Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 20

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 20
20 ÖFEIGUR að hafa umsjón í skiptamálinu í sinni sveit en varð var við samgang á aðkomnu fé og heimakindum, brá strax við og lét slátra á sínum bæ 100 nýkeyptum lömbum þó að honum væri það stór skaði. Er slíkt í einu sjálfsagður og lofsverður þegnskapur, sem vert er að hafa til eftirbreytni. Er skemst af því að segja að allri þjóðinni stendur voði af sleifarlaginu með fjár- skipti Mýramanna. Byggðin virðist vera einn hræri- 4 grautur af aðkomnu fé og skepnum, sem koma eftir smölun úr afrétt og heimahögum. Það þarf ekki nema eina veika kind til að sýkja allan sauðfjár- stofninn í sýslunni. Að Mýrum liggja fimm sýslur, svo að ekki sé meira sagt. Bændur þar geta allir átt á hættu að sauðfé þeirra fái veikina í þessum byggðum og þaðan breiðist faraldurinn um landið allt, eins og fyrr frá karakúluppsprettunni. Kæruleysið í stjórn þessara mála er án fordæma. Hermann Jónasson og Páll Zoph. halda að sér höndum og láta óátalið að ýmsir bændur kaupa nú eftir að skiptin fóru fram sauðfé úr öðrum héruðum og flytja þennan búsmala inn í sýsluna utan við lög og skiptareglur. Hér dugir ekki nema eitt ráð: Að skipta aftur í allri Mýrasýslu * og láta héraðið vera sauðlaust í heilt ár. Jafnframt ætti að láta þá sem standa að þessu hegningarverða sleifarlagi sæta ábyrgð, en launa drengskaparmönnum eins og Kjartan í Einholti sýndan þegnskap og manndóm. Má brátt sjá hvort Alþingi og stjórnin kunna rétt vinnu- brögð í þessu stórmáli eða hvort andi karakúlmannanna svífur enn yfir vötnunum þar sem líf og framtíð íslenzku bændastéttarinnar er í veði. 1 jólablaði Landvarnar var skýrt frá því, að Gunnar Bjarnason ráðunautur á Hvanneyri, hafi átt mikinn þátt í að koma á fót sambandi smáhestaframleiðenda í Vest- ur-Evrópu, í því skyni að skapa íslenzkum bændum skilyrði fyrir árlegum og öruggum hrossamarkaði í stórlöndunum. Var búizt við að þetta mál mundi hvar- vetna mæta skilningi og samúð hér á landi, en svo var þó ekki. Um líkt leyti og grein þessi barst út um landið, kom boðsbréf frá Þýzkalandi til Búnaðarfélags Islands um að senda fulltrúa á stofnfundinn í Köln í miðjum næsta mánuði. Þegar Páll Zoph. fékk bréfið, þótti honum skörin tekin að færast upp í bekkinn,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.