Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 10

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 10
10 ÓFEIGUR anlandsmál og í öðru lagi átta þeir sig ekki á að þeir eru sjálfir kapítalistar í smáum stíl og mundu beita sér með jafnmikilli hörku gegn því, að láta svifta sig heimilum og atvinnutækjum eins og ríkari menn, er þeir verja auð sinn. Ef ríkisvaldið léti taka Hreðavatns- húsið af Vigfúsi eða hreppstjóri Mývetninga kæmi að rússneskum sið með erindisbréf frá kommúnistastjórn í Reykjavík í því skyni að yfirtaka alla bústjórn og heimilishald í Vogum, þá myndu báðir þessir vösku Framsóknarmenn minnast upprunans og þúsund ára sjálfsmennsku bænda á íslandi. Þeir myndu verja eign og óðul með jafnmiklum sannfæringarkrafti eins og Sveinn timburhlaða Völundar eða Ólafur fiskhús Kveld- úlfs. Ef byltingarliðið hefði hér sömu aðstöðu eins og austan við járntjaldið, mundu hraustir búþegnar eins og Sigfús í Vogum og Vigfús á Hreðavatni missa lífið sem fyrstu fórnarlömb hins austræna kristindóms, er eitt sinn var mjög rómaður í Tímanum. XV. Eysteinn Jónsson varð í vetur, eins og nú hefur ver- ið drepið á, að berjast heila viku á miðstjórnarfundi þess flokks, sem hann notar nú sér til framdráttar, við að sanna fyrir samherjum sínum, að ég hafi að öllu leyti haft á réttu að standa um viðhorfið til bolsi- vismans, síðan hann og Hermann brugðu heitum og stefnu flokksins og tóku að sækjast eftir bræðralagi við fimmtu herdeild Russa hér á landi. Ef Eysteinn hefði þá látið vera að rjúfa heit og fastmarkaða stefnu, þá hefði hann nú ekki þurft að beita allri orku til að bæla niður í hugum gamalla og góðra samherja út um allt land, þann átrúnað, sem hann hefir átt mest- an þátt í að skapa á undangengnum sex árum. Þær raunir, sem hann hefir gengið í gegnum í þessu efni og sú sorg, sem hann á eftir að hafa af öllu sínu háska- lega leynibralli við lið Stalins hér á landi, er hin óhjá- kvæmilega hegning fyrir drýgðar misgerðir. Sagan um yfirlýsing Vigfúsar og allar afleiðingar þess máls eiga að geta sannfært leiðtoga ,,gistivina“ um hið ó- rjúfanlega samband milli orsaka og afleiðinga. XVI. Síðasti fundurinn út af yfirgangi bolsivika, var hólm-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.