Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 6

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 6
6 ÓFEIGUR gera það sem aðrir vilja. Ekki var lagt fyrir fundinn eitt einasta lífvænlegt áhugamál. Enginn aðkomumað- ur rauf þögn hinnar svefnsælu værðar. Enginn fulltrúi leyfði sér að skora á menntamálaráðherrann að bjarga börnum fólksins undan ítroðningsoki skólalaga bolsi- vikanna. Enginn leyfði sér að óska eftir breytingu á tryggingarlöggjöfinni í þá átt, að bóndi, sem vinnur með kaupamanni sínum, megi vera slysatryggður og fá bætur eins og kaupamaðurinn, ef báðir vinna sömu vinnu og lenda í sama slysi. Á fundinum voru nokkrir fulltrúar austan yfir fjall. Ef smávægilegt hríðarveður kemur, lokast aðalvegurinn yfir Hellisheiði og nauð- synlegur flutningur framleiðslunnar á markað fellur niður. Úr þessu má bæta með því að fullgera Krýsu- víkurveginn. En þar var algjör þögn og sinnuleysi. IX. Hermann setti mótið og sagði, að vissulega ætti ein- hver annar en hann að sitja í formannsstólnum, þar sem ráð hans og tillögur væru að engu hafðar í flokkn- um. Flutti hann síðan harkalega ádeiluræðu á Eystein og Bjarna Ásg., og er tónninn í því efni kunnur úr boðorðunum. Tók Hermann sem dæmi um þægð Ey- steins við stjórnarmyndunina, að hann hefði sætt sig við að vera kennslusmálaráðherra, en erlendis væri sið- ur að velja í það sæti skynsamar stúlkur. í röksemd þessari eru þrjú stig. Fyrst, að forstaða menntamála sé lítið verk og löðurmannlegt. Annað að allar konur séu minna gefnar en karlmenn. Þriðja, að með því að Eysteinn tók að sér þessa kvennavinnu, hafi hann fært sig úr hásæti karlmannlegra yfirburða niður á hinn lága kvennabekk. X. Eysteinn og Bjarni vörðu gerðir sínar og embætti eftir því sem efni stóðu til. Steingrímur lagði þeim liðs- yrði, en með Hermanni töluðu Vigfús, Þórarinn ritstjóri og Sigurvin Einarsson. Hermann hafði mjög deilt á Mbl.-menn og lagt stund á að sanna, að þó að kommún- istar væru engan veginn gallalausir, væru í þeim hóp ágætir menn, svo sem Jónas Haralz. Hefur Hermann oftar, bæði sjálfur og fyrir munn annarra, rómað þenn- an unga bolsivika. Var auðséð, að Hermann taldi eitt-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.