Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 15

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 15
ÖFEIGUR 15 fengið að snerta skóþveng þessa biskups, ef Guðbrand- ur og Jón Arason hefðu verið uppi samtímis. Eysteinn svaraði fyrirspuminni greiðlega, en skorti eins og endra- nær þann skörungsskap, sem „almúgi“ Hermanns vill finna í landstjórnarmönnum. Hann vildi engu lofa um að beinunum yrði tafarlaust skilað heim að Hólum. Við þessa tregðu ráðherrans magnaðist í hugum Skagfirð- inga ófrávíkjanleg krafa um að beinum þjóðhetjanna yrði skilað í Hólakirkjugarð. XXIII. Eysteinn svaraði líka allýtarlega fyrirspurninni um tilkostnað við endurreisn Bessastaða. Hafði Sigurði Jónssyni verið greiddar 122 þús. kr. í sambai\di við burtför hans af jörðinni. Til vega heim að forseta- setrinu var varið 300 þús. kr. Alls er búið að eyða úr ríkissjóði um 5 milljónum kr. í Bessastaði, án heimilda frá Alþingi. Við þessar umræður missti Hermann stjórn á skapi sínu og er út af því nokkur saga. XXIV. Ég hafði haustið 1946 flutt á þingi tillögu um að leggja niður flugvöll Reykjavíkur, því að alltaf væri hætta á slysum í sambandi við flugvöll inni í miðri borg, og á stríðstímum gæti svo farið, að allur bærinn væri í hættu af sprengjum, sem stefnt væri að vellinum. Kringum völlinn eru hitaveitugeymarnir, Shellgeymam- ir, háskólahverfið, Þjóðminjasafnið, mörg sjúkrahús, margir skólar, kirkjur og íbúðarhús í hundraða- tali. Valdamenn landsins hafa daufheyrzt við öllum aðvörunum í þessu efni, láta augnabliksþægindi fólks, sem vill fljúga innan lands, sitja fyrir þjóðaröryggi. Mér var Ijóst, að fyrir utan hættuna sem stafar af flugvell- inum, mundi kostnaðurinn verða óbærilegur. Hefi ég í vetur reynt með fyrirspurnum að afla þjóðinni vit- neskju um tekjuhallann við rekstur þessa fyrirtækis. Ríkissjóður á hjá einhverjum erlendum mönnum á 7. milljón kr. fyrir aðstoð við flugferðir um Atlantshaf norðanvert. Halli á sjálfum flugvellinum getur tæp- lega orðið minni en ein milljón árlega, fyrir utan gíf- urlegan tilkostnað við að halda vellinum í flughæfu standi. Tekjuhalli á gistihúsi, sem Bretar skildu eftir fullbúið með 80 rúmum og miklum borðbúnaði, er um

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.