis- og samvinnumanni. Hann var hin mesta. aflakló og útsjónarsamur við þess háttar störf. Jafn- framt því var hann stórgjöfull vegna sinna áhugamála.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.