Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 9

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 9
ÓFEIGUR anum. Höfðu kommúnistar þriðjung liðs á hvorum fundi og varði sá liðskostur alla kúgun Rússa. Næst var fundur ungra manna úr öllum stjórnmálaflokkunum. Voru kommúnistar þar einir móti borgaraflokkunum. Samþykkti stjórnarliðið bæði ádeilu á kommúnista fyrir ofsa þeirra í Tjekkoslóvakíu og Finnlandi og auk þess áskorun um stuðning við ráðuneyti Stefáns Jóhanns. Daginn eftir birtir Vigfús Guðmundsson yfirlýsingu í Tímanum, þar sem hann saumar allþétt að ungum Fram- sóknarmönnum fyrir þátttöku í stuðningi við samstjórn- ina. Hafði Vigfús sett ádrepu sína í blaðið, án þess að ritskoðun væri beitt en líklegt þykir að Hermann hafi sagt: ,,Þú ræður verkum þínum Vigfús.“ Þegar Eysteinn sá klausuna þótti honum, sem búið væri að kippa einum fæti undan valdastóli sínum. Greip hann símann og var hálfa stund burtu við liðsdrátt móti Vigfúsi. Hermann var ekki heldur iðjulaus þá stundina og kallaði saman þá menn, sem höfðu átt þátt í að bera fram traust á vini hans Eystein og Bjarna. Setti hann upp svip rann- sóknardómara og spurði ungmennin, hvaðan þeim kæmi vald og myndugleiki til að marka stefnu Framsókn- ar. Tjáði hann þeim, að það væri hans verk en ekki þeirra enda skyldu orð þeirra og yfirlýsingar teljast markleysa. Sannaðist nú á Hermanni, það sem keisari einn sagði: „Landflótta konungur er auma skepnan.“ Framsóknarpiltarnir sögðu, að Hermann væri „plat“ formaður og yrðu hans fyrirmæli að engu höfð, enda birtu þeir hortuga yfirlýsingu móti Vigfúsi. Urðu um þetta deilur í ýmsum blöðum. Þótti mönnum Vigfús hafa verið vopndjarfur og einarður að venju. Setti Ey- steinn nú á hann ritbann hið meira og má ekki taka neitt í blaðið eftir fjárgæslumanninn, nema það sé tví- lesið af völdum mönnum. Hins vegar telur Vigfús dagana þangað til hann er laus við öll kúgunarbönd og fær aðstöðu til að sinna gestum sínum við bjarkarilm á bökkum Hreðavatns. XIV. Þegar menn eins og Vigfús Guðmundsson eða Sigfús Hallgrímsson í Vogum við Mývatn óska eindregið eftir að mega búa í pólitiskri flatsæng með bolsivikum þá stafar það af því, að þeir hafa um langa stund barizt í kosningum móti stefnu efnameiri borgara um inn- 2

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.