Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 20

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 20
20 ÓFEIGUR höfuðbæ og landi. Hefi ég í því tilefni nokkurn við- búnað um að hreyfa þeim málum á næsta þingi, ef Iokun alþingis verður þá ekki komin í framkvæmd. XXIX. Gylfi Gíslason hafði gert ráð fyrir, að með árásum sínum á húsameistara ríkisins fyrir viðgerð Bessa- staðakirkju og flutning í þjóðminjasafnið á helgigrip- um, sem búið var í áratugi að klastra saman með ó- máluðum fjölum og stórum nöglum, gæti hann aukið hróður sinn sem áhugamanns á þingi. En þetta fór á aðra leið. Áróður hans vakti hjá fólki áhuga fyrir því að vita allt um tilkostnað við Bessastaði og ennfremur hvort málrófið um kirkjugripi, sem ekki mátti færa úr stað, jafnvel þó að um væri að ræða samtýning og rusl, væri alvara eða hræsni. Var þess vegna spurt um all- an tilkostnað við Bessastaði og um óvirðulega meðferð á jarðneskum leyfum Jóns Arasonar og sona hans. Kom þá í Ijós, að upp á heimildarlaus meðmæli Her- manns Jónassonar, var búið að brúka úr ríkissjóði, án þingheimildar 5 milljónir króna. Auk þess sannaðist á Guðbrand Jónsson, að hafa tekið ófrjálsri hendi bein þjóðardýrlinga úr Hólakirkju og haft þau að leikfangi sínu. Varð Gylfi nú í hinum mestu vandræðum og létu þeir, sem mesta ábyrgð báru á Bessastaða-tilkostnað- inum, reiði sína bitna á honum. Sögðu menn, sem satt var, að Gylfi hefði með málæði sínu orðið til þess að öll þjóðin vissi nú hluti, sem henni komu við, en átti að leyna. Þrír menn kunnu verst þessum mála- lokum. Eru það Guðbrandur, Hermann og Sigurður Jónasson. Tveir hinir fyrrnefndu höfðu ástæðu til að hryggjast út af grunnfærni Gylfa. Um Sigurð er það að segja, að þjóðin var aldrei alveg viss um fyrirkomu- lagið á gjöf hans, því að frásagnir Hermanns um þau efni voru með boðorðakeim, en nú er öllum ljóst, að hér var um að ræða gjöf og verzlun, þar sem Hermann hefir á verzlunarsviðinu greitt 122 þús. kr. Ef fyrir- komulagið á þessum viðskiptum hefir verið algerlega óaðfinnanlegt og sú hlið hefir yfirleitt ekki verið rædd frá minni hálfu, þá ættu þeir félagar ekki að vera smeykir við að lofa borgurum landsins að vita alla málavöxtu. Nú vildi ég ennfremur fylgja málinu eftir að því er snertir ást þingsins á kirkjugripum. Flutti '

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.