Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 13

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 13
ÖFEIGUR 13 framkvæmdir, sem hann hafði ekki tekið með í sína áætlun. Hann hafði auk þess í samráði við valdhafana endurnýjað prédikunarstól, altari og altaristöflu. Voru gömlu gripirnir sinn úr hverri áttinni og óhæfir í nokkra kirkju. Prédikunarstóllinn og altarið voru látin lafa saman með nöglum og ómáluðum fjölum, en á altaris- töfluna vantaði þann hlut myndarinnar þar sem sýndir voru fætur frelsarans. Auk harmastuna yfir þessum munum, þótti Gylfa mikil helgispjöll að því, að legsteinn Páls Stígssonar var tekinn úr kór á Bessastöðum og fluttur inn í þjóðminjasafnið. Hins vegar hafði húsa- meistari látið taka legstein Magnúsar Gíslasonar amt- manns, hins ágætasta ættjarðarvinar, upp úr moldar- leðju undir gólfinu, og sett hann í kórvegg, þar sem áður var minnismerkið um höfund Stóradóms, Pál Stígs- son. XX. Málinu tók nú mjög að halla á prófessorana og virtust þeir vanda lítt grundvöll ákæru sinnar. Sýnd- ist mér, þegar hér var komið, við eiga að sannprófa bæði fornmenjaáhuga þeirra félaga og hvað liði öðriun framkvæmdum á Bessastöðum. Bar ég fram fyrirspurn til stjórnarinnar, um allan tilkostnað við endurbætur á forsetaheimilinu og í öðru lagi, hvort bein Jóns bisk- ups Arasonar og sona hans hefðu verið grafin upp og flutt burt úr Hólakirkjugarði og með hvers konar heimildum. Varð nú uppi fótur og fit vegna þessara fyrirspurna. Kom brátt í Ijós, að dr. Guðbrandur hafði fyrir 30 árum hitt að máli Pálma Pálsson yfirkennara, sem gegndi óábyrgur embætti fornmenjavarðar nokkr- ar vikur, og spurt hvort hann mætti rannsaka í Hóla- kirkjugarði hversu undirstöðum dómkirkjunnar hefði verið háttað fyrr á árum. Honum var veitt þetta leyfi, en meira ekki. Þessa heimild notaði Guðbrandur til að leita að beinum Jóns Arasonar og sona hans. Þóttist hann finna slíkar beinagrindur og fór með þær til Reykjavíkur í kassa. Páll Zophoníasson tók litlu síðar við Hólum, en var allra manna ólíklegastur til að hafa móthyggð á framferði Guðbrandar. Vissi almenningur í Skagafirði lítið eða ekki um uppgröftinn. Guðbrandur virðist í fyrstu hafa verið nokkuð feiminn við að hampa feng sínum, en þó leikur orð á, að hann muni hafa

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.