Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 23

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 23
ÓFEIGUR 23 XXXII. Skipting innflutnings milli kaupmanna og kaupfélaga er Akkillesarhæll ríkisstjórnarinnar. Leita kommúnist- ar þar sífellt að stað fyrir sprengju. Sambandið lagði fyrir sitt leyti grundvöll í málinu á aðalfundi á Blöndu- ósi 1946. Kaupfélögin hafa um helming matvöruinn- kaupa, en ekki nema 10—15% af fiestum öðrum vör- um. Nú krafðist sambandsfundur, að félögin fengju all- an innflutning í hlutfalli við matvöruna. Þetta líkar kaupmönnum illa, svo sem við mátti búast. Þegar nú- verandi stjórn var mynduð, krafðist Eysteinn, að fá Blönduóssgrundvöllinn viðurkenndan. Sjálfstæðismenn vildu ekki gefa upp sinn málstað. Varð Eysteinn þá annaðhvort að missa ráðsins eða falla frá Blönduósi. Kaus hann síðari kostinn, að líkindum meo ráði sam- vinnuleiðtoganna, sem áttu að velja um að hafa bolsi- vika í hásæti eða sætta sig við orðinn hlut um vöru- skiptingu. Áttu samvinnumenn, eins og þá stóð á, enga opna leið til meiri innflutnings, hversu sem að var farið. Sigfús, sem vill leika Mörð, og hefir til þess allgóða meðfædda hæfileika og einlæga viðleitni, tók nú að sér að sprengja sundur kaupmenn og kaupfélög í stjórnar- samvinnunni. Flutti hann í fyrra Blönduóstillöguna í sambandi' við lögin um „stórráðið“ og lét Eystem og liðsmenn hans fella hana með nafnakalli. Næst kom Sigfús með tillöguna í útvarp, og urðu þeir Skúli og Eysteinn að tala um fegurð himingeimsins og hans dásemdir, til að komast utan um Blönduós. Að lokum fann gamansamur náungi upp seðlatillöguna og kom í munn Hermanni í ,,stórráði“. Tókst nú samspil með Sigfúsi og Hermanni, um að hrella Eystein og Bjarna B. rneð þessum uppvakningi. Urðu átök í „stórráðinu“ um málið og komst Finnur í klípu, en drap sig úr dróm- anum. Sigfús kom draugnum enn á framfæri í neðri deild, í sambandi við breytingu um „stórráðið". Þótti mér nú leggjast lítið fyrir gamla samherja í Fram- sókn, þegar þeir létu mann, á borð við Sigfús, gerast höfuðmálsvara kaupfélaganna .á þingi, þannig að þeir urðu róðrarkarlar á skútu hans. Kom ég ekki í þingið, þegar samvinnufélögin voru 'bundin aftan í vagn bolsivika og dregin í sorpinu. Stóðu saman að skrípaleik Sigfúsar allir kommúnistar, allir Framsóknarmenn sem samneyta Eysteini, og til skrauts fyrir samfylkinguna

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.