Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 3

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 3
ÓFEIGUE 3 þannig, að þingmenn og stjórnin gætu aukið gagnkvæma hamingju beggja aðila með því að slíta samvistir dag- inn fyrir skírdag, með skynsamlegri von um að þurfa ekki að sjást fyr en á hausti komanda. IV. Austfirðingar gefa út á Seyðisfirði tímaritið Gerpi og hafa í því riti gert tímabærar tillögur um stjórnar- skipun lýðveldisins. Er þar að vonum stuðzt við reynslu þess þjóðveldis, sem vandaði bezt sína stjórnarskrá í upphafi og hefur blómgazt fremur flestum öðrum þjóð- um í hálfa aðra öld, undir sömu stjórnarlögum. I Banda- ríkjunum kjósa allir fullorðnir menn forseta til fjögra ára í senn. Forsetinn velur sér ráðuneyti og spyr þing- ið ekki um, hverja velja skuli. Forsetinn og ráðuneytið standa fyrir öllum stjórnarframkvæmdum. Þing Banda- ríkjanna er í tveim deildum. Smáríkin kjósa hvert um sig tvo fulltrúa til efri deildar. Stærstu fylkin hafa alit að 20-faIda íbúatölu samanborið við fábyggð sveitaríki, en þó er fulltrúatalan jöfn frá þeim öllum í öldunga- deild. Til neðrideildar er kosið í einmenningskjördæm- um um allt land og takmörkum kjördæmanna breytt eftir fólksmagni. Má segja, að til neðri deildar sé valið eftir höfðatölureglunni, en í öldungadeild eftir landstærð og landsháttum. Austfirðingar vilja hafa þjóðkjörinn for- seta með allmiklu valdi. Þeir vilja skipta landinu í fimmt- unga og séu Reykvíkingar og Hafnfirðingar einn fimmt- ungurinn. Hver fimmtugur kýs þrjá fulltrúa til efri deildar, en í neðri deild eiga sæti 30 fulltrúar, kosnir í eins manns kjördæmum bæði í bæjum og sveitum. Tilgangurinn með tillögum Austfirðinga er sýnilega sá, að vinna móti upplausn og glundroða stjórnarfarsins, gera forsetann að húsbónda á heimilinu, þurrka burtu ábyrgðarleysi og ræfildóm hlutfalls og uppbótarfull- trúa, láta forsetann og ráðherra hans bera ábyrgð á framkvæmdum ríkisins, en þingið standa að löggjöf- inni og fjármálastjórninni. Það er skemmtileg tilviljun, að frá Seyðisfirði skuli koma beztar og heilbrigðastar tillögur um stjórnarskipun landsins, svo sem til uppbót- ar á því, hvílík uppbótarpersóna er þaðan send til að vera tákn þessa einkennilega kjördæmis. Er þetta skýr- anlegt út frá þeirri reynslu, að stórar umbætur gerast oft þar, sem mein fólksins hafa verið tilfinnanlegust.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.