Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 12

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 12
12 ÓFEIGUR sveit, þá var hún ætíð, svo að segja óskipt, úr hópi stúdenta. Hið sanna er að forgöngumenn og stuðnings- lið, 1 frelsisbaráttu íslendinga hafa verið úr öllum stétt- um og myndi heppilegt að láta áróður eins og þann, sem hér er gerður að umtalsefni, falla niður, en gleðjast yfir fengnu frelsi og gæta þess vel á ókomnum árum. XVIII. Maður er nefndur Guðbrandur Jónsson. Hann telur sig mikinn fornfræðing og vísindamann. Endur fyrir löngu segist hann hafa heimsótt minnsta háskóla Þýzkalands og gerst þar doktor. Þetta þótti með nokkrum ólíkind- um og varð einn af íslenzkum tignarbræðrum Guðbrand- ar til að heimsækja staðinn til að kynna sér málavexti varðandi þessa lærdómsþraut. Hafði þá gleymst að skrifa einkunn doktorsins inn í prófbókina. Þetta þótti Vil- mundi landlækni ómaklegt hirðuleysi við fræðhnann og kom því til leiðar, að „krata“-ráðherra útnefndi Guð- brand sem prófessor, þó án launa eða kennsluskyldu. Var landlæknir um þær mundir önnum kafinn við að gera Sigurð Einarsson að guðfræðikennara við háskól- ann. Með heiðurstitli Guðbrandar vildi landlæknir sýna hversu prófessor á Islandi ætti að vera úr garði gerður. Eftir nýár í vetur tók þessi vísindamaður að gera sér títt um Bessastaði. Vissi hann að þar fór fram aðgerð á kirkjunni, undir umsjón Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara. Reyndi doktorinn að fá ýmsa menn til að ráðast opinberlega á þessa viðgerð og bera því við, að of mikið væri endurnýjað í kirkjunni og gamlir dýr- gripir fluttir inn í forngripasafn. XIX. Guðbrandi varð ekki ágengt í þessu máli fyrr en annar og betri prófessor, Gylfi Þ. Gíslason hóf árás á húsameistara í útvarpinu, í Alþýðublaðinu og að síð- ustu á Alþingi með fyrirspurn um tilkostnað við Bessa- staðakirkju. Vakti ræða Gylfa talsvert umtal í þing- inu og kom áhugaroði í kinnar sumra þingmanna, sem höfðu fram að þessu notið svefnværðarinnar með þakk- lætiskennd. Húsameistari svaraði ádeilu Gylfa í Alþýðu- blaðinu og hratt framslætti hans með glöggum rökum. Sannaði hann að valdamenn landsins höfðu fyrirskipað verkið, lagt fram peninga eftir þörfum, og ákveðið dýrar

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.