Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 32
32
ÓFEIGUR
að eitt sinn þegar Sigurður kom heim úr ferð til bænda,
var búið að loka fyrir honum skrifstofu hans og
setja hann frá embætti. Sigurður er hinn glæsilegasti
brautryðjandi í skógrækt og túnrækt hér á landi. Þeg-
ar hann var búinn að koma á jarðræktarlögunum 1923,
var lífsnauðsyn fyrir bændastéttina að fá tilbúinn á-
burð. Sigurður reyndi að láta Búnaðarfélag Islands
og kaupfélögin verzla með áburðinn, en hvorugur að-
ilinn gat þá leyst þessa raun. Sigurður lét sér þá vel
líka, að kaupmaður í Reykjavík hóf þessa verzlun. Óvin-
ir hans sóttu hann til sektar fyrir að hafa ráðið
svo stórmannlega fram úr ræktunarmálum bænda. Eftir
nokkra stund buðu andstæðingamir Sigurði sættir, þeg-
ar þeir sáu fyrir vissan ósigur. Skyldu málskjölin geymd
í 20 ár í hólfi í banka, og hefði maður í bankanum ann-
an lykil af tveim. Nýverið var tími til kominn að opna
hólfið, en það var þá tómt. Óvildarmenn Sigurðar hafa
aldrei látið skjölin í hólfið, og var það hæfileg enda-
lykt á sókn þeirra. Ræktunarlögin og barátta Sigurð-
ar fyrir notkun tilbúins áburðar í stórum stíl, er ein-
hver mesta búnaðarframför hér á landi. Mun vegur
Sigurðar vaxa því meir sem aldir líða. Slík afrek leiða
nálega óhjákvæmilega til píslarvættisdauða í barátt-
unni við undirstrauma mannfélagsins.
# # #
„Gistivinir“ Framsóknar vildu óvægir koma sér upp
dagblaði og gerðu það. En þegar blaðið var fengið,
höfðu gistivinirnir ekkert að segja eða skrifa, og mis-
jafnt gengið með hjúahaldið. Ekki er vitað að Her-
mann hafi skrifað í hinn stækkaða Tíma neitt, sem
máli skiptir, nema hin umtöluðu 28 boðorð.
Afgreiðalum.: Helgi Lárusson, Vesturg. 5, Reykjavík. Sími 5677.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson, frá Hriflu.
Prentað í Steindórsprenti h.f., Tjamargötu 4, Reykjavik.