Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 14

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 14
14 ÖFEIGUR sent sýnishorn til Ameríku, til að auka á þann hátt hróður þeirra feðga. En um það bil sem friður var sam- inn, er talið að gerður hafi verið kistill utan um þessi bein og þau fengin til varðveizlu kaþólska trúboðinu í Landakoti. XXI. Dr. Guðbrandi varð órótt, er hann vissi, að málið yrði rætt opinberlega. Þóttist hann hafa fengið leyfi hjá Jóni Magnússsyni, Pálma Pálssyni og Sigurði bún- aðarmálastjóra, þá kirkjubónda á Hólum. En hér varð sama reyndin og um doktorshattinn í Greifswald. Hin skrifuðu fyrirmæli fundust ekki. Börn Pálma og Sig- urðar höfðu aldrei heyrt feður sína minnast á slíkar leyfisgjafir, og um Jón Magnússon er vitað, að hann var bæði gætinn og formfastur embættismaður. Hann mundi aldrei hafa gefið slíka heimild, og engum síður en Guðbrandi. Varð Jón um þessar mundir að líta á Guðbrand sem ógæfusaman einstæðing, í sambandi við ádeilu Jóns Dúasonar og hlaut að þykja nóg um athafnasemi þessa einkennilega vísindamanns. Vakti það almenna eftirtekt, að Guðbrandur stefndi sem vitn- um þrem mönnum, sem allir voru dánir og höfðu ekki skilið eftirt neinar heimildir um þessi furðulegu helgi- spjöll XXII. Öllum málsmetandi Skagfirðingum, innan héraðs og utan, brá mjög í brún, er þeir fengu að vita hið sanna í málinu. Er Jón biskup hin frægasta og mest dáða söguhetja í hinu sagnauðga héraði. Höfðu Skagfirð- ingar sótt líkami þeirra feðga að vetri til suður yfir öræfi og jarðsett þau á Hólum. Slík líkför hefur aldrei verið farin á Islandi, hvorki fyrr eða síðar. Skagfirð- ingar hafa haft uppi mikla fjársöfnun um land allt, til að byggja voldugan turn hjá Hólakirkju á fjögra alda dánarafmæli þeirra feðga. En nú hafði Guðbrandur Jónsson haft bein þessara þjóðardýrlinga að leik- fangi um 30 ára skeið. Þótti dugandi Skagfirðingum héraðinu gerð mikil skömm með öllu þessu athæfi og fóm þeirra við byggingu minnismerkis um þá feðga á Hólum, snúið upp í fíflskaparmál, ef gröf þeirra var jafnframt saurguð og það af manni, sem ekki hefði

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.