Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 22

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 22
22 ÓFEIGUR listasafnið. Ráðherranum þótti þar vera kynlegur hlut- ur á ferð og sendi myndina beina leið inn á ráðherra- fund. Ríkisstjórnin horfði undrandi á furðuverkið, en fann að hjálparhellur hennar, þingmennirnir, máttu ekki fara á mis við þessa sjón. Var einn af vöskustu starfs- mönnum í stjórnarráðinu sendur með listaverkið ofan í Alþing. Setti hann málverkið upp á háan skáp í íestr- arsalnum og blasti það þar vel við sjónum manna. Inni í þingsal var Gísli hinn sterki að halda höfuð- ræðu fjárlaganna. Þá kom einn af skörungum þingsins til mín og gaf mér bendingu um að fylgja sér inn í lestrarsalinn og benti á myndina. Þótti mér þá, sem þar væri ljótari fótur Þórarins Nefjúlfssonar, en það var ljótastur útlimur, sem sögur fara af. Hér gat að líta nokkur hluta fullorðins kvenmanns. Þar var ekkert höfuð en neðri hluti af hálsi. Þá kom boiur og stubb- ar af neðri útlimum, þrír að tölu. Litarfarið á kroppn- um var líkast og á rjúpu, sem búið er að steikja með ríkulegri fitu. Óglöggt sást fyrir hægri handlegg og lá hann nokkuð beygður inn á við, niður eftir búkn- um. Var þar haldið á grænum vasaklút eða laufblöðum. Þó að þetta listaverk ætti að tákna part af konu, sáust þar engin lífsmerki, heldur var líkast því að myndin væri af illa tilhöggnum steini. Þetta var óvenjulega Ijótt og leiðinlegt klessumálverk. Valtýr hafði boðið Nínu Tryggvadóttur að velja sjálf málverk eftir sig, mjmd, sem hún vildi hafa á listasafni. Hún valdi þetta. Listakonan velur eftir sínum smekk og er óábyrg. Sök- in er á menntamálaráði fyrir að láta afvegaleiddar mann- eskjur velja myndir handa listasafni landsmanna. Nor- dal mun hafa dregið Þorgeirsbola í þjóðarskútuna með sama vinnulagi, og eru slík óhöpp til viðvörunar. Til stóð, að Nína fengi 15 þús. kr. styrk í vinnustofu, eins og margir Iistamenn hafa fengið, en nú þótti mörgurn þingmönnum skömmin vera farin að færast upp í bekk- inn. Þegar tillagan um 15 þúsundin var borin upp, féll hún með eins atkvæðis rnun. Þessir fylgdu framlag- inu í klessuverkstæðið: Kommúnistaranir 10, hálfkom- múnistarnir Barði, Gylfi, Sigurður í Vigur, Gunnar og Hermann. Frá krötum: Ásgeir, Finnur, Guðm. I. og Sigurjón. Lokastuðning veittu þrír ráðsettir borg- arar: Hallgrímur, Helgi og Hlíðar. Er þeirra syndafall furðulegt.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.