Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 5
ÓFEIGUR
5
áróður Churchills fyrir Evrópuher. Voru íslenzku kon-
urnar öllu líkari til heldur en menn þeirra að skilja þá
miklu hugsjón. Jóhann var bezt fallinn til þátttöku í um-
ræðum á þessum fundi sökum málakunnáttu, þó að hann
hafi minnsta skólagöngu að baki, enda tók hann þátt í
meðferð fundarmála. Mikill hiti var í Rínardalnum svo
að Islendingum þótti nóg um. Hélt Hermann heim eftir
viku, fullsaddur á Mið-Evrópusól og alvarlegum félags-
málum. Eftir heimkomuna lét hann áróður Church-
ills um verndun frelsis og menningar sig litlu skipta, en
lagðist út við laxveiðar í Borgarfirði. Hálft landið sá
ekki mánuðum saman þá sól, sem hafði stökkt aflrauna-
kappa Framsóknar á flótta frá Rínarbökkum. Land-
búnaðarráðherrann gleymdi erfiðleikum bændastéttar-
innar við glóandi skin laxanna úr Grímsá.
Ekki naut Hermann þó þess friðar í Borgarfirði, sem
hann hafði vonast eftir. Halldór Pálsson á Hesti dæmdi
hart laxveiðisamning Hermanns við sr. Eirík Albertsson.
Taldi sauðfjárfræðingurinn, að ef jörðin hefði notið
allra sinna. hlunninda mundi gróðinn af laxveiðum í
Grímsá hafa jafnað allan tekjuhalla af hinum vísinda-
lega búskap á Hesti. Er hér sýnilega um mikil verð-
mæti að ræða. Hermann borgar 1500 kr. fyrir ána en
tekjuhalli Hestbúskaparins hlýtur að nema tugum þús-
unda. Hermanni þóttu þessir útreikningar Halldórs
hvimleiðir og óviðeigandi af undirmanni. Lét hann þau
boð berast til Halldórs, að vísindamaðurinn mundi
sviftur nokkru af bitlingum sínum, sem réttmætri áminn-
ingu fyrir óvarlegt orðbragð um mann, sem hefði sökum
margháttaðra hæfileika, lyft sér úr almúgastétt í
sveit til höfðingja. Var það mikil gifta við stjórnar-
myndun Steingríms Steinþórssonar að Hermann fékk
yfirstjórn kirkjumálanna. Samningurinn um laxveiðina í
Grímsá var til tíu ára og að ganga úr gildi. Væri
sönnum kristindómi í landinu mikill ávinningur ef Her-
mann gæti á þessu tímabili fengið laxveiðiréttindin
til æviloka fyrir 1500 kr. Verður Halldór Pálsson að
sætta sig við orðinn hlut því að það er eitt af boðorð-
þróunarinnar að golþorskarnir gleypa fjörusílin.
Bjarni Ásgeirsson hafði í sinni ráðherratíð keypt
verkstæðið Silfurtún, rétt norðan við Hafnarfjörð fyrir
meir en milljón krónur, þegar öll kurl koma til grafar.