Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 17

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 17
ÖFEIGUR 17 sveitir, en ekki enskar. I þessari bók hefir Hermann gefið persónulegar upplýsingar um, að í marzmánuði 1939 hafi Sveinn Björnsson, sendiherra, ritað honum þrjú bréf, hvert á fætur öðru, um að eftir bendingum dönsku leynilögreglunnar væri búið að teygja marg- falt njósnarkerfi til íslands. Benti sendiherrann á, að bezt myndi að senda vel hæfan lögfræðing til Danmerk- ur til að fullkanna þá þjóðarhættu, sem hér kynni að leynast. Með spurningum fékk ég Hermann til að með- ganga, að hann hafði leynt mig, sem formann utan- ríkisnefndar allri vitneskju um málið, þegar bréfin komu, svo og alla aðra nefndarmenn. Hann hafði líka leynt Stefán Jóhann, sem tók um þessar mundir við embætti utanríkisráðherra, öllu er laut að málinu. Hann var þessar sömu vikur að búa Kofoed Hansen flug- mann undir að taka við embætti lögreglustjóra. Við- vörun sendiherra hafði þau ein áhrif, að Hermann leynir hættunni fyrir öllum, sem honum bar skylda til að segja frá málinu, en sendir í þess stað, fyrst til Dan- merkur og síðan til Þýzkalands hinn vaska en ólög- fróða flugmann, sem átti að taka við forystu lögreglu- málanna. Hermann var mikill vinur dr. Guðbrands Jóns- sonar, en hann var aftur, að eigin sögn, í miklum kær- leikum við Himmler og þóttist hafa fengið frá honum vinsamlegar kveðjur. Hvort Guðbrandur hefir getað verið stjórnarformanni landsins að meira eða minna gagni í þetta sinn, skal ekki fullyrt, en svo mikið er víst, að í Þýzkalandi var tekið með veg og viðhöfn móti þessum sérstaka fulltrúa íslenzka forsætisráðherr- ans, og fékk hann að sjá marga forkostulega hluti hjá nazistum. Hermann hafði mikinn áhuga fyrir þessari Þýzkalandsferð og virðist hafa heimtað rækilega skýrslu um ferðina, en ekkert um njósnir Himmlers á íslandi. XXVII. Hermann varð mjög flaumósa, þegar fyrirspurn þessi kom til umræðu. Hann reyndi að gera lítið úr bréfum sendiherra og skella skuldinni fyrir Þýzkalandsferðina á lögreglustjóraefnið. Hvorttveggja var ómaklegt. Sendiherra gerði skyldu sína sem embættismaður lands- ins. Norðurlönd, þar á meðal Island, loguðu raunveru- lega í þýzkum njósnareldi, þar sem Himmler beitti allri þeirri lævísi og fólsku sem frekast mátti við koma.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.