Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 21

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 21
ÓFEIGUR 21 ég tillögu um það efni í þrem liðum. Fyrst áskorun á stjórnina að skila beinum þeirra Hólafeðga norður í Hóla. I öðru lagi að skila úr Þjóðminjasafninu öllum helgigripum, sem þar eru úr Hólakirkju, en fluttir hafa verið til Reykjavíkur. í þriðja lagi að skila öllum kirkj- um úti um land helgigripum þeirra úr forngripasafn- inu, ef biskup og forráðamenn kirknanna óska þess. Nú var búið að taka málið út úr músarholu-umbúðum þeirra Guðbrandar, Hermanns og Gylfa, og gera það að þjóðmáli. Una þeir allir miður vel þeim málalokum. XXX. Næst á eftir boðorðunum, hefir aflaraunakappi Fram- sóknar skaðast mest á að hafa gert, með skjaldsveini sínum Gylfa, tilraun til að loka alþingi. Þegar þingmenn bera fram á lýðræðisþingi tillögu um að banna þings- ályktanir og fyrirspurnir, er ekki nema hársbreidd yfir í það ástand, sem Jón Sigurðsson og samherjar hans börðust við, fyrir einni öld. Danska einvaldsstjórnin vildi halda þingfundi fyrir lokuðum dyrum, og það var ekki létt verk fyrir íslenzka frelsisvini að knýja fram, að fólk fengi að heyra hvað rætt var um á al- þingi. Síðan Helgi Hjörvar las lokunartillögu þessa, hefir rignt yfir Ófeig bréfum og fyrirspurnum um, hvort frelsi þjóðarinnar væri að glatast og komið í staðinn blanda af kommúnisma og nazisma. Fáar þjóð- ir eru jafnlíklegar eins og íslendingar, til að þurrka fljótlega úr þinginu fulltrúa, sem vita upp á sig ein- hver þau verk, sem borgararnir mega ekki fá að vita um. Yfirleitt er varasemi manna, sem eru þjáðir af þessum ótta alveg gagnslaus. íslenzka þjóðin veit nokkurn veginn allt, sem ,,miklu“ mennirnir halda, að sé hægt að leyna. Ég get fullvissað Hermann og Gylfa um, að fólk um allt ísland, vestur í Winnipeg og í borg- um á Kyrrahafsströndinni veit ákaflega vel, um það, sem ætlazt er til að geymist bak við tjöldin, á vegum þeirra, ,,sem einhverju ráða“. XXXI. Við umræður f járlaganna kom fyrir á þingi skemmti- legt atvik, sem snertir listasögu landsins. Einn af ráð- herrunum sá í Arnarhvoli málverk, sem Valtýr, for- maður menntamálaráðs, var þá nýbúinn að kaupa fyrir

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.