Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 8

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 8
8 ÓFEIGUR og fús að leggja á sig margháttað erfiði fyrir málefni, sem hann taldi verðskulda stuðning. Hefir enginn einn maður lagt jafnmikið fé fram úr eigin sjóði til héraðs- skólabygginga eins og Vigfús, en næstur honum kom Magnús Torfason. Nú kom Vigfús fram með reikninga Tímans og voru þeir ekki glæsilegir. Hann sendi mikið út af blaðinu en þegar hann bað um borgun buðu flestir nýliðarnir að láta hann fá sinn pappír heim aftur. Lík- aði honum ekki sem bezt starfið og dró ekki dulur á, að eftir næstu lok mundi hann ekki vera lengur í þeirri vist. XII. Ef Vigfús hefði sagt hug sinn allan, mundi hann hafa bætt því við, að baráttan fyrir Tímanum sem dag- blaði væri vonlaus. Mönnum þætti blaðið leiðinlegt í bænum og allt af þunglamalegt fyrir sveitafólk. Menn vildu hvorki gefa því fé eða borga óumbeðið pappírs- magn. Forsprakkar flokksins virtust hvorki hafa áhuga- mál eða getu til að skrifa í blaðið, á þann hátt að sú vinna bætti fyrir. Prentararnir í Eddu væru ekki ánægðir við blaðið og héldist á þeim miður en skyldi. Þó að blaðið væri stór byrði á prentsmiðjunni væri ótrúlega erfitt að láta enda mætast. Þá var lítil ástæða fyrir Vigfús að gleðjast yfir vinnubrögðum Halldórs sálma- skálds eða hinu almenna forystuleysi við blaðið. Verður Vigfúsi oft þungt í lund, er hann minnist fyrri tíma, þegar bændur á Mýrunum tóku Tímann á kvöldin að endaðri vinnu og nutu þeirrar ánægju, að sjá málefni stéttarinnar túlkuð með nokkrum röskleik og án þess að undirmál fylgdu. XIII. Eftir að fyllilega var komið í ljós, bæði í Tékkósló- vakíu og Finnlandi, hvað vakti fyrir Rússum með land- vinningaáformum þeirra og ógnarkúgun í þessum lönd- um, hófust fundarhöld allmikil í Reykjavík út af þess- um málum. Er helzt svo að sjá, sem Bjarni Benedikts- son hafi talið heppilegt að gefa liði kommúnista tækifæri til að útskýra á opinberum fundum hinn austræna krist- indóm. Gengu ungir Mbl.-menn fram fyrir skjöldu í þess- um umræðum. Voru fundir stúdenta tveir. Annar fyrir eldri háskólaborgara og hinn fyrir nemendur í háskól-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.