Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 18

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 18
18 ÓFEIGUR Skulfu öll lönd undan sviksemi hans og grimmdaræði. Áhugi sendiherrans kom fram í því að skrifa Hermanni þrjú áróðursbréf um að vera, vegna lands og þjóðar, vel á verði móti njósnurum. Hann skrifar þrjú bréf í sama mánuðinum tii að vekja stjórnarvöld landsins af svefni andvaraleysisins. Hermann telur bréf sendiherra sýnilega svo ómerkiieg, að hann stingur þeim undir stól.. Utanríkisráðherra og utanríkisnefnd eru alger- lega leynd þessari aðsteðjandi hættu. í stað þess að senda æfðan og reyndan lögfræðing, eins og sendiherra benti á, til Norðurlanda, til að grafast fyrir rætur þessa háskalega máls, þá sendir Hermann ungan flugmann til Danmerkur og síðan til Þýzkalands, til Himmlers, sem mun hafa slátrað alikálfi, til að sýna íslenzku stjórn- inni sem mesta virðingu. Það eru bein ósannindi, að för þessi sé á ábyrgð Kofoed Hansen. Hermann hafði sjálfur útvalið manninn til starfsins. Hann hafði fengið Alþingi til að gera sérstök lög um að þessi embættis- maður þyrfti ekki að vera lögfræðingur. K. H. virðist hafa verið ánægður með að gegna flugstörfum og sótti um flugstarf, þegar hann fór frá lögreglunni. Utanlands- ferðin 1939 var frá hálfu Hermanns lokastigið í undir- búningi hins tilvonandi yfirmanns allra varna á Islandi. Flugmaðurinn gat alls ekki komizt í kynni við dönsk og enn síður þýzk, lögregluvöld, nema með eindregnum meðmælum og fyrirbæn íslenzka forsætisráðherrans. Til- raun Hermanns, að koma ábyrgðinni fyrir heimsóknina til Himmlers á flugmanninn, er tilefnislaus og ómakleg. Hann gat af eigin ramleik aldrei komizt í þennan meira en vafasama félagsskap, án fyrirgreiðslu stjórnarvald- anna. Hermann virðist hafa komið miður drengilega fram við þennan skjólstæðing. Það var ekki velgern- ingur, að senda ungan og heiðarlegan mann undir verndarvæng versta manns í verstu stjórn, sem ráðið hefur nokkru ríki. Þegar íslenzkir lögfræðingar hófu samblástur gegn Kofoed Hansen sem lögreglustjóra, af því að hann væri ekki lögfræðingur, þá gafst Hermann undir eins upp, opnaði ekki einu sinni munninn á þingi til vamar manni, sem hann hafði með miklum hávaða og lagabreytingum valið í starfið, og lét mjög ómak- lega og án tilefnis, flæma hann úr embætti, sem hann hafði gegnt vel, ef frá er talin Þýzkalandsferðin, sem hann bar ekki ábyrgð á.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.