Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 26
26
ÖFEIGUR
Yfir landamœrin.
Dagur hefir flutt harðorða ádeilu á Ölaf Thors, fyrir
að hafa farið mjög ómjúkum orðum um kommúnista,
en síðan gert við þá bandalag og vináttusáttmála. Er
þetta vel og réttilega mælt í Degi. Hitt er annað
mál, að hið góða blað Eyfirðinga sér betur flísina en
bjálkann. Ólafur hefir mjög brotið af sér, með því að
standa ekki stöðugur við sinn réttmæta dóm um kom-
múnista. En Dagur hefir drýgt sömu synd. Hann hafði
árum saman svarið kommúnistum óvildareiða. Skyndi-
lega snerist höfundur hinna 28 boðorða með bolsivik-
um og lagði fyrir Dag að snúast líka, hvað hann gerði
í snatri og án efasemda. Dagur var svo öruggur um
réttmæti snúningsins, að einn af helztu mönnum blaðs-
ins vildi óvægur koma á „vinstri stjórn“, meðan Vilhj.
Þór var ráðherra, og fá Áka í staðinn.
# # #
Dagur og Ólafur Thors ættu að halda sameiginlega
iðrunarhátíð, til minningar um saklausa æsku,
freistingu, fall, endurreisn og dyggðum prýtt líf á efri
árum. Þroski Grettis stöðvaðist, er hann glímdi við
drauginn. Ef Ólafur og Dagur hefðu ekki vilzt af lín-
unni frá 1923, myndu þeir nú vera krýndir lárviðar-
sveigum fyrir unnin afrek, annar sem höfðingi borg-
aranna, hinn fyrir mikil pólitísk áhrif í íslenzku þjóðlífi.
* *
Mjög ganga sumir klókir menn blindandi gegnum
jarðlífið. Dr. Guðbrandur Jónsson hefur lagt hina mestu
áherzlu á, að minnisvarði Páls Stígssonar fái að vera
í kór á Bessastöðum, en ekki í þjóðminjasafninu. Páll
gerði harðar kröfur til manna um sannkristilega breytni
og dæmdi Stóradóm til að halda breyzkum manneskj-
um á vegum hreinnar dyggðar. Það er mjög vafasamt,
hvort hinn klóki doktor hefði unað vel langri dvöl á
Bessastöðum, undir verndarvæng Páls Stígssonar. Lífs-