Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 2

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 2
2 ÖFEIGUR II. Mitt í þessum Fróðárundrum þótti mér vera nokkur nauðsyn að láta sjást, þó ekki væri nema veik merki um, að einhver tegund af andlegu lífi leyndist með þing- inu. Flutti ég í því skyni fjölmargar tillögur með rök- stuðningi og allmargar fyrirspurnir. Tíminn, Dagur og blöð kommúnista minntust aldrei á neitt af þessum málum, en sumra þeirra var getið í hinum blöðunum og útvarpið lét sína sól skína á allt, bæði frá Fróðár- hirðinni og öðrum. Skipti mjög um viðhorf hlustenda og hinna, „sem einhverju ráða“, eins og Hermann kemst að orði í boðorðum sínum um ,,valdamennina“. Almenn- ingur vildi gjarnan hlusta á greinargerðir um lífræn mál, og á einstöku heimilum þingmanna spurðu börn- in, hvort sumum þingmönnum væri leyft að tala skyn- samlega en öðrum varnað máls. Að lokum kom þar, að Hermanni, Eysteini og Gylfa þótti ástandið lítt þol- andi og höfðu í þinglok nokkurn viðbúnað til þess, að þeir sem einhverju ráða, gætu í þinginu „brugðið skolti á snið“, eins og draugarnir á Fróðá, ef ótímabær lífs- merki yrðu sýnileg í þjóðiífinu og allra helzt, ef þeirra gætti í alþingi. III. Fram að jólum var þingið verklítið vikum saman, meðan verið var að reyna að semja um hversu þjóðar- skútan gæti flotið eitt ár með því að hafa kaup og laun miklu hærra heldur en framleiðslan ber, en leggja síðan því hærri skatta á verkamenn og launamenn, til að geta borgað þeim, sem eta íslenzkan mat, utan lands og innan, einskonar heiðurslaun fyrir það góðverk, að ieggja sér til munns íslenzka framleiðslu. Er hér um að ræða veraldarundur og má rekja þessa Molbúa- háttu til athafna kommúnista 1942 og síðan, þegar þeir hækkuðu fyrst laun og síðan kaup þannig, að fram- leiðslan ber sig ekki. Eftir áramótin var vandinn sá, að geta afgreitt fjárlög sem væru hallalítil, en þó með einhverjum verklegum framkvæmdum. Hin fasta eyðsla í laun og lögbundin fyrirtæki var allt að 200 milljón- ir. Þá var búið að spenna bogann í hæsta lagi, en eftir voru vegir, brýr, hafnir, vitar, lendingarstaðir flugvéla o. s. frv. Var þingið vikum saman að glíma við þennan vanda og að lokum var reynt að skera af og auka við

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.