Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 5

Ófeigur - 15.04.1948, Blaðsíða 5
ÓFEIGUR 5 í stjórnarráðinu ýms framkvæmdaratriði, svo sem í mjólkurmálinu, eftir fyrirfram lögðum línum, og var margt í daglegri afgreiðslu slíkra mála að vísu ekki með glæsibrag, en ekki heldur svo ófullkomið, að orð væri á gerandi. VII. Hér eftir er ekki hægt að treysta snotru háskóla- prófi, sem sönnun þess að handhafi slíkra réttinda geti leyst úr gátum félagslífsins, án aðstoðar sér hæfari manna. Boðorðin sýndu, að sá sem þau samdi, var viltur og hafði hvergi örugga undirstöðu. Má nærri geta, hversu þeim hóp farnast, sem leitar eftir forsjá og forustu hjá þeim manni, sem hringsnýst þrautvilt- ur, þegar reynir á að marka rétta stefnu. Þá eru boð- orðin ekki síður merkileg sökum drýldni höfundar og hina rótgrónu fyrirlitningu á samborgurum, sem eiga bókstaflega að heyra og hlýða og þakka fyrir smá- vægilega réttlætismola, sem falla til þeirra frá borði „þeirra, sem ráða einliverju“. En engir höfðu þó meiri ástæðu til að undrast anda boðorðanna heldur en hinir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, innan og utan þings. Maðurinn, sem þeir höfðu beðið að rata fyrir þeirra hönd, hafði ómótmælanlega sýnt, að hann var alltaf að villast og hann gat ekki fundið rétta leið. Þeir höfðu sýnt honum tiltrú og traust, en hann hafði, í ára- mótakveðju sinni til þeirra, lýst þeim sem sérstökum fáráðum, sem væru þrásinnis notaðir af andstæðingum og keppinautum, sem verkfæri til að gera þjóðinni smán og skaða. Skýringin á andlegu getuleysi Hermanns mun vera sú, að ef maður rjálar við þjóðmál, án áhuga, og eingöngu í von um metnað eða hagsmuni, verða hugs- anir hans og framkvæmdir tóm endileysa. VHI. Ég lét ekki boðorðagrein Ófeigs koma út fyrr en lok- ið var aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, til þess að ekki væri hægt að segja, að sú skýrsla sem þar var fram borin, gæti haft nokkur áhrif á viðhorf fund- arins. Samkoman stóð í eina viku. Þar mættu þingmenn flokksins og úr flestum kjördæmum menn, sem fyrr- verandi skrifstofa Daníels hafði látið velja. Hér var um að ræða eins konar skrifstofuvalinn hóp, sem á að

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.