Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 28

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 28
28 ÓFEIGUR sér. Kom hann enn með kommúnista og „gistivini“, vel skipulagða, og felldi Jakob. Naut Jakob í þetta sinn hvorki ótvíræðra yfirburða sinna eða þess, að hafa í pólitískum málum leyft Eysteini að hafa forystuna, þar sem hann var þó ekki vandanum vaxinn. Eysteinn Jónsson hefir verið slysinn maður í sam- vinnumálum. Stafa óhöpp hans flest af tilbeiðslu hans á kommúnistum. Árið 1938 deildi hann með Jóni sýslu- manni Borgfirðinga og Ragnari Ólafssyni lögfræðing, fast á Jón Ivarsson fyrir að hika við að sleppa ábyrgð- arlausum mönnum inn í kaupfélög, þar sem slíkir menn gerðu sig líklega til að skaða félagsheildina. Ekki grun- aði Eystein eða sýslumann þá, að Brynjólfur Bjarna- son mundi smala af götum Reykjavíkur úrgangslýð til að hrekja Eystein og nánustu félaga hans öfuga út úr Kron. Annað óhappaspor Eysteins á sömu braut var að leggja myndarlegt borgaralegt kaupfélag með trygg- um félagsmönnum og miklum sjóðum undir veldi bolsi- vika í Kron. Síðan ól Eysteinn snák kommúnista við brjóst sér árum saman, með höfðatölureglunni. Þegar kommúnistar gátu ekki misnotað trúgirni hans leng- ur, var hann sendur með allt sitt lið í útlegð úr Kron og félagið gert að höfuðvirki byltingarmanna í Reykja- vík. Síðasta samvinnuverk Eysteins var að semja 1941 —42 við Mbl.-menn um að heimila stríðsgróðaskatt á viðskipti félagsmanna við þeirra eigin félag. 1 áfram- haldi af því óhappi eru samvinnufélögin nú skattpínd með veltuskatt. á félagsmannaverzlun. * # Ólafi Thors þykir svo vænt um Eimskip, að hann bæg- ir frá því sköttum, sem Eysteinn er fús að leggja á kaupfélögin. Eimskip slapp við öll áföll 1941—42 og veltuskattinn í vetur. Sumir halda ennfremur fram, að félagsmenn hafi ekki þurft að sýna hlutabréfin við eignakönnun, en sú mildi er ótrúleg. Ef Eysteini hefði tekið sárt til samvinnufélaganna, mundi hann hafa beitt sér, leynt og ljóst fyrir því, að þau væru ekki svift þeim réttindum, sem þeim ber, réttindum, sem við Hallgrím- ur Kristinsson fengum viðurkennd 1921. Hirðuleysi Hermanns og Eysteins í þessum efnum er án fordæma.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.