Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 19

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 19
ÖFEIGUR 19 XXVIII. Við umræðurnar um Bessastaði kom í ljós, að þegar ríkisstjóri fór þangað til vistar, hafði Hermann gefið út einskonar fríbréf til stjórnarvaldanna um að ríkis- sjóði bæri að styðja að ummyndun staðarins. Þetta plagg var síðan notað eins og allsherjar lykill að lands- sjóði, þegar um tiikostnað við Bessastaði var að ræða. Að vísu hafði Hermann enga heimild til að gera slíka ákvörðun, en allar stjórnir, sem setið hafa að völdum síðan 1941, hafa látið sem þær tryðu á gildi þessa fáránlega plaggs. Hefir síðan, ár eftir ár, verið veitt fé til umbóta á Bessastöðum, stórar fjárhæðir, og aldrei leitað samþykkis alþingis. Þegar ég óskaði í fyrirspurnarformi eftir skilagrein, höfðu hlutaðeigandi ráðherrar ávísað í þessu skyni allt að fimm milljónum kr. Erlendis er öll eyðsla, til þjóðhöfð- ingja og húsakynna þeirra, ákveðin af löggjafarþingun- um, eins og hver önnur útgjöld.Hitler og Stalin hafa hinsvegar sömu aðferð og Hermann, hvort sem það hefur verið til fyrirmyndar eða ekki. I umræðunum tók ég fram, að sjálfsagt væri að hafa sómasamleg húsakynni á forsetaheimilinu, enda mundi þingið hafa tekið í það mál með velvilja, ef höfð hefði verið í því efni sómasamlega fjárveitingaraðferð. Þingmenn brostu samt, þegar Pétur Ottesen skaut inn í spurningu „hvort tilkostnaður við alifuglahúsið mundi nema 1000 kr. á púttuna". Tilgangur minn með fyrirspurninni var sá, að freista að þingið tæki upp í þessu efni sömu vinnubrögð eins og tíðkast hjá hvítum og frjálsum mönnum. I öðru lagi var mér kunnugt um, að landið var búið að ganga mjög myndarlega frá bústað æðsta starfsmanns þjóðfélagsins og að þar hafði komið fram allmikill stór- hugur og nokkur framsýni. Hinsvegar hefur alþingi og rikisstjórn sýnt frámunalegt hirðuleysi og skamm- sýni varðandi húsakynni Alþingis og stjórnarráðsins, hliðstæð hinum frámunalega kotungsskap, sem höfuð- borgin lætur koma fram um sín húsnæðismál fyrir stjórn bæjarins. Tel ég sigurvænlegt, að bregða á loft fyrir augum alþjóðar, mynd af þeirri rausn og fyrirhyggju, sem sýnd hefir verið í verki á Bessastöðum, til að eggja forráðamenn ríkisins og höfuðborgarinnar, um að sýna nokkurn stórhug um hin ytri tákn stjórnarvaldsins í

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.