Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 25

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 25
ÖFEIGUR 25- bændur, sem ekki fara frá jörðum sínum, segja um málið. Fálega tóku bændur í Bárðardal Jónasi Har- alz fyrir tveim árum, er hann vildi eyða byggðina, en hafa kragabúskap hjá kaupstöðum. XXXIV. Kastvindar úr mörgum áttum hrekja skip ríkisstjórn- arinnnar á úfnum sæ. Styrkur Stefaníu er fólginn í því að Mbl. menn og sex kratar vilja búa saman og ráða ríkjum. Stefán Pétursson, Valtýr og Bjarni Bene- diktsson prédika strangt móti bolsivikum, svo að nú eru reittar af þeim flestar f jaðrir, en þetta hindrar þó ekki Sigurð í Vigur frá að stýra Isaf jarðarkaupstað með kommúnistum — og krata í Vestmanneyjum frá samskonar athæfi þar í bæ. Framsókn er nokkuð ut- anveltu í sambýlinu, bæði vegna kjördæmaýfinga við marga sjálfstæðismenn og þó einkum sökum beiskju Hermanns við Ólaf. Eftir vesturför þeirra á þing sam- einuðu þjóðanna, virðist Hermanni hafa komið til hug- ar að þeir Ólafur ættu að koma á ráðherra-byltingu og setjast saman í hástóla að nýju. Boðorðagreinin er skiljanleg í því sambandi að því er snertir viðhorfið til Stefaníu sér í lagi og til Eysteins. Ólafur sýnist hafa verið lítt móttækilegur fyrir þessa hugsjón. Færð- ist Hermann þá í aukana að nýju og spjó eimyrju um stund. Vill hann með því móti hrella í einu Stefán og Ólaf og þó einkum Eystein. Bitna illindi Mbl. og Tím- ans mest á honum, því að hann er þar eins og Magn- ús Stephensen sagði um sjálfan sig, líkt settur og lús milli tveggja nagla. Síminnkandi álit kommúnista bæði úti í löndum og á íslandi er bjarghringur Stef- aníu. Borgarflokkarnir þrír verða að vinna saman, en þá skortir þann stuðning, sem sprettur af samhug, skiln- ingi og áhuga fólksins, sem á að njóta verka þeirra.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.